blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 12
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. SigurðurG.Guðjónsson Trausti Hafliðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Umhverfis- og virkjanamál Umhverfismál eru orðin fslendingum mjög hugleikin nú á síðari árum, svo mjög reyndar að alveg er óhætt að tala um vakningu í þeim efnum. Vinstri grænir, sá stjórnmálaflokkur sem lætur umhverfismál sig mestu varða, hefur aldrei notið meiri vinsælda og grasrótarhreyfingar sem hafa það eina markmið að vekja athygli á og þrýsta á um breytta stefnu í umhverf- ismálum spretta upp víða um land. Nægir þar að nefna Framtíðarlandið, Sól í Straumi, Sól á Suðurnesjum og Sól á Suðurlandi. f síðustu viku felldu félagsmenn í Framtíðarlandinu tillögu um að bjóða fram til Alþingis í vor. Það var líkast til farsæft skref því stjórnmálaflokkar sem leggja ofuráherslu á eitt málefni og hafa ekki stefnu í öðrum málum eiga takmarkað erindi á Alþingi. Það eru nefnilega mörg önnur mál sem brenna á samfélaginu eins og efnahagsmál, menntamál, málefni eldri borg- ara, félagsmál og svo mætti lengi telja. Þó efast megi um réttmæti svokallaðra eins-málefnis stjórnmálaflokka þá er jákvætt þegar borgarar fandsins taka sig saman í þeim tilgangi að veita stjórnvöldum aðhafd. Það er jákvætt þegar fólk binst samtökum til þess að knýja stjórnvöld um rök fyrir stórum ákvörðunum eins og virkjanafram- kvæmdum, byggingu álvera og lagningu vega. í dag dugar ekki fyrir stjórn- málamenn að benda á hagkvæmniútreikninga í Excel-skjölum máli sínu til stuðnings því það eru önnur mál sem skipta orðið afveg jafnmiklu máli - umhverfismál. Um helgina bárust fregnir af fundi í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Það voru Náttúruverndarsamtök Suðurlands og Sól á Suðurlandi-sem stóðu fyrir fundinum en á honum var virkjanaáformum Landsvirkjunar í Neðri-Þjórsá mótmælt. Landsvirkjun stefnir að því að byggja þrjár virkj- anir á svæðinu; Urriðafossvirkjun, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun. Þess ber að geta að Skipulagsstofnun hefur þegar fallist á framkvæmdirnar en úrskurðir vegna mats á umhverfisáhrifum þeirra voru birtir fyrir næstum þremur árum. Þá hefur Landsvirkjun þegar boðið út hönnun virkjananna en það gerði hún skömmu fyrir síðustu áramót. I ályktun sem var samþykkt á fundinum í Árnesi var skorað á sveitarfé- lögin fjögur sem hafa með málið að gera að veita fyrirhuguðum virkjunum ekki brautargengi. Spurningin sem vaknar nú er hvort það sé ekki einfald- lega of seint. Þá virðist sem sveitarstjórnarmenn í þessum sveitarfélögum, Rangárþingi ytra, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Ásahreppi og Flóahreppi, séu flestir alls ekki á þeirri skoðun að hætta við virkjanagerðina. „Helsti gallinn við þennan fund var að meirihluti fundarmanna var aðkomufólk og niðurstaðan lýsir ekkert viðhorfum heimamanna sem mig grunar að séu almennt jákvæð,“ segir Gunnar Örn Marteinsson, oddviti Skeiða- og Gnúp- verjahrepps, í Blaðinu í dag. Þá vaknar önnur spurning, er það endilega sjálf- gefið að ákvarðanir um virkjanamál eigi að vera í höndum heimamanna líkt og formaður Framsóknarflokksins hefur sagt? Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@biadid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Jeppadekkin frá 38x15,5R15 38" MTZ dekkin komin aftur Viðarhöfða 6 - Sími 577 4444 12 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaðið ..,gVó>ÍA/ &>Vo\ÍR TzL(&b(/ftJ MjW- VÚ TzTtr EKK'/ /tL&Jó'Hr k-á \>ú 8?±yzr EKkj K*UR0iFL T-’Y'-rjR- e)TtA VirrJi j BAliG^ÍUNU. Stöngin inn á Sprotaþingi Ný menntastefna sem byggist á frelsi í stað miðstýringar er inntakið í nýrri skólapólitík Samfylkingar- innar. Ný stefna og aukin framlög til menntamála. Það verða leiðarljósin fyrir menntasókn Samfylkingar- innar í vor. Þá tekur vonandi við ný ríkisstjórn jafnaðarmanna af þeirri hægrisinnuðu íhaldsstjórn sem hefur byggt upp samfélag okurs og ójöfnuðar síðustu tólf árin. Okkur gefst alla vega einstakt tæki- færi til breytinga. Það tækifæri er núna í vor. Kjósum íhaldið og okrið í burtu á einu bretti. Á sama tíma hafa sprotarnir ekki verið gróðursettir. Lítill metnaður er í menntamálum og fjandsamlegt viðmót í garð nýsköpunar- og sprota- geirans. Stóriðjunni allt er inntakið í atvinnupólitík hægri flokkanna. En nú eru að hefjast nýir tímar og kom það einstaklega skýrt fram á dögunum. Þrjú - núll á Sprotaþingi Nýlega héldu Samtök iðnaðarins og Samtök sprotafyrirtækja svokallað Sprotaþing. Það var þannig byggt upp í þetta skiptið að þingflokkum stjórnmálaflokkanna var boðið að koma með þrjú þingmál sem miðuðu að uppbyggingu hátækniiðnaðar- ins. Fá á þau mál gagnrýni og breyt- ingartillögur inni á þinginu og loks atkvæðagreiðslu þingsins um hvaða tillögur þættu bestar. Samtals mættu þingflokkarnir með 13 þingmál til að leggja í dóm Sprotaþings og fyrir hönd okkar jafnaðarmanna voru þau Ágúst Ól- afur, Katrín Júlíusdóttir og Dofri Her- mannsson á þinginu og kynntu til- lögur sem unnið hefur verið að innan þingflokksins í vetur. Þetta reyndist hin vaskasta sigursveit. Samfylkingin hefði getað mætt með mikinn fjölda vel undirbúinna tillagna því um skeið hefur flokk- urinn unnið mikla vinnu í að finna leiðir til að styrkja nýja atvinnulífið. Samfylkingin var þess vegna búin að setja saman stóra tillögu um hátækni- áratuginn - verkefni til næstu 10 ára þar sem markvisst væri unnið að því að búa hátækni- og þekkingariðnað- inum góð vaxtarskilyrði. Samfylkingin mætti til leiks með þrjár tillögur alls. Tvær varðandi há- tækniáratuginn og heildartillöguna til að sýna að við vitum að hér þarf að taka á málum með heildstæðum Viðhorf Björgvin G. Sigurðsson hætti. Mat þeirra tæplega 200 gesta Sprotaþingsins á því hvaða þrjár til- lögur væru bestar voru eftirfarandi: Tillaga Samfylkingarinnar um að stórefla Rannsóknar- og tækniþróunarsjóð Tillaga Samfylkingarinnar um að koma upp endurgreiðslukerfi á R&D-kostnaði Tillaga Samfylkingarinnar um hátækniáratuginn Þrjú núll fyrir Samfylkinguna. Samfylkingin sýndi með þessum tillögum að við höfum lagt mikla vinnu í að finna leiðir til að búa nýja atvinnulífinu sem best skilyrði. Ófriður á hægri kantinum Það vantar ekki spennuna eða kosn- ingamálin fyrir vorið. Útlitið er erfitt fyrir Sjálfstæðisflokkinn t.d. þó að lítið sé um það rætt. Fylgi flokksins er lágt í könnunum en alþekkt er að 37% í könnunum er ávísun á fylgi upp á ca. 32% hjá íhaldinu. Alltaf ofmælt í könnunum rétt eins og áhrifamáttur þess í íslenskri pólitík hefur alltaf verið ofmetinn mjög. Þá er ekki friðvænlegt á hægri