blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 6

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 blaöið INNLENT SAMGONGURAÐUNEYTIÐ Starfshópur skipaður Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp til að skilgreina þarfir varðandi uppbyggingu hafna og þjónustu við skemmtiferðaskip sem koma hingað. Starfshópnum er einkum ætlað að fjalla um nauðsyn- i aðstöðu (höfnum svo þjónustan blómstri. lega; Selja í Securitas Teymi hefur selt allan eignarhlut sinn í Securitas á 3,8 milljarða króna. Kaupandi hlutarins er óstofnað félag í eigu Fons eignarhaldsfélags. [ tilkynningu frá Teymi kemur fram að áætlaður söluhagnaður Teymis af sölu Securitas sé um fimm hundruð milljónir króna. Atján teknir fyrir ölvunarakstur Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborg- arsvæðinu um helgina. Niu voru stöðvaðir í Reykjavík, sex í Kópavogi, tveir í Garðabæ og einn í Hafnarfirði. Flestir voru teknir aðfaranótt sunnudags, eða sjö. Fjórtán öku- mannanna voru karlar, en fjórar konur. NordicPhoto ■'lmtmKm'J ''á&.ÆWÍ Lúsafaraldur á ferðinni Meðferðarúrræði eru víða uppurin íapótekum og útlit fyrir að faraldur sé á ferðinni ■ v 'uu x&f&BKKMRMSIi ■ T-Wf 'Ta?"' n.. ';,43k3 .o. ... —- - Frakkland Gyðingahatur eykst mbl.is45 prósentaaukningvarð milli áranna 2005 og 2006 á skráðum árásum á gyðinga í Frakklandi. I fyrra var ungur gyðingur pyntaður til dauða af hópi manna sem rændu honum og kröfðust lausnargjalds. Samtök gyðinga í Frakklandi, CRIF, segjast vita af 112 árásum á gyðinga í fyrra, en tilkynningar bárust með símtölum í neyðarlínu. Tilfellin voru 77 árið 2005. Heildarfjöldi allra árása sem raktar eru til gyðingahaturs, þar á meðal skemmdarverk, jókst um 40 prósent milli ára, úr 134 í 213. Svívirðingar í garð gyðinga voru 71 prósenti fleiri 2006. Svívirðingar fela oft í sér vísanir í helför gyð- inga í seinni heimsstyrjöldinni. Um 600.000 gyðingar búa i Frakklandi. Þar er einnig stærsta múslímasamfélag Evrópu, þar sem um fimm milljónir Frakka eru íslamstrúar. Gyðingahatur hefur aukist undanfarin sjö ár, að því er segir í frétt AP. Lúsafaraldur: Lúsasápan „Lúsasápan hefur klárast hjá okkur og vel hefur gengið á með- ferðarúrræðin við lúsinni und- anfarið. Straumurinn af áhyggju- fullum foreldrum hefur verið nokkur síðustu viku og útlit fyrir að faraldur sé í gangi,“ segir Lára Sigfúsdóttir, starfsmaður Lyfju í Spönginni. Samkvæmt upplýs- ingum frá apótekum víða um borg hefur gengið nokkuð á birgðir með- ala gegn lúsum. Ása Atladóttir, sýkingavarna- hjúkrunarfræðingur hjá land- læknisembættinu, segist ekki hafa fengið tilkynningu um faraldur. Hún segir vanda embættisins vera hversu illa tilkynningar berist. „Fyrst og fremst er þetta vanda- mál sem hvílir á foreldrunum og iðulega eru málin leyst þar. Lúsin fylgir okkur því miður og vanda- málið mallar úti í þjóðfélaginu,“ að klárast Lúsafaraldur á ferðinni Með- ferðarúrræði eru víða uppurin í apótekum og útlit fyrir að faraldur sé á ferðinni. segir Ása. „Við höfum gert okkar besta til að leiðbeina fólki til að bregðast við þessu og umferðin um heimasíðuna þar sem þetta er útskýrt er mjög mikil.