blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 21
blaöió ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 2007 Skólar í mótun Samtök iðnaðarins standa fyrir ráðstefnunni Skólar í mótun í [þrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal á menntadegi iðnaðarins, 15. febrúar klukkan 9-12. Erindi flytja Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, Torben Jessen, forstjóri SIMAC tækniháskólans í Danmörku, og Hildur Elín Vignir, framkvæmdastjóri Iðunnar fræðsluseturs. Aldrei of seint að ganga menntaveginn Yoko í Viðey Yoko Ono færði islenskum leik■ skólabörnum jakka að gjöf í þakktætisskyni fyrir fallegan söng þegar hún helgaði reit fyrir friðarsúluna í Viðey sidastliðið haust. Fengu jakka frá Yoko Ono Börn á leikskólunum Mýri og Lækjarborg í Reykjavík fengu senda sérsaumaða svarta útijakka frá japönsku listakonunni Yoko Ono skömmu fyrir jól. Með þessu vildi Ono þakka börnunum fyrir að hafa sungið lagið Imagine eftir eigin- mann hennar, John heitinn Lennon, þegar hún helgaði reit fyrir friðar- súlu í Viðey í október. Einnig fengu börnin kort með þakkarorðum. Kom á óvart „Þetta kom okkur mjög á óvart. Við áttum alls ekki von á þessu,“ seg- ir Svala Ingvarsdóttir, leikskólastjóri á Lækjarborg. Hún segir að börnin hafi enn fremur verið mjög ánægð með þessa óvæntu gjöf. „Sum þeirra sváfu í þeim. Þau tóku þeim svo vel,“ segir hún. „Við vissum af því að Yoko Ono ætlaði að reisa friðarsúlu í Viðey og upprunalega hugmyndin var að fá hana í heimsókn til okkar en þar sem hún var með svo stífa dagskrá bauð hún okkur út í Viðey. Svo voru þessir jakkar í rauninni algjör bón- us,“ segir Svala. Friður, list og leikur Leikskólarnir Mýri og Lækjar- borg taka þátt í Comeniusar-verk- efninu Friður í gegnum leik og list en alls taka n skólar í níu löndum þátt í því. Verkefnin sem unnin eru í skólunum tengjast öll friði og list- um þó að útfærslur þeirra séu mis- munandi eftir löndum. „Við erum fjölmenningarlegur leikskóli og leggjum áherslu á virð- ingu fyrir sjálfum sér og öðrum þannig að þetta féll náttúrlega beint inn i okkar stefnu,“ segir Svala Ing- varsdóttir. Stefnt er að því að friðarsúla Yoko Ono, Imagine Peace Tower, verði farin að skína þann 9. október á þessu ári en það er afmælisdagur John Lennons og Sean, sonar hans og Yoko. VIÐBOTARNAM FYRIR GRUNNSKOLAKENNARA vegna fyrirhugaðra breytinga á námskrám I mars 2007 mun menntamálaráðuneytið að nýju bjóða uppá Viðbótamám fyrir kennara í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði vegna fyrirhugaðra breytinga á námskrám í grunnskólum. Uppsetning námsins verður með eftirfarandi hætti: 1. Aðfaranám - fyrri hluti, hefst i mars 2007. Áhersla á námsskrár. í mars hefst almennt námskeið þar sem farið verður yfir drög að námskrám og þátttakendum kynnt upplýsingatækni til að auka fæmi þeirra í fjamámi. Stefnt er að því að staðbundnar lotur verða haldnar eins og hér segir. Viðbótarnám vor'07 Reykjavík Stærðfræði Danska og enska íslenska 9. og 10. mars 23. og 24 mars 30. og 31. mars Ferðakostnaöur milli landshluta er endurgreiddur. Akureyri 16. og 17. mars 16. og 17. mars 30. og 31. mars 2. Aðfaranám - síðari hluti, hefst í september 2007. Áhersla á kennsluaðferðir og tækni. 3. Viðbótarnám á háskólastigi (12 ein) Að aðfaranáminu loknu verður boðið upp á áfanga, senndir eru við Kennaraháskóla fslands, Háskóla íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík sem henta til viðbótarmenntunar í viðkomandi fagi. Þátttakendur geta valið námskeið í öllum háskólunum og stundað þau í fjamámi. Umsóknir um þátttöku berist í síðasta lagi 2. mars n.k. til SRR - Símenntun Rannsóknir Ráðgjöf KHÍ, sem hefur umsjón með skráningu og staðfestingu á þátttöku kennara. Upplýsingar um námskeiðin verða á vef Símenntunar http://simenntun.khi.is Styrkir fyrir framhaldsnema Þróunarsamvinnustofnun Islands (ÞSSf) hefur auglýst til umsóknar styrki til meistara- og doktorsnáms á starfssviði stofnunarinnar. Veittir verða tveir styrkir til doktorsnáms og tveir til meistaranáms. Rannsóknaverkefni skulu nema að minnsta kosti 15 einingum af nám- inu og tengjast þróunarsamvinnu á eftirtöldum sviðum: sjávarútvegi, jarðhita, fullorðinsfræðslu, heil- brigðismálum, vatns- og hreinlæt- ismálum, uppbyggingu náms á há- skólasviði og stefnu og straumum í þróunarsamvinnu. Sérstakan forgang hafa verkef- naumsóknir sem tengjast sam- starfslöndum ÞSSf og/eða nýst geta stofnuninni í starfsemi hennar. Samstarfslönd ÞSSf eru Namibia, Malaví, Mósambík, Úganda, Srí Lanka og Níkaragva. Umsóknarfresturertil 16. mars 2007. Nánari upplýsingar fást hjá Rann- sóknaþjónustu Háskóla íslands og Þróunarsamvinnustofnun (slands. Skoðið www.namsflokkar.is S103737 blaðið ■ SMAAUGLYSINGAR SUAAfMíl rSiNOARROLAMaNCt Spennandi námskeið og fyririestrar í boði á komandi vikum Hér eru nokkur dæmi um skemmtileg námskeið og fróðlega fyrirlestra sem verða á næstunni Vinnustaðurinn og siðfræði 4 st. Jafnvægi á hverjum degi 8 st. Björn Hafberg Svala Rún Sigurðardóttir Þri. kl. 18-21 Mi. kl. 20-21:55 (1 skipti, 20. febrúar) (3 vikur frá 28. febrúar) Verð: 4.500 kr. Verð: 10.400 kr. Fyrirlestur um söng og Kertagerð 5st. raddbeitingu 3 st. Helga Björg Jónasardóttir IngveldurÝr Jónsdóttir Þri. kl. 18-22 Fi. kl. 19:45-22 (1 skipti, 27. febrúar) (1 skipti, 22. febrúar) Verð: 3.600 kr. Verð: 8.600 kr. Leiklistarnámskeið 24 st. Spænska II Pétur Einarsson Elisabeth Saguar Þri. kl. 19:45-22 oglau. kl. 13-15:15 má. og mi. kl. 17:15-18:45 (4 vikurfrá 27. febrúar) (9 skipti frá 21 .febrúar) Verð: 24.600 kr. Verð: 23.700 kr. Gjafaskreytingar 4 st. ítalska II Hafdís Sigurðardóttir Elena Musitelli Mi. kl. 19-22 má. og fi. kl. 18-19:30 (1 skipti, 28. febrúar) (9 skipti, frá 1. mars) Verð: 6.200 kr. Verð: 23.700 kr. Skeifunni 8 Innritun í síma 580 1808 www.mimir.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.