blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 14

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaðið folk@bladid.net HEYRST HEFUR EINN ÞEKKTASTI veitingamaður landsins, Búllu- eigandinn Tommi, lenti í kröppum dansi um daginn. Hann, ásamt þungaðri konu sinni, ákvað að borða úti á asískum stað er kennir sig við mangóávöxtinn. Eigandinn vísar honum til sætis en Tommi spyr þjón hvort hann megi sitja annars staðar. Við því er orðið þó eigandinn hafi ekki verið glaður með þá sætaskipan. Eftir að pöntun er tekin kemur eigandinn fram og segir að þau muni ekki fá þjónustu og kallað verði á lögreglu. Vaskir sveinar yfirvaldsins mættu innan skamms og framfylgdu beiðni eigandans. Greini- legt að eigandinn hefur ekki heyrt spak- mælið um Jón og séra Jón... í TEIGAHVERFINU er gömul búð sem verslar með rússneska matvöru. Ekki er vitað um fjölda Rússa hér á landi, en þeir eru greinilega nógu margir til að halda búðinni gangandi. Ef til vill hafa einhverjir Islendingar tekið ástfóstri við Rússamatinn, sem hefur þó beðið talsverðan ímyndarhnekki gegnum tíðina, og er nóg að minnast á naumhyggju og kommúnisma í þeim efnum. Þó óljóst sé með úrval matvaranna, má hugsanlega kaupa mikið notuð hlerunartæki... W éá ORÐRÓMUR er ■■ H uppiumaðfram- 8H H sóknarmenn sjái ■ B sér fylgisfæri i JP Byrgismálinu. i Og ekki er van- þörf á. Margir telja þá ábyrga fyrir fjármálaóreiðunni í kringum málið og vilja sjá hausa fjúka, í það minnsta afsagnir. Nú kann ein slík að vera í uppsiglingu. Vilja sumir meina að slík aðgerð sé tilraun til fylgisaukningar, því Islendingar hafi samúð með brota- mönnum, viðurkenni þeir brot sín. Slikt hefur jú áður gerst. Það er ým- islegt reynt þegar í harðbakkann slær. Framsóknarskútan gæti þó með þessu útspili endað í strandi á harðbakkanum... „Fjölskyldan var rétt að gera sig klára til náða, börnin a.m.k. þegar dyra- bjöllunni var hringt hjá mér! Ég svar- aði og þar varÁgústa Eva leikkona komin með Silvíu Nótt fígúru til að „ræða" við mig! Já, Silvía Nótt birtist heima hjá mér áðan. Eftir að hafa rætt aðeins við hana í dyrasímann þá kvaddi ég hana fljótlega. Hún sagðist vera með stráka sem tilbúnir væru að klappa á mérefég skrifaði ekki eitthvað fallegt um hana? Segi ekkert meira í bili, en mér finnst þetta vera end- anlega yfir strikið farið hjá Ágústu Evu Erlends- dóttur leik- konu.“ Sveinn Hjörtur sveinnhj.blog.is Eurovision er eins og að borða túnfisksamloku Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Silvía Nótt er komin aftur á stjá, landsmönnum eflaust til mikillar gleði. Blaðið fékk þann heiður að fá áheyrn hennar... Nú hefurðu gert stærsta samn- ing íslands, að eigin sögn, og munt gefa út þrjár plötur. Hvenær kemur sú fyrsta út og hvernig tónlist er á henni? „Já, en hérna við byrjum bara á ein- ari plötu í einu sko. Sú fyrsta er að verða tilbúin. Ég var í stúdíóinu oft bara, og hringdi eitthvað ,hey Sölvi hvað hérna ertu að gera’, þá sagðist hann bara vera chilla eitthvað og horfa á sjónvarpið og ég bara ,hey viltu kíkja í stúdíó’ og þannig gerð- ist þetta bara. Við vorum með al- veg 200 lög en leyfðum bara frægu vinum okkar að velja þau sko.“ Hvernig tónlist verður á plötunni? „Þetta verður engin Lay Low-tón- list eða svoleiðis ullarsokkarokk sem enginn kann að meta nema bara einhverjir ...hérna ...aðrir. Þetta er svona, Gwen Stefani og Madonna, soldið Justin Timberlake, þannig fílingur. Samt meira töff en þau sko, þeirra er soldið svona ,cor- porate’. Ég er með allt þetta flotta og textarnir eru mjög persónulegir og djúsí. Þeir eru allir á ensku því ég er svo international, er ekki bara eign íslands nefnilega, heldur heimsins alls. Island þarf að passa sig svolítið á eigingirninni á mig sko.