blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRÚAR 2007 blaöið UTAN UR HEIMI Framkvæmdir við helgistað stöðvaðar Borgarstjóri Jerúsalemborgar hefur látið stöðva framkvæmdir við göngubrú nálægt al-Aqsa moskunni, en staðurinn er þriðji helgasti staðurinn í múslímatrú. Hann segir ákvörðunina vera tekna svo að almenningur geti lýst skoðunum sínum og kynnt sér málin í þaula. Tveimur Þjóðverjum rænt Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýska- lands, sagði frá því í gær að óttast væri að tveimur þýskum ríkisborgurum hefði verið rænt í Irak. Þeirra hefur verið saknað í viku. Þremur Þjóðverjum hefur áður verið rænt í (rak, en var öllum slegpt. Howard gagnrýnir Obama John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, hefur gagnrýnt banda- ríska forsetaframbjóðandann Barack Obama fyrir að segja að Bandaríkjaher ætti að yfirgefa Irak á næsta ári. Howard segir að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda ættu að biðja sem oftast fyrir því að Obama verði næsti forseti Bandaríkjanna. Bandaríkin: Setti prósak í súpuna William Allen Cunninghan hefur verið ákærður fyrir of- beldi gegn börnum eftir að hafa látið börn sín borða súpu sem hann hafði bætt ýmsum efnum út í til að reyna að hafa peninga af Campbell-súpufyrirtækinu. Þriggja ára sonur og átján mán- aða dóttir Cunninghams voru tvívegis lögð inn á sjúkrahús í Jonesboro í Georgíuríki eftir að Cunningham hafði bætt sterku kryddi, kveikjaravökva og lyfj- unum prósaki og amitriptylíni út í súpu barnanna. Cunning- ham hringdi í höfuðstöðvar súpuframleiðandans og hótaði málaferlum. Upp komst um lygar mannsins skömmu síðar, en hann gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsi. Jeppadekk Gylfafiöt 3*112 Reykjavík • Simi 567 4468 dekk@gummisteypa.is • www.gummisteypa.is EENERAL TIRE m Líflegt og fjölbreytt nám fyrir þá sem vilja tileinka sér sérþekkingu á sölu- og markaðs- málum. Námið er ætlað þeim sem hafa áhuga á vinnu við sölustörf og einnig fyrir starfandi sölumenn sem vilja styrkja sig í starfi. ■ Sölutækni og aðferðir -18 stundir * Samskipti við viðskiptavini - 6 stundir ■ Markaðsfræði - 30 stundir * Sölu- og viðskiptakerfi - 24 stundir • Tímastjórnun - 6 stundir ■ Framkoma og framsögn - 6 stundir • Markaðsrannsóknir - 6 stundir Næsta námsskeið: Morgunnámskeið - 96 stundir - 79.000 Mán., mið. og fös. frá kl. 8:30 -12:30 Byrjar 21. febrúar og lýkur 28. mars. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING í SÍMA 544 4500 0G Á NTV.IS Óánægja með spítala Skiptar skoðanir eru sagðar innan læknastéttarinnar um bygg- ingu nýs spítala við Hringbraut. Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Læknar eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart nýju hátæknisjúkrahúsi og yfirstjórnin lætur líta út eins og allir séu sammála um málið. Það er bara ekki þannig og stór hópur fólks hefur áhyggjur,“ segir Stefán E. Matthíasson skurðlæknir. Áætlað er að nýr spítali við Hringbraut verði tekinn í notkun árið 2014 en fram- kvæmdir hefjast árið 2009. Aðalsteinn Pálsson, sviðsstjóri byggingasviðs Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, segir að í upphafi hafi verið deilt um fyrirkomulagið en hann telur samstöðu hafa náðst. „Ég hef skynjað það þannig að sam- staða sé að nást. Framan af var deilt um þetta en umræðan í dag er ekki hávær. Þessi leið er einfaldlega sú hagstæðasta sem í boði var enda var lagt