blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 20
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 2007 blaöiö menntun@bladid.net Ungmenni í framhaldsskólum Haustið 2005 voru 98 prósent 16 ára ungmenna á Norðurlandi vestra innrituð í framhaldsskóla og var hlutfallið hvergi hærra. Lægst var það á Suðurnesjum og Suðurlandi eða 90 prósent. Brottfall á Suöurnesjum Hæsta innritunarhlutfall 19 ára ungmenna í framhaldsskóla haustið 2005 var 74 prósent á Vestfjörðum en lægst var það á Suðurnesjum eða 52 prósent. Stúlkur standa sig betur StúÍRur stóðu sig almennt betur en drengir á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku í 4. og 7. bekk síðastliðið haust. Sem dæmi nefna að í 4. bekk eru 28 prósent stúlkna með háa einkunn í íslensku en tæp 19 prósent drengja. Meiri *• munur er á kynjunum í 7. bekk þar sem 28,6 prósent stúlkna eru með háa einkunn í íslensku en 15,8 pró- sent drengja. (stærðfræði er aftur á móti lítill munur á frammistöðu kynjanna í 4. bekk en aðeins meiri þegar komið er upp í 7. bekk. Samræmd próf í 4. og 7. bekk voru * haldin 19. og 20. október síðastlið- inn og voru niðurstöður kynntar í vefriti menntamálaráðuneytisins á dögunum. í 4. bekk var meðal- tal einkunna bæði í íslensku og stærðfræði 6,7 og er það svipað og síðastliðin ár. í 7. bekk urðu nokkrar breytingar á meðtölum frá því í fyrra. Meðaltal í íslensku lækkaði úr 7,3 í 7,0 en meðaltal í stærðfræði hækkaði úr 6,9 í 7,3. Hvatningar- verðlaun Frestur til að skila tilnefningum til Hvatningarverðlauna menntaráðs Reykjavíkur hefur verið fram- lengdur til 26. febrúar. Hvatningarverðlaunin eru veitt árlega fyrir þróunar- og nýbreytni- starf í grunnskólum borgarinnar. Markmið verðlaunanna er að vekja athygli á því gróskumikla starfi sem fram fer í grunnskólum Reykjavíkur og stuðla að auknu nýbreytni- og þróunarstarfi. Foreldrar, nemendur, kennarar, skólar og borgarstofnanir geta tilnefnt skólaverkefni til verð- launanna. Menntskælingar velta ffyrir sér kynímyndum og jafnréttismálum Jafnrétti í brennidepli Eftir Einar Örn Jónsson einar.jonsson@þladid.net Jafnrétti kynjanna hef- ur verið í brennidepli í Menntaskólanum í Kópa- vogi en félagsfræðideild skólans hefur undanfarin þrjú ár stýrt evrópsku Co- meniusar-verkefni „Equ- ahEqual" sem fjallar um jafnréttismál og kynjaímyndir. Auk Menntaskólans í Kópavogi taka skól- ar í Armeníu, Belgíu, Eistlandi, Nor- egi og Spáni þátt i verkefninu sem hlaut Jafnréttisverðlaun Kópavogs í fyrra. Nemendur hafa meðal annars gert könnun á viðhorfum fólks í löndun- um sex til kynjaímynda og jafnrétt- ismála. Garðar Gíslason,' félagsfræð- ingur og kennari við Menntaskólann í Kópavogi, segir að niðurstöðurnar hafi verið forvitnilegar og gaman sé að bera þær saman milli landa. „ísland og Noregur skera sig svolít- ið úr hvað varðar frjálslynd viðhorf til kynímynda og annars slíks. Við könnuðum til dæmis viðhorf til þess að strákar bæru skartgripi. Það féll í góðan jarðveg í Armeníu en menn voru hlutlausari hér. Við spurðum hvort það væri í lagi að stelpa reyndi við strák og viðhorf til þess voru mun jákvæðari á Norðurlöndunum en í hinum löndunum," segir Garðar. Tungumálið kynbundið Nemendurnir hafa einnig rýnt í vel þekktar sögur og ævintýri með kynjagleraugu á nefinu og séð þær í nýju ljósi fyrir vikið. „Við höfum verið að leika okkur að því að snúa við sögum og ævintýrum. Hvernig verður til dæmis Rauðhetta og úlfurinn ef Rauðhetta er strákur og úlfurinn úlfynja? Eða Mjallhvít og dvergarnir sjö ef Mjallhvít væri ungur drengur og dvergarnir konur? Það þarf svo lítið til að fá hugmynda- flugið á fullt hjá nemendunum," seg- ir Garðar og bætir við að einnig hafi þaubeint sjónum sínum að kynbund- inni notkun tungumálsins. „Eins og Þorgerður Einarsdóttir, dó- sent í kynjafræði við Háskóla íslands, hefur bent á notum við tungumálið mjög kynbundið. Það er til dæmis tal- að um að duglegir strákar hafi mörg járn í eldinum á meðan stelpur hafa ýmislegt á prjónunum. Þetta er lýs- andi dæmi um hvað við erum í raun og veru ómeðvituð um hvernig við notum tungumálið," segir Garðar. Enn fremur er fjallað um feðraveld- ið og birtingarmyndir þess til dæmis í heimilisstörfum og launamismun. „Það er fjallað um konukrónuna sem er 75 prósent af þeirri krónu sem karlar fá. Rannsóknir