blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 18
26 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaöiö I þessum heimi er ekk- ert öruggt nema dauö- inn og skatturinn. Benjamin Franklin Afmælisborn dagsms HENRY WADSWORTH LONGFELLOW SKÁLD, 1807 ELLENTERRY LEIKKONA, 1847 JOHN STEINBECK RITHÖFUNDUR, 1902 kolbrun@bladid.net Málþing um Borges Fimmtudaginnl. marsverður efnt til málþings um argentínska rithöfundinn Jorge Luis Borges, en tengsl hans og áhugi á ís- landi voru mikil meðan hann lifði. Ekkja hans, María Kodama, mun flytja erindi um reynslu hans af íslandi og íslenskri menningu. Málþingið er haldið í Hátíðarsal Háskóla íslands og hefst klukkan 16.30. Laugardaginn 3. mars klukkan 15.00 fer fram formleg opnun á Cervantes-stofu í Hátíðarsal Háskóla (slands. Þar verða Guð- bergi Bergssyni og dr. Álfrúnu Gunnlaugsdóttur einnig veitt heiðursverðlaun fyrir framlag sitt í þágu spænskrar menningar. Hreinn andi Föstudaginn 2. mars nk. kl. 12.00 -13.00 flytur Guðrún Eva Mínervudóttir rithöfundur erindi á vegum Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Fyrirlesturinn verður í Norræna húsinu og er öllum opinn. Fyrirlestur Guðrúnar Evu ber heitið: Hreinn andi í óhreinum líkama í manngerðum heimi - Ljós Slím Plast en í honum fjallar hún um hvernig líkams- vitundin í nútím- anum er klofin í ósættanlegar andstæður: Líkamsdýrkun ann- ars vegar og ógeð á líkamanum hins vegar. Guðrún Eva mun nota skáldsögu sína Yosoy sem eins- konar poka með dæmisögum. Fyrirlesturinn er hluti fyrirlestra- raðar sem haldin verður í febrúar, mars og maí 2007 á vegum Rann- sóknaseturs í fötlunarfræðum og er hluti af menningarhátíð fatlaðra. Hvernig varðveit- um við gripina? Hvernig varðveTtum við gripina? nefnist sérfræðileiðsögn Nat- halie Jacqueminet um grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins í dag, þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 12:10.1 erindi sínu mun Nathalie meðal annars útskýra hvað átt er við með fyrirbyggjandi forvörslu en hún felur í sér nýjar áherslur í varðveislumálum. Forvarsla Þjóð- minjasafnsins hefur verið öflug síðustu árin og það má meðal annars þakka eldmóði hinnar áhugasömu Nathalie Jacquemi- net sem nú er orðin fagstjóri forvörslu í Þjóðminjasafninu. Fyrirlestur hennar á þriðjudaginn kemur hefst í fyrirlestrarsal Þjóð- minjasafnsins og í framhaldi af því mun hún ganga um grunnsýn- inguna með gestum og benda á ýmis atriði varðandi fyrirbyggj- andi og styrkjandi forvörslu. menningarmolinn Rut Ingólfsdóttir. „Þegar viö erum einungis þrjú til sex að æfa eru æf- ingar haldnar ístofunni heima hjá mér en þegar viö erum fleiri finnum viö okkur aðstöðu úti íbæ.“ i n m* É001 tfffti*’ ****** # Franskir tónar í Hallgrímskirkju dag, þriðjudaginn 27. febrúar klukkan 20.00, heldur Kamm- ersveit Reykjavíkur tónleika í Hallgrímskirkju en þeir eru lið- ur í franskri menningarhátíð hér á landi. Undurfallegur Ravel „Við ákváðum að taka þátt í þess- ari hátíð og bjóða upp á tónleika með stórri hljómsveit og flytja fjög- ur frönsk verk,“ segir Rut Ingólfs- dóttir, fiðluleikari og listrænn stjórn- andi Kammersveitarinnar. „Fyrst á efnisskrá er undurfallegt verk eftir Ravel, Pavane pour une infante déf- unte. Hjartað í manni bráðnar þegar maður heyrir tónlistina. Þetta er