blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 2

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaöiö VEÐRIÐ Í DAG Við frostmark Hiti við frostmark sums staðar við ströndina að deginum en annars verður frostið 3 til 12 stig, kaldast í innsveitum. Á FÖRNUM VEGI Hvað stendur upp úr frá landsþingi Vinstri grænna? Ingólfur Ólafsson Það mætti bara einn á reiðhjóli. Vífill Sigurðsson Hvað Vinstri grænir eru ánægðir með sjálfa sig. Örn Jóhannsson Steingrímur J. stóð upp úr og hörð stefna flokksins sem virðist vera að vinna honum mikið fylgi. Stefán Bragi Andrésson Ég fylgdist ekkert með því. Tómas Guðmundsson Ég fylgdist ekki með landsþinginu. ÁMORGUN Víða léttskýjað Hæg breytileg eða norð- austlæg átt. Víða léttskýjað. FrostOtil 12 stig, kaldastí innsveitum. VlÐAUMHEIM 1 Algarve 17 Amsterdam 8 Barcelona 16 Berlín 8 Chicago 3 Dublin 9 Frankfurt 9 Glasgow 8 Hamborg 6 Helsinki -6 Kaupmannahöfn 4 London 10 Madrid 15 Montreal ■10 New York 1 Orlando 17 Osló 0 Palma 21 Paris 10 Stokkhólmur -1 Þórshöfn 3 Ómálefnaleg umræða Tals- maður Sólar i Straumi gerir athugasemdir við málflutning baráttuhóps fyrir stækkun ál- versins i Straumsvik. Hagsmunasamtökin Sól í Straumi: Hræðsluáróður er ómálefnalegur ■ Telja áróðurinn ekki hræða ■ Vilja bara auka veltu ■ Von á úttekt Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Sú aðferð að nota hræðsluáróður og reyna að stilla Hafnfirðingum upp við vegg með fullyrðingum um að störf séu í hættu og allt fari á ver- sta veg samþykki Hafnfirðingar ekki stækkun er þessum hópi til minnkunar," segir Pétur Óskars- son, talsmaður Sólar í Straumi. Ný- verið var stofnaður baráttuhópur, Hagur Hafnarfjarðar, sem berst fyrir stækkun álversins í Straums- vík. Fulltrúar hópsins fullyrða að fimm til sjö prósent af tekjum Hafn- arfjarðarbæjar komi frá álverinu og að á annað hundrað fyrirtækja í bænum byggi afkomu sína á þjón- ustu við álverið. Hópurinn leggur áherslu á að ef stækkunin verði ekki samþykkt sé afkoma og störf 1.500 einstaklinga í hættu. Óttast framtíðina Ingi B. Hrútsson, talsmaður Hags Hafnarfjarðar, vísar þvi á bug að hér sé um hræðsluáróður að ræða heldur sé málflutningurinn upplýs- andi. Hann segir griðarlega hags- muni í húfi fyrir íbúa bæjarins. „Við óttumst okkar framtíð, bæði fyrir- tækja í Hafnarfirði og þeirra starfs- manna sem byggja afkomu sína á þessari starfsemi. Það er ljóst að það er bara tímaspursmál hvenær fyrirtækið mun hverfa á brott, ef stækkunin verður ekki samþykkt," segir Ingi. „Ég hef ekki séð nein haldbær rök fram til þessa sem mæla gegn stækk- uninni. Ef hún nær ekki í gegn mun það strax bitna á þeim fyrirtækjum sem þjónusta álverið enda liggur starfsemi þess djúpt í hafnfirsku atvinnulífi. Áhrifin eru því gríðar- leg og hagsmunir fyrirtækjanna miklir." Ljósi varpað á staðreyndir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Haf- narfjarðar, bendir á að áhersla sé lögð á það hjá bænum að halda um- ræðunni á málefnalegum grunni. Hann segir von á úttekt með það fyrir augum að koma í veg fyrir ágrein- ing um tölur og stærðir. „Menn hafa verið að togast á um tölur og stærðir í málinu og sett spurningamerki við upplýsingar frá hverjum öðrum. Okkar niðurstaða er sú að fela Hag- fræðistofnun Háskóla íslands að vinna úttekt á áhrifum stækkunar á samfélagið í Hafnarfirði,“ segir Lúðvík. „Eg lít að þessa vinnu sem mikilvægt innlegg í umræðuna og Hópurinn hefur áhugaáþviað auka hjá sér veltuna Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi. slíkar niðurstöður ættu að standa óhaggaðar. Vinnan er hafin og von er á niðurstöðum fljótlega í mars.