“ „Þetta verður engin Lay Low-tónlist eða svoleiðis ullarsokkarokk sem enginn kann að meta nema bara einhverjir ...héma ...aðrír.“ Munu úrslit Eurovision ekki hafa nein áhrif á ferilinn? „Euro smúró. Þetta er bara lítil keppni sem er einsog ,hey ég var að borða túnfiskssamloku í gær’ og þá allir daginn eftir ,hey varstu að borða túnfiskssamloku í fyrra- dag?’ Og allir síðan ári seinna ,hey hvernig var túnfiskssamlokan sem þú varst að borða í hitteðfyrra?’ Þetta er soldið heimskulegt finnst mér. Skiptir engu máli líka, maður þarf bara að vita að maður er saddur og glaður, það er það eina sem skiptir máli.“ Nú heimsóttir þú valinkunna ein- staklinga um helgina. Hvernig var þér tekið? „Ég fæ alltaf góðar móttökur hvert sem ég fer þú veist. Fór til Geira H og svona, hann er sko forsætisráð- herra. Ég kíkti á hann og Ingu Jónu. Hann var reyndar ekki heima sko en við Inga vorum bara í góðum fíling. Við chilluðum feitt. Ég var nefnilega að koma úr sundi og ákvað að fara í göngutúr bara og heimsækja frægu vini mína. Það var mjög gott og gaman fyrir þau að fá mig.“ Nú ertu ávallt vel til höfð. Tekur það langan tíma á morgnana að klœða sigogsnyrta? „Þetta er það sem kostar að vera frægur bara. Annars er ég bara fimm mínútur að vippa mér í brækur sko. Ég bara mála mig eig- inlega aldrei sko, allaveganna ógeðs- lega lítið. Það halda allir bara að ég sé mikið máluð af því ég er svo nátt- úrulega falleg. Það er bara þannig að ég skelli mér í eitthvað og það kemur út einsog sex mánaða listaverk, sam- ansafn úr náttúrunni stílgáfum og bara... fegurð minni.“ En er eitthvert pláss fyrir tilhuga- lífið hjá þér? „Það er alltaf pláss fyrir allt hjá mér. Ég er botnlaus brunnur velvildar og ...hérna ...gæsku. Tími og rúm er algjörlega afstætt hjá mér sko. Það geta allir fengið hæli hjá mér. Ef þér vantar til dæmis ást og kærleik og samúð yfir daginn þá geturðu alveg leitað til mín sko... hérna ...bara ekk- ert mál,“ sagði þessa geðþekka stór- stjarna að lokum. ...tapsár... „Það ergott að snúa heim eftiranna- saman dag. Þetta var helst til langur dagur samt. Nú er tvennt í boði: 1. Lýsa þvíyfir aðKSÍhafiyf- irgefið mig en ekki öfugt. 2. Ganga til liðs við Frjátstynda fiokkinn." ...svekktur „Það gefurþví auga leið að kjósendur Framsóknarflokksins voru ekki marg- ir i skoðanakönnun Fréttablaðsins á laugardag. Raunar alveg skelfilega fáir.Og hver getur verið skýringin á því? Hvers vegna kjósa miklu fleirí Framsókn en fram kemur í skoðana- könnunum? Gæti svarið verið að finna í Syðstakjördæmi, nánar tiltek- ið á Klörubar? Svo mikið er víst að 360 manns mættu á þann ágæta þar nýskeð á stjórnmálafund Framsókn- arfiokksins þar sem sjálfur Guðni Ágústsson var heiðursgestur. Þessir ágætu fundarmenn eru vinsamlegast beðnir um að snúa heim hið snarasta og vera viðbúnir við símann. Það gæti verið skoðana- könnun í gangi.“ HVAÐ Þarf að þvo munn fií^nst Steingríms J. með sápu? ÞER? „Já, annað slagið með grænsápu." Guðjón Ólafur Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Guðjón kvartaði yfir því að Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, hefði uppi blótsyrði á Alþingi með frammíköllum. Guðjón kvaðst ekki geta unað því þar sem hann hefði hlotið gott kristilegt uppeldi. BLOGGARINN... Hneykslaður... ÍSLANDS NAUT Su doku 3 5 6 4 4 8 1 2 3 8 2 5 7 4 6 9 8 5 6 7 9 1 7 2 4 5 3 9 5 1 8 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 4-19 HERMAH eftir Jim Unger Af smærri hundakynum eru þessir einna bestu varðhundarnir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.