blaðið


blaðið - 30.01.2007, Qupperneq 10

blaðið - 30.01.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANUAR 2007 blaöiö NÍGERÍA Frelsuðu leiðtoga úr fangelsi UTAN ÚR HEIMI Einn maður lést þegar fimmtíu meðlimir uppreisnarhóps í Nígeríu réðust inn í fangelsi í Port Harcourt á sunnudaginn og frelsuðu Sobomabo George, leiðtoga frelsishreyfingar í landinu. Ofbeldi hefur aukist á olíuríkum svæðum í aðdrag- anda kosninga sem fram fara í apríl næstkomandi. SPÁNN Laug til um aldur sinn Spánverjinn Carmela Bousada segir í viðtali við spænska fjölmiðla að hún hafi logið til um aldur sinn til að fá aðstoð við að verða þunguð. Hún sagði læknum að hún væri 55 ára þegar hún var í raun 66 ára gömul. Bousada fæddi tvíbura í lok síðasta árs, elst mæðra. Fogh ákærður vegna Íraksstríðs Tæplega þrjátíu danskir borgarar hafa kært Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, fyrir að hafa brotið stjórnarskrá landsins þegar hann sendi hermenn til íraks á röngum forsendum og án sam- þykkis Sameinuðu þjóðanna. vo«ait Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á íslandi af smáum og stórum vogum Hufðu sumbund Síöuniúla 13, simi 588 2122 www.eltak.is Falleg - sterk - náttúruleg Suöurlandsbraut 10 ^ Si Síml 533 5800 V STROND www.slmnet.is/strond < eht. Kína: Missti fornan spegil í beinni Fyrirsæta missti 2.500 ára fornan spegil óvart úr höndum sínum þannig að hann brotnaði í beinni sjónvarpsútsendingu í kín- versku sjónvarpi. Spegillinn var um sjötíu milljóna króna virði. Eigandi spegilsins sat á fremsta bekk í sjónvarpssalnum þegar hann sá verðmætasta speg- il sinn falla í gólfið, en hann á um þúsund spegla safn. Þáttastjórn- andinn stöðvaði útsendingu um leið og spegillinn fór í gólfið. Bandaríkin: Shawn rændi með Devlin Shawn Hornbeck, strákurinn sem var í haldi mannræningjans Michael Devlin í rúmlega fjögur ár, aðstoðaði Devlin að ræna hinum ellefu ára Ben Ownby þann8.janúar síðastliðinn. Lögregla fannbæði Shawn og Ben á heimili Devlins fjórum dögum síðar. í fjölmiðlum vestanhafs er nú sagt frá því að Shawn hafi rifið Ben upp í pallbíl, sem Delvin keyrði, þegar Ben var á gangi skammt frá heimili sínu í St. Louis. Málið hafúr vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Jeppadekk ;' ;^ja lyyiranor 3-112 Reykjavik • Sími 567 4468 dekk@gummisteypa.il • www.gummisteypa.is GENERAL TIRE G5, 'tM:. íséí '4 Landspítalinn Landspítali - háskólasjúkra- hús býr við þröngan húsakost við Hringbraut. Landspítalinn við Hringbraut glímir við þrengsli: Leysa vandann með gámum ■ Gámarnir nýttir Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Við erum í töluverðum þrengslum á Hringbrautinni og verðum að þrauka fram að því að nýi spítalinn rís. Við höfum áhyggjur af þessu og höfum verið að leita lausna fyrir göngudeildir og skrifstofuaðstöðu. Sú ákvörðun liggur fyrir að not- ast við gáma til að leysa vandann," segir Aðalsteinn Pálsson, sviðs- stjóri byggingarsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Húsnæðisvandi blasir við stjórn- endum Landspitala - háskólasjúkra- húss sem þarf að finna lausnir þar til starfsemi getur hafist í nýjum spítala. Áætlun gerir ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 2009 og starf- semi geti hafist þar 2014. Tekin hefur verið ákvörðun um að koma nokkrum gámum fyrir norðan við aðalbygginguna sem innrétt- aðir verða sem skrifstofur fyrir starfsfólk. Hefur ekki trú á gámum Friðbjörn Sigurðsson, formaður læknaráðs, segir vandann grafalvar- legan og að hann blasi við næsta ára- tuginn. Hann segist ekki hafa trú á því að gámar leysi vandann. „Við höfum gríðarlegar áhyggjur af þessu. Húsnæðið er algjörlega undir skrifstofur ■ Vaxandi vandi framundan sprungið og það á eftir að versna jafnt og þétt. Ég get ekki ímyndað mér að gámar leysi neinn vanda,“ segir Friðbjörn. „Það kemur ekki til greina að byggja til bráðabirgða og kofar leysa ekki mikið. Heilsuvernd- arstöðin við Barónsstíg er hins vegar gráupplögð til að leysa þennan vanda og við munum þrýsta á fjár- málaráðherra að veita heimild til að leigja eða kaupa hana.“ Tvö skref framundan Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneyt- isstjóri heilbrigðisráðuneytisins, segir húsnæðisvanda spítalans ekki nýtilkominn. Hann segir tvö mikil- væg skref verða tekin á næstunni til að bæta úr. „Við erum annars vegar búin að taka á leigu nýtt húsnæði fyrir Blóðbankann og þá losnar um húsnæði fyrir spítalann. Hins vegar liggur fyrir stækkun barna- og ung- lingageðdeildarinnar,“ segir Davíð. „Við leggjum allt kapp á að byggja upp nýbyggingu spítalans. Ég man ekki eftir spítalanum öðruvísi en í húsnæðisþrengingum og sá vandi er erfiður. Nýbyggingin er stóra skrefið og fram að því er vonast til þess að hægt sé að bíða með önnur skref.“ Fá ekki Heilsuverndarstöðina Aðalsteinn bendir á að beiðni spítalans um að fá Heilsuverndar- Við leggjum alltkappáað byggja upp nýbyggingu spítalans DaviöÁ. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri Verðum að þrauka fram að þvíað nýi spítalinn rís Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingarsviðs stöðina við Barónsstíg til afnota hafi verið hafnað. Hann segir hana geta leyst bráðabirgðavanda spítalans. „Á sínum tíma sóttumst við eftir því að fá Heilsuverndarstöðina og buðum aðrar eignir spítalans í staðinn. Þannig hefðum við getað þjappað starfseminni saman og nú er komin hreyfing á það mál að nýju,“ segir Aðalsteinn. Aðspurður segir Davíð útséð um að Heilsuverndarstöðin verði tekin á leigu. „Ég hef ekki heyrt af þeirri hugmynd að taka á leigu gáma undir starfsemina og þekki ekki þá umræðu. Ekkert erindi þess efnis hefur borist til ráðuneytisins en það er hins vegar ljóst að Heilsuverndar- stöðin kemur ekki til greina."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.