kantinum. Klofningur Frjálslyndra boðar nýtt afl hægra megin við miðju; hægri græna væntanlega. Það framboð mun ef þokkalega til tekst taka nokkur dýrmæt prósent af Sjálfstæðisflokki. Samfylkingin mun koma á óvart í vor. Núverandi kannanir eru að mínu mati ekki vísbendingar um það sem í vændum er í vor. Við jafnaðarmenn verðum í fínum málum og verðum á svipuðum slóðum og fyrir fjórum árum, í kringum þriðjungsfylgi. Góð og skilvirk stefnumótunar- vinna, öflug forysta og fínir framboð- listar strika undir þessa skoðun mína. Ingibjörg Sólrún og Ágúst Ólafur hafa staðið sig vel í þeirri umhleyp- ingasömu stjórnmálatíð sem vont gengi í könnunum er. Þau hafa staðið það vel af sér og haldið prýðisvel á málum sem samstillt forysta flokks- ins. Mjög vel heppnuð fundaferð Ingi- bjargar Sólrúnar um byggðamál und- anfarnar vikur undirstrikar það. Einsog kempan Jóhanna Sigurð- ardóttir dró skýrt fram í Silfri Egils í byrjun febrúar: Við munum vinna í vor. Þar fór hún á kostum og hélt málstað okkar glæsilega fram og sló á allt svartagallsrausið í ótrúlegasta fólki sem fýkur nú af hjörunum þó það komi nokkrar vondar kannanir. Áfram svona. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Klippt & skoríð Veldi„gömlu"olíufélagannaferminnkandi og fyrir stuttu ákváðu Ríkiskaup að kaupa sitt eldsneyti fyrir Landhelgisgæsluna næstu tvö árin frá Atlantsolíu. I Hingað til hafa Esso, Skeljungur j og Olís skipst á um hnossið. Framkvæmdastjóri Atlantsolíu telur áfangann sýna og sanna að M samkeppni sé loks að þrífast á eldsneytismarkaðl hér á landi. Er það vel en furðu vekur að olíufé- lögin öll, Atlantsolía meðtalin, hafa veriö afar sam- stiga í verðhækkunum á bensíni og dísilolíu til bíl- eigenda undanfarna mánuði og hvergi lengurað sjá fyrirvaralausar verðbreytingar eins og raunin varfyrst þegar Atlantsolía hóf starfsemi sína. Víst lækkar félagið reglulega verð sín á stöku stöðum en það hefur að mestu verið tii jafns við önnur fé- lög og aðrar lágverðsstöðvar um langt skeið. Tímasetning nýs átaks Lýðheilsustöðvar og Landssambands smábátaeigenda sem ber heitið „Borðum meiri fisk" gæti verið betri. Ekki aðeins er fiskverð almennt á fslandi í sögulegu hámarki heldur birti önnur ríkisstofnun þremur dögum fyrr niðurstöður úr eftirlitsverkefni um örveruástand í fiskafurðum. Voru niðurstöðurnar dapurlegar enda kom í Ijós að vel yfir helmingur þeirra fiskafurða sem rann- sakaðar voru reyndist ekki standast við- miðunarmörk. Var í öllum tilvikum um unninn fisk að ræða en annað er ekki í boði fyrir nútímafólk þar sem ekki er lengur hægt að kaupa ferskan fisk af smábátaeigendum við höfnina eins og víða var hægt áðurfyrr. Stutt er síðan Þorgerður Katrín menntamálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra öskr- uðu sig hásar með íslenska landsliðinu í handbolta í Þýska- landi og nú berast fréttir af Guðna Ágústssyni landbún- aðarráðherra með uppistand á Klörubar á Kanaríeyjum. Sé ætlunin að næla sér í atkvæði í Ijósi hrapallegra niðurstaðna Framsóknarflokksins í síðustu könnunum þykir klippara langt seilst. Hitt vekur og at- hygli að ráðherrar virðast ekki víla fyrir sér að fara einkaferðir erlendis þó Alþingi sé í fullum gangi. Kannski eru sumar- og vetrar- fríin ekki nógu löng? albert@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.