blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 12
blaðið blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Trausti Hafiiðason Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttir Nafnlaust bréf Þriðjudaginn 20. febrúar barst Blaðinu bréf. Það fjallar um Baugsmálið og ber yfirskriftina „Einnota réttarfar”. Bréfið var stílað á undirritaðan en undir það skrifar enginn og því var það auðveld ákvörðun að hunsa það. Blaðið, líkt og aðrir ábyrgir fjölmiðlar, birtir ekki eða vitnar í nafn- laus bréf þar sem ekkert er vitað um höfundinn. Bréfið er ótrúleg lesning en um leið ótrúverðugt. Það er uppfullt af sleggjudómum en það sem stendur upp úr er hörð gagnrýni á dómstól- ana í landinu. Bæði dómarar við Héraðsdóm Reykjavíkur og Hæstarétt íslands eru sakaðir um hlutdrægni í dómum sínum í Baugsmálinu. í bréfinu kemur ekkert nýtt fram. Sérfræðingar hafa sagt að það sé mjög líklega skrifað af lögfróðum manni. Það kann að vera rétt en það er líka ýmislegt í bréfinu sem bendir til þess að bréfritarinn sé annað hvort ekki sérlega greindur eða hreinlega að heiftin hafi borið skynsemina ofurliði þegar hann ritaði bréfið, sem einkennist af samsæriskenningum og órök- studdum dylgjum í garð forsvarsmanna Baugs og dómara. Setningar eins og „lögfræðingar sem leggja fyrir sig verjendastörf eru furðu lostnir” og Jífsreyndir menn hlæja að þessu og telja að réttarfarið í Baugsmálum sé einnota” eru hreinlega ekki boðlegar þegar verið er að fjalla um stærsta dómsmál síðari ára. Hvaða lögfræðingar og hvaða lífsreyndu menn er bréfritarinn að tala um? Þetta er málflutningur og röksemdafærsla sem myndi ekki einu sinni duga hinum lögfróða bréfritara til þess að komast í ræðulið í ræðukeppni grunnskólanna. Fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að fjalla um bréfið. Sú gagnrýni hefði verið fullkomlega réttmæt ef Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari i Baugsmálinu, hefði ekki beint kastljósinu að því. Á fimmtudaginn óskaði hann eftir fundi með dómara og verjendum til þess að ræða þetta nafnlausa bréf. Sá fundur vakti að sjálfsögðu athygli fjölmiðla sem óhjákvæmilega tóku málið upp. Nafnlausa bréfið var orðið að frétt. Sú ákvörðun Blaðsins og annarra fjölmiðla var fullkomlega rétt- lætanleg, því beiðni Sigurðar Tómasar um sérstakan fund til að ræða bréfið vekur upp spurningar eins og þá hvort hann gruni hver skrifaði bréfið. Erfitt er að sjá hvers vegna annars hann hefði viljað ræða það sér- staklega. Til þess að láta Sigurð Tómas njóta vafans þá gerði hans sér von- andi ekki grein fyrir því að með því að óska eftir fundinum væri hann hugsanlega að gefa innhaldi bréfsins vægi. Sjálfstæðir og óhlutdrægir dómstólar eru undirstaða réttarríkisins og því grafalvarlegt þegar að þeim er vegið á þann hátt sem gert í bréf- inu. Þegar reynt er með ómaklegum hætti að skapa vantrú almennings á dómstólunum. Það sem svíður sárast er að bréfritaranum hefur tekist að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Sjónarmiðum sem aldrei áttu að líta-dagsins ljós nema viðkomandi hefði sýnt nægilegan kjark, dug og þor til að skrifa nafn sitt undir það. Trausti Hafliðason Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Ekki bara ódýrt aðra leið! KeflavíkoOsló Keflavík<» Stokkhólmur Aðrir áfangastaðir í Noregi og Svíðjóð á frábæru verði auk fjölda tenginga um Evrópu. Bókaðu núna á: www.flysas.'is Skráðu þig á www.flysas.com í EuroBonus - fríðindaklúbb SAS, sem opnar heilan heim af fríðindum hjá SAS og öllum samstarfsflugfélögum. Flug til Stokkhólms hefst 27. april. Slmi fjarsölu: 588 3600 ín ScatKfcuvan Artno A STAW AJ.LIANCC MEMOEFt 12 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 Ýlj frr! jlv rhpí^ öirvvfym ^ voAfPf Miðlungar í menntamálum Kraftmikil menntasókn á öllum skólastigum er að mínu mati eitt brýnasta verkefni nýrrar ríkis- stjórnar jafnaðarmanna. Eins er það eitt afþeim málum sem kosning- arnar ættu að snúast um næstu ell- efu vikurnar. Þó fátt bendi til þess, a.m.k. ef litið er til áherslna flokk- anna nú í aðdraganda kosningar. Annarra en Samfylkingarinnar. ftrekaðar samanburðarskýrslur frá OECD, Pisa-mælingar og annað draga það skýrt fram að við fs- lendingar erum rétt miðlungar í menntamálum. Við setjum minna fé til þeirra en þær þjóðir sem fremst sækja og látum líðast að það sé viðvarandi ástand að kjaradeilur kennara og sveitarfélaga hvíli sem mara á grunnskólastarfinu. Kjör kennara Þetta heitir einu orði metnaðar- leysi. Setjum skólamálin í forgang og byrjum á því að semja þannig við fræðslustéttirnar að þær séu sáttar og ánægðar með starfsum- hverfi sitt. Óánægðir grunnskólakennarar