blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaöiö TT Hreiðar Eiríksson, BA í lögfræði, fiytur í dag erindi um hernaðarí- hlutun af mannúðarástæðum á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri. Erindið hefst klukkan 12 í stofu L201 Sólborg v/Norðurslóð. Pan's Labyrinth eftir Guillermo Del Toro sem sýnd er um þessar mundir í Græna Ijósinu. Snilldarlegt ævintýri fyrir fullorðna. menning@bladid.net Terem- kvartettinn í Salnum Rússneski Terem-kvartettinn heldur tónleika í Salnum ( Kópavogi fimmtudagskvöldið 15. febrúar. Piltarnir eru þegar orðnir átrúnaðargoð í heimalandi sínu en þessi fjörugi og lífsglaði kvartett hefur unnið til fjölda við- urkenninga, fengið persónulega blessun páfa og móður Theresu, auk þess að hafa hlotið nafnbót- ina þjóðargersemi Rússlands hjá gagnrýnendum. Terem-kvartettinn kom fyrst fram á fslandi á rússneskri menningar- hátíð í Kópavogi í október 2005 og sló þá eftirminnilega í gegn. Þeir nutu dvalarinnar hér og vildu gjarnan koma á ný í Salinn og leika fyrir (slendinga. Að þessu sinni óskuðu þeir eftir að fá Diddú í lið með sér og nú eru þessir tónleikar að verða að veruleika. Terem og Diddú halda aðeins þessa einu tónleika í TÍBRÁ, tón- leikaröðinni í Salnum. Pjóðleikhúsið á bak við blæju Þjóðleikhúsið æfir nú af fullum krafti leikritið Hálsfesti Helenu eftir margverðlaunaðan kanad- ískan höfund, Carole Fréchette. Verkið gerist á okkar tímum fyrir botni Miðjarðarhafs og er í stuttu máli stefnumót okkar vestrænu viðhorfa við þau austrænu, séð með augum aðalpersónunnar He- lenu sem kemur úr norðri. Verkið var frumflutt í Damaskus í Sýr- landi árið 2002 þar sem líþanskur leikstjóri, Nabil El Azan, setti það á svið en hann er giftur íslenskri konu, Ragnheiði Ásgeirsdóttur leikhúsfræðingi. Aðalhlutverkið, Helenu, leikur ein af okkar allra norrænustu leik- konum, Edda Arnljótsdóttir. og leikstjóri er María Sigurðardóttir. Carmina flytur Requiem Kammerkórinn Carmina mun flytja Requiem eða Sálumessu eftir spænska endurreisnartón- skáldið Tomás Luis de Victoria í fyrsta sinn á íslandi á tónleikum ( Kristskirkju í mars næstkomandi. Victoria var fremsta tónskáld Spánverja á 16. öld og sálu- messan þykir hans merkasta verk. Hún var samin við andlát Maríu keisaraynju Spánar árið 1603, en Victoria hafði verið hirðtónskáld hennar um áratuga skeið. Kórinn vakti mikla athygli þegar hann söng ásamt breska söng- hópnum The Tallis Scholars á tón- leikum í Langholtskirkju fyrir rúmu ári. Tónleikarnir í Kristskirkju verða 17. og 18. mars og hefjast klukkan 16 báða dagana. Tónskáldið Háskótakór- inn flytur Hrafnamál eftir Hreiðar Inga á morgun. Mynd/Frikki\ Þjóðlegt Broadwaystykki áskólatónleikar eru löngu orðnir að föst- um lið í menningar- lífi borgarinnar og sí- fellt fleiri sem nýta sér það að setjast niður í hádeginu og næra andann á fögrum tónum. A tónleikunum á morgun verða ung tónskáld í aðalhlutverki og mun Háskólakórinn flytja verk eftir þau Egil Guðmundsson, Mamiko Dís Ragnarsdóttur, Pál Ragnar Pálsson, Hafdísi Bjarnadóttur og Hreiðar Inga Þorsteinsson sem öll stunda nám við Listaháskóla íslands. Hreiðar Ingi Þorsteinsson hefur árum saman fengist við tónlist þó ungur sé að árum. Hann hefur lært söng, kórstjórn og er nú að ljúka námi frá tónsmíðadeild Listahá- skólans. „Kórinn flytur eftir mig stutt verk sem nefnist Hrafnamál og var samið í fyrra og frumflutt af Hljómeyki. Þar vísa ég í hin ýmsu þjóðlegheit og poppa þau svolítið upp. Þar bregður til dæmis fyrir lag- inu Krummi svaf í klettagjá sem ég krydda með stappi, hvísli og