blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 26

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 26
3 4 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaöiö Andri Freyr Viðarsson. útvarpsmaður Unaösleg helgi „Helgin var vægast sagt unaðs- leg,“ segir Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður, en hann vinnur nú að stofnun nýrrar útvarps- stöðvar eftir að XFM var lögð niður. „Ég ákvað að gera ná- kvæmlega ekki neitt - og stóð við það. Lá sem sagt bara í sófanum í náttbuxunum og horfði meðal annars á þriðju seríuna af Shield og mynd sem heitir Jesus Camp. Hún er „must see“. Ég mæli með því að allir fari beinustu leið á Laugarásvideó og taki þessa mynd. En svo horfði maður á eitthvað af rusli og svona, kerling- armyndum.“ Afmælisveisla og útgáfuhátíð „Á föstudag var platan mín gefin útsegir Ólöf Arnalds tón- listarkona, en hún var að senda frá sér plötuna Við og við. „Svo spilaði ég á tónleikum Hlaupanót- unnar sem var útvarpað beint. Það gekk mjög vel, það er dálítið álag að vera í beinni útsendingu og líka með sal, en mér fannst tak- ast ágætlega að standa undir því. Síðan fór ég beint út í Þjóðmenn- ingarhús ojg spilaði tvenna tón- leika ein. A laugardagskvöldinu héldum við upp á afmæli kærasta míns. Það var afmæli og um leið svona útgáfuhátíð." Ólöf Arnalds, tónlistarkona Allt um Öldu Alda Berglind Egilsdóttir leggur stund á kvikmyndagerö í Brussel í Belgíu en hún býr í miðaldabænum Antwerpen í Belgíu. Hún passar sig á því að ganga ekki yfir á rauðu Ijósi þegar börn sjá til og fögur eyru hennar vekja athygli hvar sem hún kemur. Hvað ertu að gera núna? Núna akkúrat er ég að klippa tónlist- armyndband fyrir hljómsveit kærast- ClUlZTIOSSUB Suðurlandsbraut 32 • 577 5775 Laekjargata 8 • 577 5774 • Nýbylavegur 32*577 5773 HMMM...GL.ÖÐADUR Lambakjöt meö Bearnaise eóa BBQ sósu Geimfarar Geimfarar þurfa að vera með bleiu, bæði þegar þeir fara á loft og hefja ferðalagið út í geiminn og einnig þegar þeir snúa til baka til jarðar, þar sem þeir mega undir engum kringumstæðum bregða sérfrá á þessum tíma jafnvel þó að um salernisferðir sé að ræða. »Vegvísir að heimili minu Staðhættir Erum á besta stað í bænum, mitt á milli ísbúðarinnar í Álfheimum og iðandi dýralífs Hús- dýragarðsins, hvað er hægt að biðja um meira? Dýralíf Dýraföllum stærðum og gerðum, víðsvegar að úr heiminum, öll saman í einni koffortsskúffu ásamt kobba sem býr í glerkúlu. Hvenær er hentugast að ferðast Sum- ar, vetur, vor og haust eða alltaf þegar passinn er á lofti eða bensín á bílnum. IIIIIÍÍIÍUUIHUU Hvað þarf að hafa með Lykla, síma, peninga, sundskýlu, betri skóna, bleiur, blautklúta, vasaljós, börnin... en allt fer þetta að sjálfsögðu eftir tilefni. Matur og menning Svart spagettí og smokkfiskur, í bland við hvítlauk og chili ásamt ísköldu Chardonnay sem og vel kryddað- ur matur í mexikönsku umhverfi. Hættur Nammiskúffan í stofunni og mínimalíska slysagildran á baðher- berginu sem samanstendur af rafmagns- snúru, þvottavél og hálum flísum. Siðirog venjurPitsudag- ur á föstudögum, Esjuganga á laugardögum