upp með það á sínum tíma,“ segir Aðalsteinn. Of mikil miðstýring Lýður Árnason læknir hefur einnig orðið var við töluverða óánægju meðal lækna. Hann segir alltof mikla miðstýringu í heilbrigð- ismálum hér á landi. „Frá upphafi fannst mér þetta vanhugsuð hug- mynd. Hún kom mjög fljótt upp og lítur út sem geðþóttaákvörðun sem Frá upphafi fannstmér þetta vanhugsuð hugmynd LýðurÁrnason, læknir var hrundið af stað eins og snjóflóði. Hlutirnir voru ekkert ræddir, líkt og þarf að gera með svona stórt mál,“ segir Lýður. „Það eru mjög skiptar skoðanir meðal lækna. Ég held raunar að meirihluti stéttarinnar hafi ýmislegt út á nýja spítalann að setja. Aðferðafræðin í ferlinu er með eindæmum og við hana er ég ekki sáttur.“ Brugðist við athugasemdum Ingólfur Þórisson, framkvæmda- stjóri tækni og eigna Landspítal- ans, telur að tillit hafi verið tekið til flestra athugasemda sem fram hafa komið. Hann segir ánægju með fyrirkomulagið vera ríkjandi. „Það kemur mér á óvart ef óánægju- raddir heyrast enn og ég hef ekki orðið var við annað en ánægju- raddir. Á stórum vinnustað er sjálf- sagt hægt að finna einhverja sem eru óánægðir en brugðist hefur verið við þeim athugasemdum sem fram komu, bæði innan og utan spít- alans,“ segir Ingólfur. Ég hef ekkl orðið var við annað en ánægjuraddir Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri tækni og eigna Landspitalans „Innan spítalans voru menn að- allega ósáttir við vegalengdir milli eininga og að bráðamóttaka yrði stækkuð nærkvenna- ogbarnadeild. Utan spítalans voru íbúar í nágrenni með athugasemdir og við höfum gert breytingar vegna þeirra." Takmörkuð samstaða Aðspurður segir Stefán að ákvarð- anir séu teknar í þröngum hópi stjórnenda og um þær sé takmörkuð samstaða innan læknastéttarinnar. „Þetta er orðið mjög áhugavert að fylgjast með framvindunni með nýja hátæknisjúkrahúsið og algjörlega fyr- irséð hvernig ferlið yrði. Hér er um að ræða hagsmunaákvarðanir fárra aðila í hópi stjórnenda og mjög tak- mörkuð samstaða meðal lækna um þetta fyrirkomulag," segir Stefán. „Það er hreinlega öllu troðið niður á sama blettinn og staðsetningin býður upp á vandræði. Það eru allir sammála um að bæta þurfi aðstöð- una á spítölunum en menn efast sumir um að þetta sé rétta leiðin.“ Bresk könnun: íslendingar ekki fordómafullir íslendingar mældust næstfor- dómalausastir Vesturlandabúa samkvæmt nýrri rannsókn vísinda- manna við Háskólann í Ulster á Norður-írlandi. Rannsóknin bendir til þess að Norður-frar séu fordóma- fyllstir og séu með mesta fordóma i garð samkynhneigðra, innflytjenda og erlendra verkamanna. Rannsóknin náði til 32 þúsund manna í nítján Evrópuríkjum auk Bandaríkjanna, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálands. Spurt var hvernig fólki hugnaðist að vera með samkyn- hneigða, múslíma, gyðinga, innflytj- endur, erlent verkafólk eða fólk af öðrum kynþætti sem nágranna. Niðurstöðurnar sýndu að hlut- fall Svía væri lægst, en einungis þrettán prósent þeirra sögðust ísUndingar ekki fordómafullir Ein- ungis átján prósent vildu ekki fólk úr hópunum sem nágranna sinn. ekki vilja fólk úr að minnsta kosti einum þessara hópa sem nágranna. íslendingar mældust með næst- lægsta hlutfallið, eða átján prósent. Norður-írar mældust hins vegar með hæsta hlutfallið, eða 44 pró- sent, en Grikkir fylgdu fast á hæla þeirra með 43 prósent.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.