blaðið - 30.12.2006, Síða 17

blaðið - 30.12.2006, Síða 17
blaöið LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 11 Skipulagsmál á Alftanesi Forseti bæjarstjórnar á Álfta- nesi, Kristján Sveinbjörnsson, ritar grein í Blaðið 21. desember þar sem hann enn eina ferðina er að fjalla um lóðina nr. 8 við Miðskóga. Töluverður tími hefur farið í þetta mál hjá þeim starfs- manni Skipulagsstofnunar sem hefur haft með málið að gera frá upphafi og ætti Kristjáni að vera fullkomlega ljóst hvernig að mál- inu var unnið hjá stofnuninni. Nú ber svo við að Kristján telur sig hafa fundið skýringu á því hvers vegna Skipulagsstofnun tók ekki undir málflutning hans varðandi stöðu skipulagsmála við Miðskóga og segir hann m.a. í greininni: „Nú hefur komið í ljós að aðilar venslaðir málinu komu með formlegum hætti að seinni álitunum. Það rýrir trúverðugleika álitanna og skýrir hugsanlega vinkilbeygju Skipulagsstofnunar.” Um erað ræða faglega vel rökstutt álit en ekki úrskurð Umrœðan 1 Stefán Thors f fyrsta lagi hefur engin vink- ilbeygja verið í afstöðu Skipu- lagsstofnunar til málsins. í bréfi Skipulagsstofnunar til skipulags- fulltrúans á Álftanesi, Kristins Alexanderssonar, dags. 5. október 2005 segir m.a. í niðurstöðu: „Skipulagsstofnun telur að skipu- lagsuppdrátturinn frá 1980 hafi tiltekið gildi, enda verið byggt eftir honum. Skipulagsstofnun telur engu að sfður rétt, og með til- liti til aðstæðna, að unninn verði deiliskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð af lóðinni nr. 8 við Miðskóga...” Með bréfi dags. 19. október 2005 sendi Sveitarfélagið Álftanes Skipulagsstofnun bréf og gögn til stuðnings þvi að deili- skipulag fyrir svæðið frá 26. okt- óber 1981 væri í gildi og féllst Skipu- lagsstofnun á þau rök og staðfesti þá afstöðu með bréfi til sveitarfé- lagsins dags. 31. október 2005. I öðru lagi er rétt að taka fram að um er að ræða faglega vel rök- stutt álit en ekki úrskurð. Það er úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála og dómstóla að úr- skurða og vil ég eindregið hvetja forseta bæjarstjórnar Álftaness til að fara með málið þá leið. í þriðja lagi, og það sem er verulega alvarlegt f þessu máli, þá heldur Kristján því fram að ónefndir aðilar venslaðir málinu hafi með formlegum hætti komið að afgreiðslu málsins hjá Skipu- lagsstofnun. Aðspurður um það hvað hann meini með þessum aðdróttunum svaraði Kristján því til að hann ætti við syni mína tvo, þar sem annar starfar hjá VSÓ-ráðgjöf sem var sveitarfélag- inu til aðstoðar í skipulags- og byggingarmálun og hinn tengist fjölskyldu Kristjáns. Ég vil vísa þessum aðdróttunum Kristjáns algerlega á bug. Hvorugur sona minna hefur komið nálægt áliti Skipulagsstofnunar. Kristján vissi mæta vel hvernig að málinu var unnið hjá Skipulagsstofnun og ef hann sem forseti bæjarstjórnar og eigandi nágrannalóðar er svona ósáttur við álit stofnunar- innar er honum f lófa lagið að láta reyna á málið fyrir dómstólum og er Skipulagsstofnun reiðubúin að færa rök fyrir niðurstöðu sinni á þeim vettvangi. Höfundur er skipulagsstjóri rikisins Umskipti og hamskipti í Blaðinu 21. desember gerir Hannes Pétursson athugasemdir við nokkur at- riði í viðtali sem birtist við mig 12. des. sl. um nýja þýðingu mína og Eysteins Þorvaldssonar á sögunni Die Verw- andlung eftir Franz Kafka. Sagan birt- ist fyrir nokkru hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni í tvímála útgáfu, þ.e. lesendur hafa í hverri opnu þýska textann á vinstri síðu og á hægri þann íslenska, sem nefnist Umskiptin. Þetta verk hefur áður verið þýtt á íslensku og þá af Hannesi Péturssyni undir heitinu Hamskiptin. Hannes segir haft eftir mér í viðtal- inu að hann hafi þýtt verkið á sjöunda áratugnum. Lesi hann viðtalið betur sér hann vafalaust að þetta er raunar ekki haft eftir mér - en ég nenni ekki að elta ólar við það. Hannes leggur áherslu á að 1960 sé „við lok sjötta ára- tugar“. Gottogvel. Ég vissi raunar vel að þýðing Hann- esar birtist fyrst 1960 og líka að end- urskoðuð þýðing hans birtist 1983, en Hannes telur að það sé kannski „sökum ókunnugleiká' að ég nefni ekki þá útgáfu f viðtalinu. Nú snerist viðtalið í Blaðinu ekki um þýðingu Hannesar, nema þá helst hvað varðar söguheitið. Mér finnst hinsvegar í góðu lagi að Hannes veki athygli á þessari seinni útgáfu sinni. I eftirmála með henni segir hann að þýðingin sé „verulega endurskoðuð" en í greininni nú segist hann hafa þýtt hana „nánast upp á nýtt“. Við eigum þá orðið þrjár þýðingar á þessari kynngimögnuðu sögu Kafka og ekki nema gott eitt um það að segja. I formála nýjubókarinnar (Umskipt- anna) er getið um þýðingu Hannesar frá 1960 og um hina endurskoðuðu þýðingu hans frá 1983. Raunar fylgir formálanum einnig listi yfir íslenskar þýðingar á verkum Kafka, allt frá elstu þýðingu sem fannst á prenti, en það er íslensk gerð Halldórs J. Jónssonar á smásögunni „Föturiddaranum“ sem birtist 1947. Einnig fylgir listi yfir það sem skrifað hefur verið um Kafka og verk hans á íslensku; þar er m.a. getið eftirmála Hannesar ff á 1983. í áðurnefndum formála er enn- fremur útskýrt nokkuð rækilega hvers- vegna þýðendur telja að „Hamslcipti" hæfi ekki sem þýðing á „Die Verw- andlung“, þó að þetta íslenska orð sé fallegt og eigi sér hljómgrunn í fornri söguvitund Islendinga. Ég mun ekki endurtaka þær útskýringar og rök hér. Ég las hina upprunalegu þýðingu Hamskipti hæfa ekki sem þýðing á Die Verwandl- ungþó orðið tttm KK Umrœðan Ástráöur Eysteinsson Hannesar mér til ánægju (og hrolls) á unglingsárum og ég naut þess einnig aðlesa endurskoðaða (eða síðari) þýð- ingu hans þegar hún birtist. Vonandi hefur hann - og aðrir lesendur - svo- lítið gaman af þessari góðu sögu í enn einni íslenskri gerð. Og þeir sem hafa kynnst þýsku máli geta jafnffamt flakkað fram og aftur milli tungu- mála hafi þeir gaman af slíku. Höfundur er prófessor ( bókmenntafræði yOjGA IDYFA VOGA ÍIDYFA Paprikublanda jMu. H yoga ÍDÝFA/SÓSA létt hvttlauksblanda •Súk- yOGA IDYFA VOGABÆR VOGA DIETIDYFA Með kryddblöndu Kólcstcrólskert W VpgMOfVIV Sími 424 6525 www.vogabaer.is Vogaidýfur Alltaf í stuði

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.