sýna okk- ur fram á það að konur eru með 75 prósent af launum karla að meðal- tali. Við vekjum athygli krakkanna á þessu og bendum á að það þurfi náttúrlega að breyta þessum hugs- anagangi. Við látum þá líka skoða hver gerir hvað heima og hver ber ábyrgðina. Það er ekki nóg þó að karl- inn eða strákarnir séu látnir gera eitt- hvað ef konan ber ábyrgðina,“ segir Garðar. Vandamál strákanna Verkefnið er unnið innan félags- fræðideildar en að sögn Garðars er hægt að fjalla um þessi málefni í hvaða grein sem er. „í hagfræði eða stærðfræði geturðu reiknað út launamun og annað í þeim dúr. I sögunni geturðu farið til baka og skoðað hvað hefur áunn- ist og hvaða breytingar hafa orðið á stöðu kynjanna," segir hann. Garðar leggur áherslu á að í verk- „Það er til dæmis talað um að duglegir strákar hafi mörg jám í eldinum á meðan stelpur hafa ýmis- legt á prjónunum. Þetta er lýsandi dæmi um hvað við emm í raun og vem ómeðvituð um hvemig við notum tungumálið efninu sé sjónum ekki aðeins beint að hlutskipti kvenna í samfélaginu og bágri stöðu þeirra. „Við tökum líka upp vandamál strákanna sem eru vissulega stór. Við erum í raun og veru að tala um það sem við getum kallað gjald karl- mennskunnar. Þá erum við að tala um brottfall úr skólum sem er meira hjá strákum en stelpum. Karlar lifa styttra en konur. Það eru þeir sem lenda frekar á meðferðarstofnunum og sitja inni. Við beinum því líka sjónum okkar að því að samfélagið er svolítið fjandsamlegt gagnvart þeim. Það eru ekki bara karlar sem kúga konur, karlar kúga líka aðra karla og konur geta kúgað karla þannig að það er allur gangur þar á,“ segir Garðar. Að sögn Garðars finnst nemend- unum verkefnið skemmtilegt en þó virðast sumir þeirra vera svolítið við- kvæmir fyrir hugtakinu femínisma. „Ég veit ekki af hverju fólk er svona neikvætt gagnvart femínisma. Ég held að það skilji ekki þetta hugtak og líti á það sem eitthvert skammar- yrði,“ segir Garðar sem telur mikil- vægt að fræða fólk um merkingu þess. „Femínismi gengur ekki út á for- réttindi heldur jafnræði milli kynja. Fólk á að fá að njóta sín í þessu ís- lenska samfélagi óháð kyni, trú, lit- arhætti eða hverju sem er. Það eru skilaboðin sem við erum að reyna að senda út og veitir ekki af því að fordómar eru náttúrlega alls staðar,“ segir Garðar. Nemendurnir blása til sérstakrar jafnréttisviku í Menntaskólanum í Kópavogi 12.-16. mars í samstarfi við jafnréttisnefnd Kópavogs. Þar verður kastljósinu beint að jafnrétt- ismálum í víðu samhengi. Dagskrá- in verður miðuð að þremur hópum, nemendum, kennurum og starfs- fólki og almenningi. Haldnir verða fyrirlestrar um jafn- réttismál aukþess sem boðið verður upp á veglega skemmtidagskrá með tónleikum og öðrum uppákomum. Femínismi misskilinn „Ég veit ekki af hverju fólk er svona neikvætt gagnvart femínisma. Ég held að það skilji ekki þetta hugtak og líti á það sem eitthvert skamm- aryrði," segir Garðar. 510 3744 blaði Námskynning háskólanna Námsframboð hefur aukist mjög að vöxtum hér á landi á undanförn- um árum enda hefur bæði háskólum og námsleiðum fjölgað. Mikilvægt er að þeir sem hyggja á háskólanám kynni sér vel þá möguleika sem í boði eru áður en þeir taka ákvörðun um hvað þeir ætla að læra. Á háskóladeginum sem fram fer laugardaginn 17. febrúar gefst fólki gott tækifæri til að kynna sér ólíkar námsleiðir sem í boði eru í háskólum landsins. Frá klukkan 11-16 kynna allir há- skólar landsins starfsemi sína og námsframboð og fara kynningarn- ar fram á þremur stöðum í Reykja- vík. í Borgarleikhúsinu er hægt að kynna sér starfsemi Háskólans á Ak- ureyri, Háskólans á Bifröst, Háskól- ans í Reykjavík, Hólaskóla - Háskól- ans á Hólum, Landbúnaðarháskóla íslands og Listaháskóla íslands. Há- skóli íslands verður m e ð kynningu i Háskólabíói og Kennara- háskóli íslands í húsakynnum sín- um við Stakkahlíð. Sams konar kynningar verða haldnar í Menntaskólanum á ísa- firði og Háskólasetrinu þann 1. mars, í Menntaskólanum á Egilsstöðum þann 7. mars og í Verkmenntaskól- anum á Akureyri þann 8. mars. Nánari upplýsingar um háskóla- daginn og hvern skóla fyrir sig má nálgast á vefsvæðinu haskoladagur- inn.is. Úr vöndu að ráða Þeirsem hyggja á háskóianám standa frammi fyrir fjöibreyttu námsframboði.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.