blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 20
28 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 2007 blaðið Blindir og menntun Blindrafélagið heldur fund undir yfirskriftinni „Þurfa blindir menntun? Aðgengi blindra og sjónskertra að námi" á Grand Hóteli í dag kl. 17-18:30. Breski sérfræðingurinn John Harris kynnir skýrslu um skólamál blindra og sjónskertra á íslandi og leiðir til úrbóta. Háskólakynningar Flestir háskólar landsins eru byrjaðir að taka við umsóknum um skólavist veturinn 2007-2008. Þann 1. mars verða skólarnir með kynningu á námsframboði í Menntaskólanum á (safirði og Háskóla- setrinu en sams konar kynning fór fram í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Jónas og Megas Þórður Helgason og Guðmundur Sæmundsson flytja tvo fyrirlestra um Jónas Hallgrímsson í Bratta, fyrirlestrasal Kennaraháskóla íslands, á morgun kl. 16-17. Þórður mun fjalla um Vísur (slendinga eftir Jónas, bragarhátt kvæðisins, upp- runa hans og einkenni. Þar að auki mun hann rekja sögu háttarins og þróun fram á 20. öld. Guðmundurfjallar um Megas og Jónas og ber saman skáldin tvö, málstefnu þeirra og viðhorf almenn- ings til þeirra í gegnum tíðina. Fyrirlestrarnir eru hluti af röð fyrirlestra sem haldnir hafa verið á hverjum miðvikudagi í febrúar í tilefni af því að á þessu ári verða 200 ár liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Fyrri fyrirlestra má sjá og heyra á vefslóðinni http://sjonvarp.khi.is. íslenskuverðlaun reykvískra barna Menntaráð Reykjavíkurborgar efnir til íslenskuverðlauna fyrir reykvísk skólabörn sem úthlutað verður árlega á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember. Verndari verðlaun- anna er frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti íslands. Mark- mið verðlaunanna er að auka áhuga æskufólks á íslenskri tungu og hvetja það til framfara í tjáningu talaðs máls og ritaðs. Verðlaunin verða veitt nemendum sem hafa tekið framförum eða náð góðum árangri í íslensku hvort heldur þeir hafa hana að móður- máli eða læra hana sem annað tungumál. Hver grunnskóli í borginni getur til- nefnt þrjá nemendur eða nemenda- hóp til verðlaunanna og fá allir sem tilnefningu hljóta verðlaunagrip. Skólar geta til dæmis útnefnt þá sem sýnt hafa færni, frumleika eða sköþunargleði í að nota tungumálið sem samskiptatæki í hagnýtum eða listrænum tilgangi. Starfsgleði kennara Anna Þóra Baldursdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, og Valgerður Matthíasdóttir sálfræðingur fjalla um líðan kennara í starfi í erindi sem flutt verður á fræðslufundi skólaþróunar- sviðs Háskólans á Akureyri í dag. Þær munu greina frá niðurstöðum rannsóknar sem þær gerðu meðal grunnskólakennara fyrir tæpum tveimur árum. Tilgangurinn var að leita að þeim þáttum sem eru líklegir til að viðhalda vinnugleði hjá kennurum og koma í veg fyrir að þeir kulni í starfi. Skoðaðir voru ýmsir þættir í starfi þeirra svo sem vinnuálag, samstarf, hvatning og vinnutími. Erindið „Líðan kennara í starfi - Hvað skiptir máli?“ verður flutt í stofu 16 í Þingvallastræti 23 í dag kl. 16:30. Námskeið um vísindi fyrir fjölskylduna njóta vinsælda Vísindi fyrir börn og fullorðna ikill áhugi hefur ver- ið á námskeiðaröð- inni „Vísindi fyrir fjölskyldur“ sem End- urmenntun Háskóla Islands, Vísindavefurinn og Orkuveit- an hafa staðið fyrir að undanförnu. Ragna Haraldsdóttir, verkefnastjóri námskeiðanna, segir að viðtökurn- ar hafi verið framar björtustu von- um, yfir hundrað manns hafi mætt í hvert skipti og stundum hafi þurft að hafa aukanámskeið. Þannig var til dæmis námskeiðið Undur stjörnu- fræði og alheimsins haldið þrisvar sinnum og námskeið um risaeðlur og jarðfræði íslands haldin tvisvar sinnum hvort. Námskeiðin eru sniðin að börn- um en foreldrar hafa jafnframt verið hvattir til að sækja námskeiðið með börnum sínum. „Það er ekki mikið framboð af námskeiðum sem börn og fullorðnir geta farið saman á. Þetta er ákveðin nýjung og við finnum það á áhugan- um á þessum námskeiðum að