og ísbíltúr á sunnudögum. Vert að sjá Sólarupprás í Páskahelli, hádegis- sólina á Santa Pola og sólsetur í Vesturbænum Samfélag og menning Samfélag stór- menna í menningarlegu umhverfi almúgans. Heilsa Hvítlaukur, engifer, chili, nægur svefn, hreyfing og góðir skór. menningarlegu mhverfi almúgans “ Hálfdán Steinþórsson hefur verið í því hlufverki aö skoða ■ heimili hjá öörum, samanber þegar hann var þáttastjórnandi í Veggfóöri, en nú er komið að því aö hann opni dyrnar að sínu heimili fyrir lesendum Orðlauss. Hálfdán býr ásamt konu sinni og tveimur sonum á besta stað í bænum, að eigin sögn, þar sem ísbúð og iðandi dýralíf er ekki langt undan. ans míns en annars er ég á lokaári í kvikmyndagerð. Ég er líka að undirbúa mig fyrir mastersnám í listum sem ég ætla að byrja í næsta haust. Síðan er ég, ásamt þremur öðrum, að vinna að útgáfu stúdentablaðs sem er fyrir alla listaskóla í Brussel og fyrsta tölublaö kemur út í mars. Hvaða flík langar þig mest í? Hversdagspils sem fýkur ekki upp í roki en hægt er að hlaupa í á eftir strætó. Aukahluti? Kannski nýtt sjal eða pæjutösku. Er ann- ars ógurlega lítil glingurmanneskja. Er allt of taugaveikluð til þess að geta verið með skartgripi og slíkt á mér, fikta bara í því þar til ég er öll komin í flækju. Hvernig lætur þú gott af þér leiða? Styrki Amnesty á íslandi og í Belgíu. Reyni svo bara alltaf að bjóða strætóbíl- stjóranum góðan daginn og labba ekki yfir á rauðu fyrir framan börn. Hvað er mest áberandi í fata- skðpnum? Merkilegt nokk, alls kyns 50's föt. Finnst þau voðalega falleg en geng bara aldrei í þeim. Uppáhaldsverslanir? H&M. Eina búðin sem námsmaður hefur efni á að versla í. „Gluggaversla" svo bara í Skunkfunk. American Apparel og Sarossa líka í uppáhaldi. Netverslanir? Tónlist.is. Ertu með ör? Nokkur á hné eftir eltíngarleikjaóhöpp í æsku og eitt undir höku eftir að hafa dottið af klósettinu þegar ég var þriggja ára. Fegurðarráð? Bara í bað/sturtu annan hvern dag; vil halda því fram að eigin náttúruleg fita sé mun betri fyrir húðina en ávanabindandi bodylotion. Uppáhaldsveitingastaður? Hótel 101. Hvaða tónlist ertu að hlusta á núna? Tom Waits: Orphans og Bob Dylan: Modern Times. Svo bara á belgísku útgáfuna af gufunni og klassík FM. Uppáhaldsstaður í Reykjavík? Skólavörðustígurinn og fjaran frá Ægissíðu að Fossvogi. Hvaða bókum mælir þú með? Öh... Harry Potter? Síðustu tvær bækur sem ég las og var mjög hrifin af voru: Regarding the Pain of Others eftir Susan Sontag og What we believe but cannot prove: Today's leading thinkers on science in the age of certainty, ritstýrt af John Brockman. Uppáhaldshlutur? Eldgömul spiladós frá ömmu minni með litlu hafmeyjunni ofan á. Hvað hrósar fólk þér oftast fyrir? Eyrun mín. Mér hefur verið hrósað fyrir þau á öllum tungumálum enda prýðileg eyru sem enn heyra skýrt og vel þrátt fyrir mikla vasadiskónotkun í den. Hverju hefur þú áhuga á? Kvikmyndagerð, hljóðhönnun (e. sound de- sign), listum, pólitík, geðheilbrigöismálum og hvers kyns félags- og hugvísindum.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.