“ Vilja auka veltu Pétur gerir alvarlegar athuga- semdir við málflutning fulltrúa hóps fyrirtækja sem eiga viðskipti við álverið í Straumsvík. Hann óskar eftir málefnalegri umræðu. „Af hverju segir hópurinn ekki eins og satt er að hópurinn hefur áhuga á því að auka hjá sér veltuna og þar með ábata sinn af rekstri sínum? Það er eðlilegt og ekkert við það að athuga,“ segir Pétur. „Rétt er að beinar tekjur bæjarins undanfarin ár af álverinu hefur verið á bilinu eitt til tvö prósent af heildartekjum bæjarins. Styrkur bæjarins liggur í möguleikum til þess að vaxa og dafna og þar setjum við hagsmuni hans ofar skammtíma- hagsmunum einstakra fyrirtækja um aukinn ábata.“ Höfuðborgarsvæðiö: Óká 123 með mánaðarpróf Sextíu og níu ökumenn voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur víðsvegar um höfuðborgar- svæðið um helgina. Þeir sem voru stöðvaðir voru aðallega karlmenn og voru ungir piltar þar áberandi. Grófasta umferðarlagabrotið var framið af 23 ára biflijóla- manni en hann ók á 133 kíló- metra hraða á Hringbraut í Reykjavík. Þar er hámarkshraði 50 og var hann færður á lögreglu- stöð og sviptur ökuréttindum. Piltur sem fékk bílpróf fyrir mánuði var stöðvaður á Reykja- nesbraut á móts við Bústaðaveg á 121 kílómetra hraða þar sem leyfður hámarkshraði er 70. íbúðalánasjóður: Forstjóri með 1,3 milljónir „Það eru nokkrir forstjórar ríkisfyrirtækja í og við þessa upphæð sem ég fæ og hún er eðlileg miðað við annað sem í gangi er í þjóðfélaginu,“ segir Guðmundur Bjarnason, forstjóri íbúðalánasjóðs. Samkvæmt nýbirtum ársreikn- ingi sjóðsinSnámu laun Guð- mundar 1,35 milljónum króna á mánuði eða alls 16,2 milljónum á síðasta ári. Segir hann um eðli- lega launaframvindu að ræða en laun forstjóra hafi í upphafi miðast við laun aðstoðarbanka- stjóra. Forstjórinn bendir á að forstjórar Landsvirkjunar, Friðrik Sophusson, og Landspít- ala-háskólasjúkrahúss, Magnús Pétursson, fái svipað greitt fyrir sín störf. Hagnaður varð af rekstri sjóðsins árið 2006 um tæpa 2,5 milljarða króna. Dodge Ram J— 2500 5,9 L Disel. 1. Janúar verða settar 90 km/klst. hraðatakmarknir. Eigum enn til bíla á lager sem verða án hraða- takmarkana. Nýtt útlit, Laramie búnaður, leður, allt rafknúið, klædd skúffa, ofl. Tveggja ára ábyrgð, þjónustaður af Ræsi. Sýningarbíll á staðnum. Okkar ver6: 4.400 þús. www.sparibill.is Stjórnmálamaðurinn Jakob Frímann Magnússon: Fús að leiðbeina Margréti „Það er með Margréti Sverris- dóttur eins og aðra sem hafa ós- kað eftir aðstoð. Ég er frekar greið- vikinn náungi og fús að leiðbeina henni, allavega með það sem fyrir henni vakir en ég hef ekki heit- bundist henni með einum eða neinum hætti. Frímann strýkur um frjálst pólitískt höfuð,“ segir Jakob Frímann Magnússon sem hefur sagt sig úr Samfylkingunni. „Núna dreg ég andann djúpt og meðtek það sem fólk segir við mig úr ýmsum áttum en einkum og sér í lagi hefur mér verið óskað til hamingju með að vera engum háður um sinn. En auðvitað hefur verið rætt við marga um margt,“ segir Jakob. Hann segir ýmsum hug- Afívakier prýðilegt nafn Jakob Frímann Magnússon myndum hafa verið kastað fram um nafn á nýjan flokk Margrétar Sverrisdóttur, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Frjálslynda flokks- ins. „Það getur verið að Margrét sé með hugmynd fyrir sjálfa sig en ef það kemur í ljós að nafnið verði Aflvaki er það prýðilegt nafn.“ Aðspurður hvort hann hafi ekki lengur átt samleið með Samfylk- ingunni segir Jakob: „Það er spurn- ing hvort við höfum nokkurn tíma átt samleið nema í einstökum málum. Ég var og er kannski öðru- vísi en þorri þeirra að sumu leyti. Það hefur oft hvarflað að mér í gegnum tíðina að ég sé ekki fyrir þá og þeir ekki fyrir mig. Það er enginn skaði þótt einn varaþing- maður þakki fyrir sig og loki á eftir sér í vinsemd."

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.