blaðið

Ulloq

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 32

blaðið - 30.12.2006, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 30. DESEMBER 2006 blaöiö SIÐASTIPOTTUR ARSINS ’PAÐU Á ENSKA BOLTANN OG ÞÚ GÆTIR DOTTIÐ í SPRENGIPÖTTINN! GLEÐILEGT NÝTT TIPPÁR! \jii tipp"*- ' Ji luruuir ithrottir@bladid.net .. Beckham í Japan Menn geta ferðast þegar þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af þvi að leika of mik- ið með félagsliðum sínum. David Beckham hefur átt erfitt uppdráttar hjá Real Madrid og er þessa dagana í kynningarferð um Asíu. Þessi japanski aðdáandi Beckhams datt í lukkupottinn og fékk tekna af sér mynd með goðinu. Skeytin Alan Pardew hefur tryggt sér undirskrift fyrsta leikmannsins sem hann fær til sín eftir að hafa tekið við stjórn Charlton á aðfangadag. Nýi leikmaðurinn er Zheng Zhi, fyrirliði kinverska landsliðsins, sem verður lánaður til loka keppnistímabilsins með möguleika á að hann verði keypt- ur þá. Zhi getur hvort tveggja leikið í vöm og á miðjunni. Hann er líka mikill markasícorari og setti boltann 21 sinni í net andstæðinga sinna á síðustu leiktíð sinni f Kína. Steve Pressley, fyrmm fyr- irhði Hearts, hefur gengist undir læknisskoðun hjá Charlton. Óvíst er þó hvort hann verður annar maðurinn til að ganga til hðs við Pardew og Charlton þvihannheldurenn HgT opnum möguleikan- A * MhÉ um á að gansa til SLméÉK hðsviðCeltic. Peter Crouch er ekki á leið- inni frá Liverpool til Newc- astle þrátt fyrir orðróm þess efnis segir Glenn Roeder, stjóri liðsins á Tyneside.„Þetta em ein- tómar vangaveltur og það kæmi mér á óvart ef hann yrði leikmað- ur Newcastle,“ sagði Roeder. Þó er ljóst að Roeder verður að styrlga sóknarleik liðsins, Michael 0 wen og Shola Ameobi em meiddir auk þess sem Giuseppi Rossi er á leiðinni aft- ur til Manchester Un- Eftirminnilegustu íþróttaviðburðir ársins 2006: Eiður Smári og Svíagrýlan kvödd ■ Afrek hjá Birgi Leifi ■ Guðjón Valur og Margrét Lára mjög góð Félagaskipti Eiðs Smára Guðjohnsen úr Chelsea til Barcelona og sigur íslenska karlalands- liðsins í handbolta á Svíum eru eftirminnilegustu atburðir síðasta árs að mati íþróttafrétta- manna sem Blaðið hefurfengið til að taka árið saman. Eiður Smári frá Cheisea Arnar Björnsson, íþróttafrétta- stjóri hjá Sýn, segir að félagaskipti BEiðs Smára Guðjohnsen frá Chelsea séu klárlega í 1. sæti: „Það að fá að æfa með Ronaldinho einu sinni hlýtur aðveramjög eftir- minnilegt en að fá að spila með honum í liði, ekki bara einu sinni heldur alltaf, er stórkostlegt." Arnar var ekki einn um þetta val því flestir álitsgjafar Blaðsins nefndu félagaskiptin sem einn eftir- minnilegasta atburð íþróttaársins. Svíagrýlan kveðin í kútinn Svíagrýlan hefur legið eins og mara á íslendingum árum saman. Það kemur því ekki á óvart að mörgum íþrótta- fréttamönnum fannst sigur ís- lendinga á Svíum í undankeppni HM standa upp úr. „Ég dansaði stríðsdans þegar úrslitin lágu fyrir. Alveg magnaður leikur hjá strákunum okkar!“ segir Lovísa Árnadóttir, íþróttafrétta- maður á RÚV. Birgir Leifur kemst inn á Evrópumótaröðina ívar Benediksson hjá Morgun- blaðinu var ánægður með árangur Birgis Leifs Haf- þórssonar kylf- ings sem náði inn á evrópsku atvinnumanna- mótaröðina í golfi. „Loksins náði Birgir Leifur markmiði sínu en hann hefur sýnt sérstaka þrautseigju og úthald til að ná því.“ GuðjónValur ' slærígegn Dagur Sveinn Dagbjartsson hjá DV hreifst af Guðjóni Val Sigurðssyni í Gummersbach: „Hann er að raða inn mörkum í sterkustu deild í heimi og var kosinn bestur af leikmönnum og þjálfurum. Afrek hans í því ljósi er stórkostlegt.“ (jsæs Alfreð tekur við landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson hjá DV segir skipun Alfreðs Gíslasonar sem þjálfara landsliðsins kærkomna: „Hann hefur sannað sig sem einn fremsti þjálf- ari í heimi með árangri sínum í þýsku deildinni. Að fá Guðmund Guðmundsson sem sína hægri hönd var líka sterkur leikur.“ Aðrir atburðir sem einnig fengu atkvæði voru HM í knattspyrnu, síðasta ár Michaels Schumachers í Formúlu 1, árangur Viggós Sig- urðssonar með Flensburg, árangur Margrétar Láru Viðarsdóttur í kvennafótboltanum, Evrópumótið í frjálsum íþróttum, bringuskalli Zid- ane í úrslitaleik HM í Þýskalandi, kaup Eggerts Magnússonar og Björg- ólfs Guðmundssonar á West Ham, sigur Miami Heat í bandarísku NBA-deildinni í körfubolta og loks Norðurlandameistaratitlar Sifjar Pálsdóttur í fimleikum.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.