blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 13.02.2007, Blaðsíða 26
ÞRIÐJUDAGUR 13. FEBRUAR 2007 42000 06200 Strikamerki hins illa Einhverjir samsæriskenningasmiðir halda því fram að strikamerki á vörum séu sett á í þeim tilgangi að stjórna fólki og að úr þeim megi lesa töluna 666 sem er sögð vera tala hins illa. Þetta kemur meðal annars fram í bókinni The New Money System 666 eftir Mary Stewart Relfe fyrir þá sem hafa áhuga. blaöið Matarboð með Kastljósinu „Helgin var frekar róleg,“ segir Ragnhildur Steinunn sjónvarps- kona. „Fyrir utan það að ég fór í matarboð á laugardaginn þar sem við hittumst allt Kastljósið með mökum okkar. Pað var frá- bært.“ Hún segir vinnuandann í Kastljósinu mjög notalegan. „Við fáum ekki nóg hvert af öðru að hanga saman alla vikuna heldur verðum við líka að hittast um helgina með mökum okkar til að fullnægja þörfinni," segir Ragnhildur og hlær. „Svo er nátt- úrlega stóra Eurovisionkvöldið um næstu helgi þannig að maður notar helgarnar í að undirbúa það.“ Helgi ársins „Þetta var helgi ársins hingað til,“ segir Magnús Öder tónlistar- maður. Magnús eyddi helginni í Noregi þar sem hann spilaði undir hjá tónlistarkonunni Lay Low á tónlistarhátíðinni By:Larm, sem er svipuð Airwaves-hátíðinni íslensku. „Helgin var í heildina alveg geð- veik, en það var samt mjög kalt, örugglega -20 gráður og 90 pró- sent raki,“ heldur Magnús áfram. Hann segir Norsarana hafa tekið mjög vel í tónlist Lay Low. „Það gekk mjög vel að spila og allir voru sáttir. Norsurunum finnst Lay Low æðisleg vegna þess að hún er algjört æði.“ »Vegvísir að heimili mínu , Staðhættir Frá miðbænum labbar þú framhjá Ingólfstorgi, upp Grjótaþorpið þangað til að þú kemur að stóru, fallegu gráu steinhúsi. Þar finnur þú litlu höllina. Hvenær er hentugast að ferðast Hvenær sem er nema það er lokað á sunnudögum. tnniltrnb Matur og menning Túnfisks-brokkolí-speltp- asta, grænmetispíta, sushi, ýmsir kjúklingaréttir og stundum er pöntuð pitsa frá Eldsmiðjunni. Siðir og venjur Vaknað er klukkan 8 eða hálfníu, borðaður morgunmatur og hlustað á Rás 1, farið í vinnu eða ýmisleg verkefni. Síðan er kannski farið í sund og verslað í Pétursbúð á leiðinni heim. Um helgar koma stundum gestir í heimsókn og gera Ijóð á ísskápinn. Heilsa Það er ekkert að óttast því að nóg er til af flensulyfjum og heilsu-maga-fjölvítamínsmixtúrum Dýralíf Hér búa nokkur dýr; pappakötturinn og batterís-svínið en einnig fundum við bambino-frosk inni í baðherbergisveggnum þegar við fluttum inn. Svo kíkir hún Diljá nágrannaköttur stundum í heimsókn. Vert að sjá Iþróttaskósafnið í geymslunni og bláa eldhúsið. Samfélag og menning Hér í kring er mikið fjölmenningarsamfélag; bahá’íar, Rússar, Kanadamenn, kaþólikkar, Kínverjar og auglýsingastofufólk. Heimilið býður einnig upp á fjölbreytta menningu, þá helst i sam- bandi við tónlist og heimsmálin. Hættur Það getur verið mjög hættulegt að festast í sófanum því að hann er ómótstæðilegur. Plotusnúöurinn Gísli galdur býður lesendum Blaðsins heim að þessu sinni en Gísli spilar meðal annars með Trabant og Ghostigital og er á leiðinni I stúdíó með þeim fyrrnefndu sem ætti að gleðja aðdáendur sveitarinnar. Eins hefur Gisli verið að vinna með Sigtryggi Baldurssyni trommara en þeir munu spila á opnunarkvöldi Vetrarhátiðar ásamt Frakka með eldorgel sem hljómar mjög spennandi. Ævintýri undraúlfsins Ammy Okami fjallar um ævintýri úlfs- ins Amaterasu sem er í raun og veru ekki úlfur heldur guð sem hefur nú endurholdgast eftir að hafa ver- ið dauður í íoo ár. Amaterasu, eða Ammy eins og hann er kallaður, hleypur um töfralandið Nippon þar sem hann berst með kjafti, klóm og vopnum við djöfulinn Orochi og skrímslin hans. Ammy hefur líka einn undarlegan hæfileika en það er að geta málað með skottinu sínu. Með skottinu getur hann með- al annars barist við skrímsli, búið til sprengjur, lífgað við tré og gróð- ursett blóm. Sem sagt, algjör undra- úlfur. Að segja að Okami sé furðulegur leikur er vægt til orða tekið. Ammy notar hæfileika sína til að lífga við Nippon, hvort sem það felst í því Okami Playstation 2 Gullfalleg grafík Áhugaveröur leikur Langdregin ,cut-scene” að láta tré laufgast, útrýma illsku eða gefa kanínum að borða. Ok- ami skartar einni þeirri fallegustu grafík sem sést hefur í tölvuleik því leikurinn er byggður upp eins og blanda af japönsku málverki og teiknimyndabók. Myndirnar flæða áherslulaust um skjáinn og það eru bara hörðustu naglar sem láta ekki heillast af útliti leiksins. Einstakt er að spila leikinn og eins furðulegt og það hljómar þá er furðugaman að mála með skott- inu hans Ammy. Söguþráðurinn í leiknum er áhugaverður en eins og Japönum einum er lagið geta mynd- brotin á milli borða verið langdreg- in og engin leið til að sleppa þeim. Okami mun heilla marga leikja- aðdáendur upp úr skónum með sinni fallegu grafík og einstökum og áhugaverðum leik. Leikurinn er kannski ekki sá karlmannleg- asti á markaðnum en þeim sem finnst að karlmennsku sinni vegið geta þá bara farið eftir leikinn og gert karlmannlega hluti eins og að skipta um olíu á bílnum eða bora gat í vegg.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.