blaðið


blaðið - 30.01.2007, Qupperneq 4

blaðið - 30.01.2007, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2007 blaöi6 INNLENT HVERAGERÐI SNÆFELLSNES Arekstur á einbreiðri brú Harður árekstur varð á brúnni yfir Hítará á Snæ- fellsvegi um miðjan dag á sunnudag. Tveir bílar sem komu úr gagnstæðri átt rákust þá saman á einbreiðri brúnni. Ekki urðu alvarleg meiðsl á fólki en fernt var í öðrum bílnum og einn í hinum. Þrjár íkveikjur um helgina Slökkviliðið í Hveragerði var þrisvar kallað út á laugardag. Um kvöldmatarleytið var tilkynnt um eld í gróðurhúsi við Þelamörk en þar hafði verið kveikt í dagblaði. Skömmu síðar var tilkynnt um eld í rusli við nýbyggingu og rétt eftir níu var eldur slökktur í stórum ruslagámi á bak við Eden. NORÐVESTURKJÖRDÆMI Tafir á framboðsiista Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur ekki birt framboðslista sinn í Norðvesturkjördæmi og verður það ekki gert fyrr en í fyrsta lagi um næstu helgi að sögn framkvæmdastjóra flokksins. Jón Bjarnason vill leiða listann líkt og síðast. Eftirmál af landsþingi Frjálslyndra: Fylgja fari Margrét Guðrún Ásmundsdóttir, leik- kona og stuðningsmaður Margr- étar Sverrisdóttur, segir að ákveði Margrét að segja sig úr Frjáls- lynda flokknum muni helmingur flokksmanna fylgja henni. Hvert það muni verða sé Margrétar að ákveða. Jafnramt segir hún að borgarstjórnarhópur flokksins sé mjög óánægður með framvindu kosninganna sl. helgi. Magnús Þór Hafsteinsson bar sigurorð af Margréti í slagnum um varaformannsembættið í flokknum um helgina með rúmlega 56 prósent atkvæða og hafa Margrét og stuðningsmenn hennar gagnrýnt framkvæmd kosninganna harðlega. Eru stuðn- ingsmenn Magnúsar, einkum og sér í lagi félagsmenn úr Nýju afli, sakaðir um að hafa keypt atkvæði. Margrét hefur enn ekki gert Ákvörðun væntanleg Margrét Sverrisdóttir mun innan skamms tilkynna ákvörðun um hvort hún hyggst halda áfram aö starfa innan Frjálslynda flokksins. upp hug sinn hvort hún muni verða áfram í flokknum en hún hefur áður sagt að forráðamenn annarra flokka hafi haft sam- band við sig og beðið sig um að taka sæti á lista. Hún segist hins vegar ætla að ráðfæra sig við sína stuðningsmenn áður en hún taki ákvörðun. British Airways a Bretlandi: Verkfalli aflýst Verkfalli starfsmanna breska flugfélagsins British Airways hefur verið aflýst eftir að sam- komulag náðist í langvarandi við- ræðum samningsaðila. Tveggja daga verkfall starfsmanna átti að hefjast í dag og hafði flugfélagið af- lýst rúmlega þúsund flugferðum frá Heathrow og Gatwick-flugvelli í Lundúnum. Flugfélagið mun nú reyna að koma áætluðum flugferðum aftur á eftir fremsta megni þó að reikna megi með einhverri röskun. Tveimur þriggja sólarhringa verkföllum í næsta mánuði hefur einnig verið aflýst. Starfsmenn kjarnorkuvers í Svíþjóð: Unnu ölvaðir Öryggismál í kjarnorkuver- inu Forsmark í Svíþjóð eru harð- lega gagnrýnd í nýrri skýrslu og eru brot starfsmanna sögð vera óásættanleg. 1 skýrslunni segir að þrír starfsmenn hafi unnið undir áhrifum áfengis og að brotin hefðu getað leitt til dauða starfsmanna. Bilun varð í kjarnaofni versins síðasta sumar sem varð til þess að öryggismál kjarnorkuversins voru tekin til skoðunar. Samkvæmt skýrslunni áttu 22 óhöpp sér stað í verinu á síðasta ári. Skýrslunni ! Kjarnorkuver Öryggismál eru í ólestri og harðlega gagnrýnd í nýrri skýrslu. var skilað í október síðastliðnum og hefur verið haldið leyndri þar til nú. ■ Dregið úr reiðinni ■ Þverpólitískt framboð ■ Runnið sitt skeið á enda Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Suðurnesjamenn ræða nú þver- pólitískt sérframboð vegna lélegs gengis í prófkjörum í vetur. Krist- ján Gunnarsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Keflavíkur, segir málið mikið rætt í eldhúsum. „Það er búið að stilla upp á lista yfir kaffibollunum.