blaðið

Ulloq

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 24

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blafiið Halldor Asgnmsson hættir í stjornmalum. Bandartska herliðið hverfur á hrott. Sina brénntir á Mýrum. Eiður Smári leikur með knattspyrnustórliðinu Barcelona. Israelski herinn ræðst inn i Lílmuon. Stórfréttir ársins eru fjölbreyttar. Afleiðingar þeirra tnisniunandi. Blaðið leitaði til tiu valinkunnra einstaklinga úr samfélaginu ogfékk þá til að nefna helstu atburði ársins. Brottför hersins stærsta fréttin Að mínu viti eru þrjár fréttir hér innanlands sem standa upp úr. Það er í fyrsta lagi afsögn Hall- dórs Ásgrímssonar sem formanns Framsóknarflokksins og forsætis- ráðherra. Halldór er að minu viti merkilegur stjórnmálamaður sem gerði marga hluti mjög vel, ekki síst í kyrrþey. I annan stað nefni ég átökin um Kárahnjúkavirkjun og ekki síst þátt Ómars Ragnarssonar í því máli. Ómar er að marka djúp og merkileg spor í sögu þjóðarinnar og það er nánast einsdæmi að ein- staklingur geti hrifið þjóð sína með þessum hætti. Síðast en ekki síst nefni ég brottför hersins sem er á allan máta stórfrétt og þegar fram í sækir líklega það sem ársins verður minnst fyrir. Persónulega var þetta gott ár fyrir mig. í mínu starfi var árið merkilegt en við reyndum til þrautar að halda úti fréttastöð frá morgni til kvölds. tókst ekki sem skyldi en eftir stendur sterk fréttastofa sem ætlar sér góða hluti á nýju ári. Ég tók mér ekki nógu mikið frí á árinu sökum anna og náði því ekki að ferðast eins mikið og ég hefði viljað. Við hjónin náðum þó að dvelja með vinum okkar á Spánar- ströndum í tvær vikur og svo endaði árið á því að foreldrar mínir buðu öllum mínum systkinum, þeirra mökum og börnum til Kanaríeyja. i>að var einstaklega góður samfundur og prýðilegur endir á farsælu ári. Það Sólveig Pétursdóttir, Varnarsamningurinn merkastur „Síðasta ár er að mörgu leyti minn- isstætt, ekki síst fyrir mig persónu- lega. í einkalífi gnæfir einn atburður yfir alla aðra en það er fæðing fyrsta barnabarns okkar hjóna. Yngri syni okkar og tengdadóttur fæddist 19. febrúar sl. lítil stúlka sem er alger sólargeisli og mesta yndi afa og ömmu. Ég varð sem sagt amma á árinu og það er merkari atburður en flest annað fyrir mig! Störf Alþingis gengu vel, okkur tókst með góðu samkomulagi allra að skipuleggja þingstörfin þannig að sómi var að. Ég átti þess kost að ferð- ast víða sem forseti Alþingis, m.a. til Indlands, sem er merkilegt land, en minnisstæðust verður þó ferð okkar á slóðir Vestur-Is- lendinga í Kanada í ágúst sl. Ég tók svo þá ákvörðun haust að h æ 11 a afskiptum af stjórnmálum næsta vor. Nýr forsætisráðherra, Geir H. Haarde, sigur í sveitarstjórnarkosn- ingum og gott gengi kvenna þá, nýr borgarstjóri, allt eru það góðar fréttir af Sjálfstæðisflokknum á þessu ári. Brottför varnarliðsins í haust og samningar í kjölfar þess um varnir Islands teljast með merk- ustu atburðum ársins. Annars er mér hin íslenska hvunndagshetja jafnan efst í huga, með gleði sínar og sorgir. Ég vil líka minnast ótrú- legrar björgunar Landhelgisgæsl- unnar á dönskum sjóliðum nú nýverið. Á erlendum vettvangi eru hin dapurlegu stríðsátök mér efst í huga, innrásin í Líbanon sl. sumar og átökin í Irak. Mannkyni ætlar seint að lærast að leysa ágreining sinn með friði." Innrásin í Líbanon Israelsher réðst inn íLíbanon 12. júlíog átti Istríöi við Hizbollah 132 daga, til 14. ágúst. Sænski boltinn Á árinu tók ég þátt í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins og náði þar fjórða sæti eins og ég ætlaði mér og það var mjög gaman. Bæjarstjórnarkosn- ingar I kjölfarið standa upp úr og nú er ég komin í bæjarstjórn sem eru nokkur viðbrigði fyrir mig. Ég spilaði í sænsku deildinni sem var mjög gaman en erfitt þar sem ég flaug alltaf á milli íslands og Sví- þjóðar. Þrátt fyrir mikið álag þá er það einkennilegt að árið er örugg- lega besta árið mitt i fótboltanum, það gekk nánast allt upp inni á vell- inum. Það var líka mjög gaman að hljóta tilnefningu sem besti fram- herjinn í sænska boltanum þar sem sænska deildin er áreiðanlega sú sterkasta I heimi. Það sem stendur upp úr I fréttum í mínum huga eru sveitarstjórnar- kosningarnar í vor. Sjálfstæðisflokk- urinn hélt meirihluta ásamt Fram- sóknarflokknum í Kópavogi og flokkurinn náði Reykjavík aftur. og pólitíkin Hvað varðar erlendar fréttir detta mér helst í hug málaferlin á hendur Saddam Hussein, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann. Árið hefur verið mjög viðburðaríkt og ánægjulegt og það hefur verið mjög mikið að gera á þessu ári. Það er líka margt spennandi framundan en ég hef ákveðið að á nýju ári ætla ég að eiga meiri tíma fyrir sjálfa mig og mína nánustu.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.