blaðið - 30.12.2006, Side 2
2 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006
blaAift
VEÐRIÐ I DAG
Urkoma
Rigning eða skúrir, en skýjað með
köflum og yfirleitt þurrt norðaustan-
og austantil. Heldur kólnandi, hiti 2
til 8 stig á morgun.
ÁMORGUN
Éljagangur
Suðvestlæg átt 5 til 8 m/s og dá-
lítil él, en þurrt suðaustan- og
austanlands. Snýst í norðan 5
til 10 m/s norðantil um kvöldið
með éljagangi.
B VÍÐA UM HEIM B
Algarve 12 Glasgow 7 New York 6
Amsterdam 6 Hamborg 6 Orlando 17
Barcelona 11 Helsinki -6 Osló -1
Berlín 4 Kaupmannahöfn 6 Palma 21
Chicago 5 London 3 Parls 4
Oublin 2 Madrid 8 Stokkhólmur 0
Frankfurt 5 Montreal -2 Þórshöfn 9
Fasteignamarkaður:
Samdráttur
á árinu
Um fjögur þúsund færri
kaupsamningum vegna fast-
eignakaupa var þinglýst á þessu
ári miðað við árið í fyrra sam-
kvæmt tölum Fasteignamats
ríkisins. Alls var 12 þúsund
kaupsamningum þinglýst í
ár en í fyrra voru þeir um 16
þúsund.
Þá dróst velta á markaðinum
saman um 12 prósent eða um 37
milljarða milli ára og fór úr 312
milljörðum í 275 milljarða.
Sé litið til höfuðborgarsvæðis-
ins eingöngu fækkaði kaupsamn-
ingum um rúmlega 2 þúsund og
velta minnkaði um 25 milljarða.
Bandaríkin:
Bush hetja og
skúrkur ársins
George Bush Bandaríkjafor-
seti var bæði valinn hetja ársins
og skúrkur
ársins í
skoðana-
könnun
Associated
Press og
AOL.
Fjórð-
ungur
aðspurðra nefndi forsetann
sem skúrk ársins, en næstu sæti
skipuðu hryðjuverkaleiðtoginn
Osama Bin Laden, Saddam Hus-
sein, fyrrum íraksforseti, Ahm-
adinejad íransforseti og Kim
fong II, forseti Norður-Kóreu.
Bush fékk einnig flest atkvæði
sem hetja ársins, eða þrettán
prósent. Sjónvarpskonan Oprah
Winfrey, öldungadeildarþing-
maðurinn Barack Obama og
Jesús Kristur fylgdu svo fast á
hæla forsetans.
E
Blaðið kemur næst út 3. janúar.
Starfsmenn þess þakka lesendum
sínum samfylgdina á árinu.
í sól og blíðu í Grímsnesi:
Ljósálfar á flögri
hjá skyggnum pilti
■ Á stærö við Dísu Ijósálf ■ Utan til rannsóknar ■ Öll fjölskyldan skyggn
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
Þegar fjölskylda nokkur skoðaði
myndir sem teknar voru úti í
náttúrunni í Grímsnesinu i sól
og blíðu í haust brá henni heldur
betur í brún. Á myndunum sáust
sex til sjö ljósálfar flögra rétt fyrir
ofan lyngið umhverfis ungan pilt.
Stráksi hafði heyrt eins konar
ískur að utan þar sem hann var
staddur inni í húsi og gekk á
hljóðið og dvaldi drykklanga stund
á staðnum meðal ljósálfanna án
þess að vita beinlínis að þeir væru
á flugi í kringum hann. Hann fann
þó fyrir einhverri vellíðunarorku
sem hann hafði reyndar fundið á
þessum sama stað í nokkra daga.
„Amma stráksins kom þarna að
og tók myndir af honum á stafræna
myndavél. Þegar farið var að fletta
í myndavélinni komu ljósálfarnir í
ljós,“ segir Magnús Skarphéðinsson,
formaður Sálarrannsóknarfélags
Reykjavíkur, sem fjölskyldan hafði
strax samband við. Að sögn Magn-
úsar voru ljósálfarnir mjög greini-
legir. Þeir virtust vera 10 til 15 cm á
hæð og sáust fætur, búkur og höfuð
á þeim. Ljósálfarnir virðast því hafa
verið á stærð við Dísu ljósálf í sam-
nefndri sögu en Dísa komst fyrir í
lófa skógarhöggsmanns.
„Ég hef aldrei séð svona skýrar
myndir áður,“ leggur Magnús
áherslu á og bætir því við að Sál-
arrannsóknarfélaginu berist reglu-
lega myndir með dularfullum fýr-
irbærum. „Þýskir ferðamenn sem
voru hér á ferð í fyrra sendu okkur
til dæmis mynd frá Vík í Mýrdal
þar sem engill kemur fram á mynd
á gönguslóða í Dyrhólaey. Engillinn
var mjög skýr á myndinni. Okkur
berst alltaf eitthvað af myndum á
hverju ári. Þetta hefur aukist með
tilkomu stafrænna myndavéla. Það
virðist sem það þurfi minni orku
til að verur og framliðnir nái inn á
myndir í þeim en þegar um filmur,
framköllun og pappír er að ræða.
