blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 16
16 blaAið Ko«ll kolbrun@bladid.net Saga gallerís Þann3. nóvembersíðastliðinn varð i8 gallerí 11 ára. (tilefni afmælisins hafa Háskólaútgáfan og i8 gefið út afmælisrit. Þann tíma sem i8 hefur starfað hafa yfir 80 sýningar verið settar upp í galleríinu og hafa fjölmargir íslenskir og erlendir listamenn sýnt þar. í bókinni eru myndir af verkum valinna listamanna sem sýnt hafa í galleríinu og saga gallerísins þannig rakin í myndum. (bókinni eru jafnframt greinar eftir Evu Heisler, Guð- berg Bergsson, Halldór Björn Runólfsson og Sigurð Guð- mundsson. Bókin er 180 síður og inniheldur fjölda litmynda. Allir hafa börn verið í dag, þriðjudaginn 13. febrúar klukkan 12:10, mun Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræð- ingur „ausa úr viskubrunnum" á Þjóðminjasafni íslands. Steinunn gengur með gestum um grunnsýningu safnsins og staldrar við hjá gripum sem minna á líf barna, kvenna og karla í tæp 1200 ár á (slandi. Hún beinir athyglinni að því sem tengist hinum ýmsu meðlimum fjölskyldunnar og börnin vekja sérstakan áhuga hennar. Segja má að leiðsögnin miði sérstak- lega að því gera börn fyrri alda sýnilegri og beina kastljósinu að þeim. Riot á Domo Hljómsveitin The Riot heldur tónleika í Múlanum á Domo næstkomandi fimmtudag kl. 21.00. Gítarleikarar eru Halldór Bragason og Björn Thorodd- sen og með þeim í hljómsveit- inni verða þeir Jón Ólafsson píanóleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari og Jón Rafnsson bassaleikari. Að sögn þeirra félaga verður tónlistin sem þeir leika uppreisn gegn poppi, blús og djasstónlist undir áhrifum frá kosmískum kröftum og spyrnugleði Þróttara. Snarstefj- aður sígaunaseiður að hætti galdramanna af ströndum við Ijóð Snorra á Húsfelli og Robert Johnson með takthryni vúdúgaldramanna Missisippi og seiðmanna Afríku. Þegar Guð skapaði manninn var hann orðinn þreyttur. Það skýrir margt. MarkTwain Afmælisbarn dagsins PETER GABRIEL SÖNGVARI, 1950 Fjölskylduvænt safn jarvalsstaðir voru opnaðir að nýju um síðustu helgi eftir gagngerar endurbæt- ur á húsinu. „Það var kominn tími til að hressa upp á Kjarvalsstaði og breytingarnar eru miklar,“ segir Soffía Karlsdóttir, deildarstjóri markaðs- og kynning- armála hjá Listasafni Reykjavík- ur. „Við tókum til dæmis veggina í gegn í sýningarsölunum því þeir voru orðnir svo ljótir að þeir voru meira áberandi en verkin sjálf. Svo var ákveðið að flytja kaffiteríuna á sinn upprunalega stað, í miðju hússins, eins og Hannes Kr. Dav- íðsson arkitekt sá hana alltaf fyrir sér. Klambratúnið blasir þar við gestum og hægt að opna út á sumr- in og leyfa börnunum að leika sér í náttúrunni og í leiktækjum. Við höfum lagt mikla áherslu á það að Kjarvalsstaðir séu fjölskyldu- vænt safn og kaffiterían er hluti af þeirri heildarupplifun sem við vilj- um bjóða gestum okkar upp á. Hér geta gestir átt góðar stundir við að skoða listsýningar og setjast niður og blaða i nýjustu listatimaritun- um yfir góðum kaffibolla.“ Sígildur Kjarval „Þetta er klassískt og fallegt hús og býður upp á svo marga mögu- leika. Ég er að vona að okkur hafi tekist að endurvekja hina gömlu góðu Kjarvalsstaði og hér verði stöðugurstraumurfólks. Byrjunin lofar allavega góðu. Við opnuðum sýningar síðastliðinn laugardag og þá kom fjölmenni og daginn eftir, á sunnudegi, var eins og það væri önnur opnun. Safnið var troðfullt af fólki og það var biðröð við þjón- ustuborðið. Þetta upplifir maður ekki oft og þetta var mjög ánægju- egt. Það er ákveðin vakning í íjóðfélaginu fyrir gildum hinnar dassísku hönnunar og Kjarvals- staðir eru lýsandi dæmi um bygg- ingarlist sem er sígild og einstök og stenst tímans tönn.