þetta er eitthvað sem hefur vantað," segir Ragna og bætir við að auk foreldra séu afar og ömmur einnig dugleg að sækja námskeiðin ásamt barnabörn- unum. Ekki þurr fyrirlestur Áhersla er lögð á að námskeiðin séu lifandi og skemmtileg en efnið má heldur ekki vera of barnalegt að sögn Rögnu. „Það á ekki að vera svo einfalt að börnunum leiðist. Þarf að vera ein- hver smááskorun í þessu en það má heldur ekki vera of flókið. Þau þurfa að ná þessu en það fer eftir því hvað þau hafa mikinn áhuga og reynslu af efninu hvað þau skilja mikið,“ segir hún. „Fyrirlesararnir nota mikið myndir og reyna að gera þetta líflegt þannig að þetta sé ekki bara þurr fyrirlestur,“ segir hún. Læra af reynslunni Þetta er í annað sinn sem Endur- menntun Háskól- ans stendur fyrir námskeiðaröð sem þessari og hefur þegar verið ákveðið að halda aðra slika að ári í ljósi vinsældanna. Ekki er heldur útilokað að boðið verði upp á einhver námskeið í millitíðinni þó að ekkert hafi verið ákveðið í þeim efnum. Fram að þessu hefur Endur- menntun Háskóla íslands lagt megin- áherslu á sí- og endurmenntunarnám- skeið á háskólastigi og námskeið fyrir almenning þannig að segja má að hún sé að feta inn á nýjar slóðir með þess- um námskeiðum. Ragna segir að þetta hafi verið mjög skemmtilegt og að menn séu að læra af reynslunni. Á þessum námskeið- um létum við ganga matsblöð þar sem fólk gat komið með athuga- semdir um námskeiðið og hugmyndir að nýj- um námskeiðum þannig að við erum að reyna að hlera hvar áhuginn ligg- ur og hvað við ættum að bjóða upp á sniðugt næst. Það er náttúrlega tilgangurinn með þessu að bjóða upp á eitthvað sem höfðar til krakkanna þannig að þeir fái nú sem mest út úr þessu,“ segir Ragna. Eðlisfræði íþrótta Að þessu sinni var boðið upp á fimm námskeið í röðinni „Vísindi fyrir fjölskyldur" og er fjórum þegar lokið. Síðasta námskeiðið ber yfirskriftina Eðlisfræði íþrótt- anna og verður haldið í ráðstefnu- sal Orkuveitunnar að Bæjarhálsi í laugardaginn 3. mars milli kl. 14 og 16. Þar mun Þorsteinn Vil- hjálmsson, prófessor í vísindasögu við Háskóla íslands og ritstjóri Vísindavefsins, leita svara við ýms- um spurningum sem tengjast eðl- isfræði íþrótta svo sem hvernig kúluvarpari láti kúluna fara sem lengst, hvernig hægt sé að ná holu í höggi og hvernig Beckham fái bolt- ann til að beygja þegar hann tekur aukaspyrnu. Hægt er að skrá sig og nálgast frekari upplýsingar á vef Endurmenntunar Háskóla Islands endurmenntun.is. Varðliðar umhverfisins Umhverfisráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur hafa boð- að til verðlaunasamkeppni undir yf- irskriftinni „Varðliðar umhverfisins" meðal nemenda í 5. til 10. bekk. Henni er ætlað að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd og vekja at- hygli á sýn þess á umhverfismál. Þátttakendum er frjálst að skila inn verkefnum í hvaða formi sem er svo lengi sem umfjöllunarefni þeirra eru umhverfismál í víðum skilningi þess orðs. Verkefnin geta verið af ýmsum toga svo sem ritgerðir, ljós- myndir, ljóð, veggspjöld, bæklingur, myndband, hljóðverk og svo framveg- is. Umfjöllunarefnið getur til dæmis verið loftslagsbreytingar, röskun eða verndun búsvæða, jarðvegseyðing, orkumál, vatnsvernd, verndun nátt- úruauðlinda, förgun, endurvinnsla og endurnýting úrgangs, sjón-, efna- eða hávaðamengun. Verkefnin þurfa ekki að vera unnin sérstaklega fyrir keppn- ina heldur vonast aðstandendur henn- ar til að hún geti gefið nemendum og kennurum tækifæri til að koma á framfæri verkefnum sem þegar hafa verið unnin í skólanum. Stefnt er að því að keppnin verði árviss viðburður. Skilafrestur verkefna er til 20. mars og skal þeim skilað til umhverfisráðu- neytisins, Skuggasundi 1,150 Reykja- vík merkt: „Varðliðar umhverfisins". Dómnefnd velur bestu verkefnin fyrir 5. apríl. Mynd/ími Sæberg Ahersla a umhverfisvernd Verölaunaskamkeppninni „ Varð liðar umhverfisins" er meðai annars ætlað að hvetja ungt fólk til dáða í umhverfisvernd.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.