eitt af þekktustu verkum Ravels. Verk- ið fjallar um látna prinsessu og þar er Ravel að vísa til þekktra gamalla prinsessumynda, meðal annars eftir málarann Velasquez. Við vildum kynna núlifandi franskt tónskáld almennilega og völdum því tvö verk eftir Nicolas Bacri, sem er eitt þekktasta og fjölhæfasta tónskáld Frakka í dag. Þegar Bachsveitin í Skálholti var á ferðalagi í Frakklandi 1997 hittum við Bacri fyrir tilviljun. Hann gaf nokkrum okkar geisladiska með verkum sínum og nótur. Ég mundi svo eftir honum þegar við vorum að undirbúa efnisskrána. Fyrra verkið er flautukonsert sem Áshildur Har- aldsdóttir flytur og hið seinna er fiðlu- og óbókonsert sem ég og Daði Kolbeinsson leikum. Bacri mun verða viðstaddur tónleikana. Síðasta verkið á efnisskránni er orgelkons- ert eftir Poulenc. Þetta er mikið glæsiverk og skemmtilegt, bæði fyrir einleikarann sem er Vincent Warni- er og hljómsveitina. Stjórnandinn er franskur, Daniel Kawka, en hann starfar mest í Lyon en einnig i Par- ís, London, Genf og fleiri stöðum. Okkur líkar alveg sérstaklega vel við hann og það hefur verið gaman að æfa með honum.“ Æfingar haldnar í stofunni Kammersveit Reykjavíkur hefur verið starfandi frá 1974 og ekki er algengt að erlendir listamenn leiki með henni. „Það rignir yfir mig bréf- um og tilboðum um erlenda einleik- ara og stjórnendur en þeim boðum er ekki oft tekið vegna þess að Kammer- sveitin var stofnuð til að gefa íslensk- um listamönnum tækifæri til að koma fram og spreyta sig á erfiðum og skemmtilegum verkefnum. Við höfum haldið þessu til streitu,“ seg- ir Rut sem auk þess að vera fyrsti fiðluleikari Kammersveitarinnar er einnig listrænn stjórnandi sveitar- innar og framkvæmdastjóri hennar. Um fimmtíu listamenn eru félagar í Kammersveitinni en mismargir leika með henni i hvert sinn, allt frá þremur upp í þrjátíu og fimm. „Allt er þetta gert í frítíma. Það er enginn fastráðinn í Kammersveitinni og þar er enginn á launum," segir Rut sem hefur nóg að gera sem framkvæmda- stjóri. „Það þarf að muna eftir alls kyns hlutum og koma þeim í fram- kvæmd, fyrir utan að safna pening- um og finna æfingatíma og æfinga- aðstöðu sem er kannski erfiðasti þátturinn. Þegar við erum einungis þrjú til sex að æfa eru æfingar haldn- ar í stofunni heima hjá mér en þeg- ar við erum fleiri finnum við okkur aðstöðu úti í bæ. Það eru aldrei vand- ræði að fá listamennina til að koma fram á tónleikum. Þegar ég leita til fólks og spyr hvort það vilji vera með á tónleikum þá kemur varla fyrir að sagt sé nei.“ Elizabeth Taylor fæðist Á þessum degi árið 1932 fæddist Elizabeth Taylor. Hún var níu ára gömul þegar hún lék í fyrstu kvik- mynd sinni og varð barnastjarna. Ferill hennar á hvíta tjaldinu varð langur og farsæll og hún hlaut tvenn Óskarsverðlaun fyrir Butt- erfield 8 og Who’s Afraid of Virgin- ia Woolf? Hún var lengi talin ein fegursta kona heims og einkalíf hennar vakti óskipta athygli enda gekk hún átta sinnum í hjónaband. Sjálf hefur hún sagt að hún hafi verið hamingjusömust með eiginmanni sínum Mike Todd, sem lést í flug- slysi, og Richard Burton sem hún giftist tvisvar. Taylor hefur barist við heilsu- leysi áratugum saman og nokkr- um sinnum verið við dauðans dyr. Hún er nú bundin við hjólastól.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.