sem nú hyggja á hópuppsagnir eru alvarleg birtingarmynd um slaka stöðu okkar sem samfélags í menntamálum. Fyrsta skrefið í átt að tindinum í skólamálum er að hefja starf kennara til vegs og virðingar. Þar skipta launakjör og starfsumhverfi miklu máli. Kenn- arar eru almennt vel menntaðir fyr- irtaks-starfskraftar. Þeim þarf að umbuna af sanngirni og lyfta undir mikilvægi starfs þeirra. Nú er tími til breytinga og því hljóta sveitarfélögin að endurmeta samningsferlið með það að mark- miði að binda endi á þetta ástand. Þá blasir við að endurskoða þarf tekjustofna sveitarfélaganna enda virðast þau ekki geta með góðu staðið undir þessu stærsta verkefni sínu. Þetta ástand er óþolandi. Við getum ekki sætt okkur við að starf- semi grunnskólanna sé í uppnámi eina ferðina enn. Nú er komið nóg. Björgvin G. Sigurðsson Dyslexía í grunnskólum Við þurfum að breyta fjölda- mörgu innan skólakerfisins. Auka vægi verknáms í grunnskólum, draga úr miðstýringu, stórefla verk- og listnám í framhaldsskól- unum og taka með róttækum hætti á miklu brottfalli íslenskra ung- menna úr skólunum. Það er eitt meginmálanna en til að það gerist þarf pólitískan metnað og vilja sem skilar sér í nýrri stefnumótun og meira fjármagni til skólanna. Eitt af því sem brennur á í skóla- kerfinu eru málefni lesblindra barna. Eða barna með dyslexíu. Það er eitt alvarlegasta vandamálið í íslensku skólakerfi. Dyslexía er skyntruflun sem hamlar lestri, skrift og stærðfræðilærdómi hjá börnum. Þessi fötlun er alvarlegt mál sem hefur eyðilagt eða skaðað líf þúsunda íslendinga. Nú, íoo árum frá greiningu dys- lexíunnar, fer því fjarri að skóla- kerfið okkar nái utan um þennan stóra hóp sem er talinn vera um n% af hverjum árgangi og allt að 20% sem hafi einhverja slíka röskun. Um daginn var ég með fyrir- spurn til menntamálaráðherra á Alþingi um umfang og úrræði fyrir dyslexíu og má segja að svör ráð- herra staðfesti vandann. Það skortir samræmingu, greiningu og úrræði. Fyrst og fremst þó rannsóknir á um- fangi og úrræðum til að takast á við dyslexíu. Eitt af því sem þarf að gera til að taka á dyslexíu er að koma á fót rannsóknarmiðstöð um nám og þroska barna. Þar þarf að byrja. A byrjunarreit. Miðstýrt skólakerfi sem flokkar og raðar börnum í hópa tapara og sigurvegara með samræmdum lokaprófum, og allt of miklum áherslum á bóknám, er ekki að ná markmiði sínu. Þessu þarf að breyta og hef ég lagt fram á Al- þingi frumvarp til laga um afnám samræmdra lokaprófa. Notum aðrar, árangursríkari og mann- eskjulegri aðferðir við að mæla getu og árangur barnanna. Höfundur er bingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Klippt & skorið Nagladekk voru mjög fáa daga örugg- ari en önnur vetrardekk siðastliðinn vetur. Þetta er mat ibúaá höfuð- borgarsvæðinu, ef marka má niðurstöður könnunarsemgerð var fyrir framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar í lok síðastliðins vetrar. Þannig telja 75 pró- sent aðspurðra að nagladekk hafi verið öruggari í 10 daga eða færri, og rúmur helm- ingur taldi að fjölda þessara daga mætti telja á fingrum annarrar handar. Klippari hefur ekið á ónegldum dekkjum undanfarin ár og ekki lent í vandræðum til þessa. í Ijósi svif- ryksmengunar í höfuðborginni í gær er ótrú- legt að fólk sé enn að keyra um á nöglum í borginni. Eg ók í dag um Kópavoginn. Mérfannst ég vera kominn í útlent slömm. Sá hluti bæj- arins, sem er í nágrenni Smáralindar, er sálarlaus ófreskja, safn af slaufum og bílastæðum, steypu og malbiki," segir Jónas Kristjánsson á heimasíðu sinni www. jonas.is og heldur áfram: ,Þar er varla sála á gangi og varla örlar á grænum bletti. Gróin hverfi bæjarins eru sum skárri, en hvergi nærri er yfir- bragðið sambærilegt við Reykjavík. Ég les fréttir um, að bæjarstjórnin í Kópavogi láti vaða í offorsi með jarðýtur um gamla skógrækt í Heiðmörk. Og mér finnst, að það sé mjög líkt Gunnari Birgis- syni bæjarstjóra. Hann er greinilega maður, sem hentar slömmi." Jónas kann manna best að koma orðum að því sem honum finnst! Björn Bjarnason er að ná heilsu og er útskrifaður af sjúkrahúsi. Hann segir frá göngu sinni umhverfis Perluna á heimasíðu sinni www. bjorn.is. „Gekk í dag umhverfis Perluna og um Öskjuhlíðina, sem er vinsælasta útivistar- svæði borgarbúa, auk þess sem tugir ef ekki hundruð ferðamanna heimsækja Perluna á degi hverjum. Ég get ekki orða bundist yfir hirðuleysinu umhverfis þennan fjölfarna stað. Enn má sjá þar merki eftir skotelda og blys á gamlársdag." Eru það ekki flokksbræður Björns sem ráða borginni og tala mikið um hreina borg þessa dagana? elin@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.