blaðið - 30.01.2007, Page 23

blaðið - 30.01.2007, Page 23
blaöið Ferðast með börn Þau allra yngstu eiga oft erfitt með að sitja róleg í löngum flugferðum og því er nauðsynlegt að skipuleggja sig vel og hafa leikföng, bækur og annað slíkt meðferðis sem getur gert langa flugferð rólegri, skemmtilegri og fljótari að líða. Takið uppáhaldsleikföngin með, nokkrar bækur og leyfið barninu jafnvel að velja sér eitthvað í fríhöfninni áður en ferðalagið hefst. ferðir ferdir@bladid.net Námskeið á Tenerife Nýjar og betri konur Bjargey Aðalsteinsdóttir íþróttafræðingur hef- ur um nokkurt skeið staðið fyrir sjálfsrækt- arnámskeiðum fyrir konur og pör en námskeiðin eru haldin á sólríkum og hlýjum stöð- um erlendis. Hún er nú á leiðinni til Tenerife þar sem hún stendur fyrir nám- skeiði fyrir konur sem hefur yfir- skriftina Ný og betri kona. Nám- skeiðið er skipulagt í samvinnu við Sumarferðir. Sjálfsrækt og sólarböð „Þetta námskeið er einungis ætl- að konum, eins og nafnið gefur til kynna og það byggir á áralangri reynslu og fræðum Dale Carnegie. Markmið námskeiðsins er meðal annars að efla sjálfstraust, tjáning- arhæfileika og leiðtogahæfileika þátttakenda,” segir Bjargey og bætir við að einnig séu kenndar að- ferðir til að ná stjórn á áhyggjum, streitu og kvíða. „Það er mjög gott að komast í burtu og ná að einbeita sér að sjálfum sér. Námskeiðin sem eru vikulöng eru þannig uppbyggð að það eru fyrirlestrar á morgnana og fyrri parts dags og síðan er hægt að fara i skoðunarferðir og baða sig í sólinni það sem eftir lifir dags. Þannig að þetta er líka frí og ég get staðfest að konurnar eiga eftir að koma endurnærðar til baka, nýjar og betri konur,“ segir Bjargey. Góður andi og ekkert sem truflar Þetta er í níunda skiptið sem Bjargey heldur námskeið á hlýjum og sólríkum stöðum en það var ár- ið 2005 sem hún stóð fyrir fyrsta námskeiðinu. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í mag- anum nokkuð lengi og ákvað að láta slag standa. Námskeiðin sem ég hef hald- ið hafa verið mismunandi uppbyggð, bæði fyrir konur ein- göngu en síðan hef ég líka hald- Bjargey Aðal- ið námskeið steinsdóttir fyrir pör. Það er íþróttafræð- mjög gaman að ingur komast í burtu og ná að ein- blína á sjálfan sig þar sem ekkert úr daglega lífinu er til staðar til að trufla," segir Bjargey og bætir við að góður andi myndistlíka alltaf í hópnum og konurnar hittist áfram þegar heim er komið. Jóga á ströndinni Næsta námskeið sem Bjargey stendur fyrir heitir Nýr og betri lífs- stíll og það verður haldið á Tenerife í april. „Það er námskeið þar sem ein- blínt er á huga og líkama og hjálpar konum til að koma sér af stað i hreyf- ingu og brjótast úr viðjum vanans,“ segir Bjargey en námskeiðið kennir hún í samvinnu við Sóleyju Jóhanns- dóttur danskennara. „Þá förum við í jóga á ströndinni í morgunsárið og slökum á í nuddi. Síðan verðum við með ýmsa spenn- andi fyrirlestra, meðal annars um að setja sér markmið og allskonar fræðslu tengda heilsunni þannig að konurnar ættu að koma heim endurnærðar og tilbúnar í að taka heilsuna föstum tökum.” Fjölbreytt og skemmtileg námskeið sem hefjast í byrjun febrúar Hér eru nokkur dæmi um frábær námskeið sem tilvalið er að skrá sig á í skammdeginu Tölvan — þértíl ánægju 14st. ívar Páll Bjartmarsson Þri.ogfi. kl. 18:30-21:00 (4 skipti frá 6. febrúar) Verð: 17.300 kr. Bætt samskipti og betri líðan 4 st. Björn Hafberg Þri. kl. 18-21 (1 skipti, 6. febrúar) Verð: 4.500 kr. Lærðu á GPS-tækið þitt 8 st. Gunnar Kr. Björgvinsson Má. og mi. kl. 19-22 (2 skipti, 12. og 14. febrúar) Verð: 9.900 kr. Lífsstíll og markmiðasetning 4 st. Björn Hafberg Þri. kl. 18-21 (1 skipti, 13. febrúar) Verð: 4.500 kr. Símsvörun á ensku 3 st. Zoé Robert Þri. kl. 16:30-18:30 (1 skipti, 13. febrúar) Verð: 4.100 kr. Berlín - Borgin heillandi 5 st. Bryndís Tómasdóttir Fi. kl. 20-21:55 (2 skipti, 15. og 22. febrúar) Verð: 5.400 kr. Mjög athyglísvert námskeið sem fjallar um breytingarnar sem eiga sér stað í íslensku samfélagi í dag: Innflytjendur- Nýr mannauður í íslensku samfélagi 12 st. Leiðbeinandi er Hallfríður Þórarinsdóttir, doktorí mannfræði Mánudögum kl. 19-21:55 (3 vikur frá 12. febrúar) Verð: 12.900 kr. Itl MIMIR símenntun Skeifunni 8 * Innritun í síma 580 1808 www.mimir.is ■öiH | I i =1 y * I P Pantað á Netinu Til þess að fá góða en ódýra gist- ingu á hótelum erlendis er ýmislegt hægt að gera. Á Netinu eru ótal síð- ur sem hægt er að bóka gistingu í gegnum og á síðum eins og www. booking.com, www.hotelinformati- on.com, www.bookit.com og www. hotels.com er hægt að fá gistingu víðs vegar um heiminn á góðum kjörum. Þeir sem treysta sér ekki til þess að panta í gegnum Netið ættu að fá upplýsingar hjá ferða- skrifstofum um bestu kjörin á áfangastöðum og fylgjast vel með tilboðum sem eru í gangi hverju sinni. Jeppadeklcin frá Vinsælustu 38” dekkin á markaðnum í dag Fjallasport p4x4 speclalist" Viðarhöföa 6 - Sími 577 4444 Radíal-dekk, Sidebiters® til varnar og bætir grip 38x15,5R15 • Gróft snjómynstur • Sterkar 3ja laga hliðar • 6 laga sóli, sérlega sterkur • Nákvæm framleiðsla • Langur endingartími • 'Standast mjög vel mál, • I Leggjast einstaklega Ivel við úrhleypingu, • | Mjög hljóðlát.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.