blaðið - 30.01.2007, Side 29

blaðið - 30.01.2007, Side 29
blaðið ÞRIÐJDAGUR 30. JANÚAR 2007 37 Clooney ekki með Anderson Leikarinn George Clooney neitar því aö eiga í ástarsambandi við Baðstrandarstúlkuna Pamelu Anderson en sögur ganga fjöllum hærra um að þau hafi látið vel hvort að öðru á veitingastað í Hollywood. Þar var Anderson sögð hafa setið í fangi Clooneys og þau skemmt sér konunglega. Clooney segir söguna vera uppsguna og segist ekki hafa séð hana í sjö ár eöa síðan þau unnu saman. Vísindakirkjan hindrun Leikkonan Katie Holmes sem er hvað best þekkt sem eigin- kona leikarans Toms Cruise hafn- aði nýlega tilboði upp á margar milljónir fyrir að leika í framhald- inu af kvikmyndinni Batman Beg- ins. Búist var við því að leikkonan myndi ásamt Christian Bale taka að sér hlutverk i kvikmyndinni Batman: The Dark Knight en hún hætti við á síðustu stundu. Þrátt fyrir að Holmes hafi boðist ýmis hlutverk í kjölfar þess að vera orðin frú Cruise halda fjölmiðlar ytra því fram að kvikmyndaverin hafi haldið að sér höndunum og verið feimin við að ráða hana. Ástæðan er einna helst talin vera sú að Holmes er meðlimur í Vísindakirkjunni líkt og eig- inmaður hennar sem er talinn aðeins of fylgispakur við stefnu kirkjunnar sem truflar marga. helgin?. Var á kafi um helgina „Það var alveg brjálað að gera hjá mér um helgina. Ég var að sýna Footlose á föstudag og laugardag og svo var árshátíð hjá 365 á föstudagskvöldið," segir Halla Vilhjálmsdóttir leik- kona. „Svo var lokasýning á Footlose á sunnudaginn með lokapartíi og öllu en við erum búin að vera með sýninguna frá því í júní oa það er rosa tómlegt að hætta. Eg grenjaði eiginlega í gegnum alla sýninguna." Glöggir áhorfendur hafa lík- lega tekið eftir Höllu á skjánum en hún kynnir X-factor um þessar mundir. „X-factor fór í loftið á föstudagskvöldið í þeinni útsendingu og það var rosa stuð þó að ýmislegt hafi komið upp á. Við vorum til dæmis rafmagns- laus alveg í tvo tíma yfir daginn þannig að við náðum ekki að æfa neitt og handritinu var breytt alveg á síðustu stundu. Það gekk bara allt á afturfót- unum út af þessum tæknilegu klikkum og ég hljóp inn á svið 20 sekúndum fyrir útsendingu, þá var ég ekki einu sinni búin að fara almennilega í förðun eða neitt. Þetta var ótrúlegt og ég var eiginlega bara mjög hissa þegar þetta hófst svo allt saman. Annars voru keppendur bara rólegir yfir þessu öllu. Það voru líka alveg nokkur klúður hjá þeim en þetta var ekkert sem fólk var að taka eftir og þau voru ótrúlega dugleg að redda sér. Svo hlógum við bara að þessu og fórum á árshátíð hjá 365.“ Aðspurð um hvað sé næst á dagskrá segist Halla ætla að ein- beita sér að X-factor í bili. „Ég er búin að segja nei við öðru [ bili en það er þó eitt tilboð sem ég er mjög spennt fyrir en get ekki sagt frá núna. Svo er ég bara í skýjunum yfir því að eiga afmæli á morgun en þá er ég orðin 25 ára gömul, loksins fullorðin og ætla að njóta dagsins." --------------- Nýtt á íslandi Fíkniefnapróf íslenskur leiðarvísir niðurstöður eftir 5 mínútur TtlGEÖN'w6ftR ft; ^nnðfcis .......... ■n.iDCTBsy'Dfj ton'iOO'S modln\og^ab® ILGRöNiNGAR A efNapR°f Port farma Fæst í öllum helstu lyfjaverslunum, verslunum 10/11,11-11, Hagkaupa, Esso og Olís

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.