klappi. Ég myndi helst vilja lýsa þessu sem þjóðlegu Broadway-stykki,“ segir Hreiðar Ingi Þorsteinsson hlæj- andi. Ræturnar dýrmætar „Ég fékk mitt tónlistarlega uppeldi í Skálholti hjá Hilmari Erni Agnars- syni sem var mér ótrúlega dýrmætt. Hann kenndi mér að bera virðingu fyrir allri þeirri tegund tónlistar sem gefur mér eitthvað. Ég kláraði svo tónmenntakennaradeildina árið 2001 og að því loknu sneri ég mér að því að gefa út geisladiska með verkum mínum, stjórnaði kór- um og brallaði ýmislegt. Svo kom sá tími að mér fannst ég þurfa að fara yfir í tónsmíðarnar. Eg skellti mér í Listaháskólann þar sem ég sérhæfi mig í því að skrifa kór- og einsöngsverk. Það finnst mér vera mest spennandi, draumurinn er að verða kórstjóri þannig að það er ómetanlegt sem slíkur að þekkja hljóðfærið sitt.“ Hreiðar hóf nám sitt í tónsmíðum hjá Þorkatli Sig- urbjörnssyni og fór síðan til Hróð- mars Inga Sigurbjörnssonar sem hann hefur verið hjá í tvö ár. „Svo eru ótal aðrir kennarar sem hafa haft mikil áhrif á mig, til dæmis Árni Heimir Ingólfsson tónlistar- fræðingur." Finnland heillar Aðspurður um næstu verkefni segir Hreiðar að nóg sé á döfinni. „Mitt lokaverkefni er Stabat Mater og ég er að vinna í því núna. Það verður frumflutt á föstudaginn langa í Finnlandi. Ég fór þangað sem skiptinemi í fyrra og kynntist þar mikilli kraftaverkakonu sem heitir Rita Varonen og er einn af færustu kórstjórum Finna. Hún pantaði þetta verk hjá mér og það var mikill heiður fyrir mig að fá tækifæri til að vinna að því. Næsta vetur langar mig að dvelja í Finn- landi, læra finnsku og setjast svo á skólabekk við Sibeliusarakadem- íuna í tónlistarfræði. Þar ætla ég að stúdera finnskan ljóðasöng sem er mikill fjársjóður en sárafáir vita af,” segir Hreiðar Ingi að lokum. Tónleikarnir eru á morgun, mið- vikudaginn 14. febrúar, og hefjast klukkan 12:30 í Hátíðarsal Háskóla íslands. Bregovic væntanlegur á Listahátíð Áhugafólk um balkanska menn- ingu kannast vel við tónskáldið og gítarleikarann Goran Bregovic sem um árabil hefur verið einn helsti merkisberi balkanskrar tón- listar. Bregovic nýtur mikillar hylli um alla Evrópu þó ferillinn hafi byrj- að fremur brösulega en honum var barnungum vikið úr tónlistarskólan- um í heimabæ sínum Sarajevo fyrir skort á hæfileikum. Það átti þó held- ur betur eftir að rætast úr piltinum og í dag þekkja flestir tónlistarunn- endur nafn hans. Aðdáendur Bregovic á íslandi hafa heldur betur ástæðu til að kætast þessa dagana því kappinn sjálfur er væntanlegur á Listahátíð í Reykjavík þann 19. maí með fríðu föruneyti sem í eru um 40 manns, meðal ann- ars serbneskur karlakór, strengja- sveit og brassband. Nýverið steig Bregovic á stokk fyr- ir 200 þúsund manns á tónlistarhátíð í Montreal og mjög góður rómur var gerður að tónleikum hans í Lincoln Center í New York fyrr á þessu ári. í lok níunda áratugarins fór Bregovic að leggja lag sitt við kvikmyndatón- list og öðru fremur er það sú tónlist sem hefur aflað honum allra þeirra vinsælda sem hann nýtur nú víða um lönd. Myndir Emir Kusturica, Und- erground, Arizona Dream og Time of the Gypsies, áunnu Bregovic ótal aðdáendur aukþess sem hann samdi líka tónlist í mynd Patrice Chéreau, Margot drottning, frá 1994 en hún hlaut mikið lof og tvenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes það ár. í gegnum kvikmyndatónlist sína hefur Bregovic unnið með ýmsum heimsfrægum tónlistarmönnum, til dæmis Cesariu Evora, söngkonunni yndislegu frá Grænhöfðaeyjum, og gamla brýninu Iggy Pop.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.