“ Nokkrar sýningar standa nú yf- ir á Kjarvalsstöðum. Ein þeirra er K-þátturinn, Málarinn Jóhannes S. Kjarval, þar sem sýningarstjór- inn Einar Garibaldi Eiríksson fer óhefðbundnar leiðir. „í þessari sýningu er allt önnur nálgun en við þekkjum," segir Soffía. „Einar Garibaldi sýnir okkur hvernig mál- arinn Kjarval var. Við kynnumst hans innra manni, kjarnanum, og goðsögunni um sérvitringinn Kjar- val er vikið til hliðar.“ I Norðursalnum er önnur sýn- ing sem heitir Kjarval og bernsk- an og þar er lögð áhersla á tengsl Kjarvals við bernskuna. Þar eru sýndar sjálfsmyndir Kjarvals og börnum gefst kostur á að gera sín- ar eigin sjálfsmyndir. Alla sunnu- daga klukkan tvö er fagmanneskja sem segir börnunum lítillega frá Kjarval og síðan fá þau að leika sér og tjá sig í myndlist. Klukkan þrjú er síðan föst leiðsögn um allar sýn- ingar safnsins. Nokkur fimmtudagskvöld í mars til maí hefur verið skipulagt nám- skeið um líf og list Kjarvals. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við stönd- um fyrir námskeiði um ákveðinn listamann og ég vona að við getum haft framhald á því,“ segir Soffía. „Fyrirlesarar eru Kristín Guðna- dóttir, Eiríkur Þorláksson, Silja Að- alsteinsdóttir og Einar Garibaldi Eiríksson, en öll búa þau yfir mik- illi og ólíkri þekkingu um Kjarval. Námskeiðinu lýkur með ferðalagi á Þingvelli með þátttöku fyrirles- aranna þar sem skoðað verður um- hverfið sem Kjarval málaði.“ Náttúran og listin Auk Kjarvalssýninganna stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum sýningin Foss þar sem fjórir listamenn fást við fossa, hver á sinn hátt. „Náttúr- an og listin tvinnast þarna saman og sýningin hlýtur að vekja fólk til umhugsunar, eins og verk Rúríar, Dettifoss. Pat Steir, stórmerkileg- ur bandarískur listamaður, málar fossaverk á striga. Hún kom til Is- lands í fyrrasumar og þegar hún horfði á islensku fossana fannst henni hún vera að sjá fossana sem hún hafði verið að mála í Banda- ríkjunum. Hekla Dögg Jónsdóttir bjó til foss úr hljóðnæmum köld- um rafskautsljósum sem er óvenju- leg innsetning, ögrandi og flott verk sem hún gerði sérstaklega fyr- ir þessa sýningu. Úti í garðinum fyrir framan kaffiteríuna stendur verk Ólafs Elíassonar sem gestir geta notið á meðan þeir sötra kaff- ið eða snæða matinn sinn. Þetta er alveg einstakt verk og í anda þeirra töfra sem Ólafi einum er lagið að laða fram. Þetta er foss sem í fyrstu virðist renna niður á við eins og aðrir fossar en þegar betur er að gætt rennur hann upp á við. Það má segja um verk Ólfas og Heklu Daggar að þar sé ekki ver- ið að fela snúrur og rör heldur er það hluti verksins að sjá innviðina og hráefnið sem notað er í það á meðan verk Rúríar og Pat Steir eru sléttari og felldari. Það eru marg- ar hliðar og margar nálganir á þess- um verkum,“ segir Soffía. Catherine Howard líflátin Á þessum degi árið 1542 var Cat- herine Howard, fimmta eiginkona Hinriks 8 Englandskonungs, háls- höggvin. Hún var innan við tvítugs- aldur þegar hún giftist konunginum sem var þrjátíu árum eldri en hún. Tæpu ári eftir að þau gengu í hjóna- band hóf hin glaðlynda og og líflega Catherine ástarsamband við eftir- lætishirðmann konungs, Thomas Culpepper. Hún var handtekin, sök- mennmgarmolmn uð um landráð og dæmd til dauða. Nóttina fyrir aftöku sína æfði hin unga drottning sig klukkustund- um saman í því að leggja höfuðið á höggstokkinn. Þegar hún var leidd til aftökustaðarins var hún náföl og greinilega mjög hrædd en bar sig þó tiltölulega vel. Síðustu orð henn- ar eru sögð hafa verið: „Ég dey sem drottning en hefði heldur kosið að deyja sem eiginkona Culpepper."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.