En þetta eru auðvitað bráðabirgða-
ályktanir okkar.“
Magnús sendi myndirnar af ljós-
álfunum utan til rannsóknar, meðal
annars til Noah's Ark Society í Bret-
landi sem eru samtök miðilsrann-
sókna og dulrænna fyrirbrigða.
.Bráðabirgðaniðurstaðan er sú að
þetta séu ófalsaðar myndir. Það er
ályktun bresku sérfræðinganna og
reynslan er sú að töluverða skyggni-
gáfu þurfi til að svona verur birtist
óvænt. Sá sem heldur á myndavél-
inni þarf einnig að hafa þessa gáfu
en ekki bara sá sem verurnar flögra
í kringum, að því er virðist."
I fjölskyldunni sem um ræðir
eru það ekki bara ungi pilturinn og
amman sem eru með skyggnigáfu.
,Það loðir mikið af dulrænni reyn-
slu við flesta ef ekki alla fjölskyldu-
meðlimi. Þeir sjá og skynja fram-
liðna, heyra hljóð og fá viðvaranir,
bæði í vöku og draumi,“ greinir
Magnús frá.
Hann segir ekki tímabært að sýna
myndirnar með ljósálfunum sem
hafa verið sendar til rannsóknar til
Þýskalands og Bandaríkjanna auk
Bretlands. Niðurstöðu þeirra rann-
sókna er nú beðið.
Bandaríkin:
Þúsundir
kvöddu Brown
Þúsundir lögðu leið sína
í Apollo leikhúsið í Harlem-
hverfinu í New York á fimmtu-
dag til að votta tónlistarmann-
inum James Brown virðingu
sína.
Kista Browns lá opin á sviði
leikhússins þar sem hann steig
fyrst á svið og söng fyrir al-
menning árið 1956. Hestvagn
keyrði kistuna um Harlem-
hverfið þar sem þúsundir
manna sungu og dönsuðu í
takt við tónlist meistarans.
James Brown lést á jóladag
og verður jarðaður í fæðing-
arbæ sínum Augusta í Georgíu-
riki í dag.
íbúðalánasjóður:
83 prósent vilja
óbreyttan sjóð
82,9 prósent landsmanna
vilja að Ibúðalánasjóður starfi
áfram í óbreyttri mynd. Þetta er
niðurstaða könnunar sem Capa-
cent gerði fyrir tbúðalánasjóð
í nóvember og desember. Þar
kom í ljós að 6,4 prósent töldu
að hann ætti að hætta starfsemi
og láta bönkum og sparisjóðum
eftir almenn íbúðalán, og 10,6
prósent töldu að breyta ætti
Ibúðalánasjóði í heildsölu.
Sambærileg könnun var gerð
í ársbyrjun 2006 og kom þá í
ljós að stuðningur við óbreyttan
Ibúðalánasjóð hefur aukist
nokkuð, en þá töldu 74,2 prósent
aðspurðra að hann ætti að
starfa í óbreyttri mynd.
—
ijæoa sængur
og heilsukoddar.
Opið virka daga: 10-18, lau: 11-16 Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
Nafnbreyting KB banka:
John Cleese auglýsir Kaupþing
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Búið er að skjóta nokkrar aug-
lýsingar með John Cleese og
þær tókust mjög vel. Hann
var mjög tilkippilegur og sam-
starfið mjög ánægjulegt," segir
Benedikt Sigurðsson, aðstoðar-
upplýsingafulltrúi Kaupþings.
Um áramótin verður nafni
KBbankabreyttíKaup-
þing og síðustu daga
hafa birst dagblaða-
auglýsingar vegna
breytingarinnar.
Skömmu fyrir jól
voru teknar upp
auglýsingar með
hinum þekkta
kvikmyndaleikara úr Monty Pyt-
hon-hópnum, John Cleese. Hann
mun leiða auglýsingaherferðina
k og fyrsta auglýsingin með
honumverðursíðastaauglýs-
1 ing fyrir áramótaskaupið.
p Benedikt segir kvik-
f myndastjörnuna hafa
verið mjög hófsama í launa-
kröfum enda hefði hann
ekki verið fenginn
í verkið annars.
^„Þegar samið
I KB bankt breytlr nafninu i Kaupþing:
Nafhinu breytt í Kaupbfnn
Samstarfið
varmjög
ánægjulegt.
Benedikt Sigurðsson,
upplýsingafulltrúi
Kaupþings
var við Cleese þá tók hann tillit t
litla íslands og hversu lítið markað
svæði var undir herferðinni. Vi
teljum okkur mjög heppin að haí
fengið svona þekkta persónu fyr
......— J KostnaAur ekki |/ós
kf JL "UrtÁ “ »«>« lrik«. lUu ,(|
■»> Ufna kniuy. | ■“',l "" IMd- .Mm ijfa,.u_ni
(kUui Miuuuwn _____ '"""'•'“•rwiírflfftnui
Blaðið 15. des 2006
ekki meiri peninj
segir Benedil
„Við höfum fengi
góð viðbrögð c
erum bjartsýn
breytinguna. Það i
engin spurning.“