“ Kristján segir niðurstöður próf- kjaranna hafa valdið mikilli ókyrrð en sú staðreynd að Helga Sigrún Harðardóttir frá Reykjanesbæ skipi nú 3. sæti á lista framsóknar- manna í Suðurkjördæmi og Guðný Hrund Karlsdóttir frá Reykjanesbæ 4. sæti á lista Samfylkingarinnar hafi dregið úr reiðinnni. Það er mat Kristjáns að þrátt fyrir mikla um- ræðu um sérframboð muni menn stíga varlega til jarðar. „Menn eru með bitra reynslu." Þverpólitískur hópur Jón Gunnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sem gaf kost á sér í 1. sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi en lenti í 5. sæti, segir oftast einhvern fót fyrir flugusögunum. „Menn hafa verið að tala um þetta þverpólitískt vegna þess að niður- staðan hefur verið eins hjá öllum. Það væri undarlegt ef umræðan hefði ekki farið af stað en til hvers hún leiðir er eitthvað sem á eftir að koma í ljós. Það er ekkert meira að segja um þetta á þessu stigi,“ segir Jón sem að loknu prófkjöri ákvað að gefa ekki kost á sér til uppstillingar fyrir neðan 5. sæti fyrir alþingiskosn- ingar í vor en hann hefði færst niður um eitt sæti vegna kynjakvóta. Engin breiðfylking Hjálmar Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, sem ákvað að hætta í stjórnmálum þar sem hann hlaut ekki 1. sæti í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi, kveðst hafa heyrt raddir um sérframboð Suðurnesjamanna. „En ef það væri hér einhver breið- fylking um það væri maður búinn að verða var við þá öldu. Þetta er kannski eitthvað sem kemur upp í kjölfar prófkjara þar sem Suður- nesjamenn höfðu tækifæri til að sýna samstöðu sína, mátt og megin sem þeir gerðu hins vegar ekki. Þar að auki tel ég að eftir að kjördæmin voru stækkuð hafi raunhæfur mögu- leiki á sérframboðum runnið sitt skeið á enda.” + ÞAÐÁ AÐ BURSTA TENNURNAR TVISVAR Á DAG! Lágmúli - Smáratorg - Laugavegur ■ Smáfalind ■ Spöngin - Garðatorg • Setberg ■ Keflavík • Grindavik • Selfoss •• Laugarás Borgarnes - Stykkishólmur • Grundarfj'örður Búðardalur - Isafjörður - Boiungarvik - PatreksFjörður - Sauðárkrókur Blönduós - Hvammstangi - Skagaströnd • Húsavík - Kópasker Raufarhöfn - Pórshöfn - Egilsstaöir - Seyðísfjörður Fáskrúðsfjörður - Höfn - Neskaupotaður • Reyðarfjörður - Eskífjörður LYFJA WWW.lyfja.is ámS - Lrfið heil Vinsæl vetrarfrí íslendinga: Þúsundir á skíðum í Ölpunum „Það er eiginlega uppselt. Það eru örfá sæti laus í lokaferðina," segir Þorvaldur Sverrisson, markaðs- stjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals- Útsýnar sem býður um 3.000 sæti í skipulagðar skíðaferðir til Ítalíu og Austurríkis ívetur. Þorvaldur segir að um stækkandi markað sé að ræða. „Við fjölgum sætum eins og við getum. Þetta er líklega góðæriseinkenni. Fólk er farið að fara oftar utan og er skemur í einu auk þess sem það er kannski búið að gefast upp á snjóleysinu í Bláfjöllum." Þorvaldur getur þess einnig að sífellt fleiri kaupi sér flug- sæti og fari síðan á eigin vegum á einhvern skíðastað í Ölpunum. Lilja Hilmarsdóttir, deildarstjóri hjá Express Ferðum, segir 150 til 200 manns fara í skipulagðar ferðir til Sviss og Austurríkis á vegum ferða- skrifstofunnar. „Þar að auki teljum við að 99 prósent þeirra 900 sem keypt hafa flugsæti til Friedrichs- hafen séu gagngert að fara á skíði.“ Hjá Heimsferðum er boðið upp á 1.100 sæti til skíðasvæða í Austur- ríki. „Það er laust í einstaka ferðir í lok tímabilsins," segir Þyri Gunnars- dóttir sölustjóri.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.