“ Valgerður í Úganda Utanríkisráð- herra hitti ungar mæður í bænum Pader í Úganda um heigina. Valgerður í Suður-Afríku: Heimsækir Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra fundaði með Nkosazana Dlamini-Zuma, utanríkisráðherra Suður-Afríku, í gær og ræddu þær meðal annars stjórnmálaleg og við- skiptaleg samskipti ríkjanna. Valgerður setti einnig við- skiptaráðstefnu níu íslenskra fyrirtækja auk fjölda suðurafr- ískra fyrirtækja í Pretoríu, höf- starfssystur uðborg Suður-Afríku. Viðskipta- ráðstefnan var skipulögð af Útflutningsráði. Þá opnaði utanríkisráðherra formlega sendiráð íslands í Suður- Afríku í gærkvöldi. Valgerður kom til Suður-Afríku frá Úganda í gær, en hún hefur verið á ferð um nokkur Afríkuríki undanfarna daga. Hreinn við réttarhlé Stjórnarformaður Baugs var yfirheyrður í gærmorgun. Hreinn Loftsson haröorður fyrir dómi í gær: Glæpamenn á leið í fangelsi ■ Áróöur ráöherra fáheyrður ■ Morgunblaöið og ráöamenn fóru offari Eftir Magnús Geir Eyjóifsson magnus@bladid.net Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, var harðorður í garð lögreglu og ákæruvalds er hann bar vitni í Baugsmálinu fyrir héraðsdómi í gær. Þá gagnrýndi hann einnig þá Davíð Oddsson og Össur Skarphéð- insson harkalega fyrir aðdróttanir í garð fyrirtækisins í aðdraganda hús- rannsóknar lögreglu í ágúst 2002. Þá báru þeir Sigfús Sigfússon, for- stjóri Heklu, og Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, einnig vitni fyrir dómi í gær. Hreinn sagði óvægna gagnrýni á Baug hafa hafist á síðum Morg- unblaðsins í lok ársins 2000 og að innrás samkeppnisyfirvalda í höf- uðstöðvar olíufyrirtækjanna árið 2001 hafi gert kröfuna um rann- sókn á Baugi sífellt sterkari. Þessum kröfum hafi bæði Morgunblaðið og ráðamenn þjóðarinnar fylgt eftir af offorsi. Vísaði hann meðal annars í ummæli Össurar Skarphéðinssonar á Alþingi er hann spurði þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Val- gerði Sverrisdóttur, hvort ekki væri kominn tími til að skipta upp Baugi vegna markaðsráðandi stöðu fyrir- tækisins. Össur hafi bætt um betur í tölvuskeytum sem hann sendi for- svarsmönnum Baugs þar sem hann hafi úthrópað þá sem „gangsterá' og mafíósa. Lygaáróður dómsmálaráðherra Hreinn nefndi einnig frægan fund sinn og Davíðs Oddssonar í London i ársbyrjun 2002 þar sem Davíð hafi komið fram með mjög alvarlegar áskanir í garð Baugs og forsvarsmanna fyrirtækisins. Þar hafi hann haldið því fram að Baugs- menn væru „glæpamenn á leið í fangelsi“ og sagt Hreini að hann hafi heyrt sögur um fyrirtæki í Flór- ída sem notað væri til undanskota. Var hann með því að vísa til Nord- ica, fyrirtækis Jóns Geralds Sullen- berger sem Davíð hafi á fundinum nefnt Jón Gerhard. Saksóknari spurði Hrein einnig út í téðar mútur sem Hreinn á að hafa borið á Davíð fyrir hönd Jóns Ás- geirs. Hreinn svaraði því til að hann væri feginn að ákæruvaldið hefði spurt þessarar spurningar því marg- oft hafi komið fram að Davíð hafi tilgreint sérstaklega að Hreini hafi ekki verið ætlað slíkt hlutverk. Hins vegar hafi það verið Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra sem hafi túlkað hlutina á þann veg og haldið úti á heimasíðu sinni hreinum lyga- áróðri sem flokkist sem fáheyrður og ósvífinn. Bar fyrir sig minnisleysi Eftir hádegi settist Sigfús í vitna- stól og tók sá vitnisburður ekki nema tæpar 15 mínútur. Spurði sak- sóknari Sigfús einkum út í stjórn- arformennsku hjá Fjárfari. Sagðist hann hafa tekið stöðuna sem vinar- greiða við Tryggva Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóra Baugs, en hann hafi ekki komið nálægt starfsem- inni að öðru leyti en nafninu til. Jóhannes var síðastur í vitnastól- inn í gær og fór mestur timi saksókn- ara í að spyrja hann út í eignarhald og notkun á skemmtibátnum Thee Viking. Jóhannes bar í flestum til- fellum fyrir sig minnisleysi en þau svör sem hann gaf voru stutt og skorinort. 1 flestum tilfellum gaf hann sömu skýringar og Jón Ásgeir um eignarhald á bátnum, það er að hann hafi alfarið verið á nafni Jóns Geralds. Allan tímann hafi staðið til að Gaumur tæki á endanum yfir eignarhaldið á bátnum en af því hafi aldrei orðið. Nafnlausa Baugsbréfið: Tek ekki sökina á mig „Ég var ekki að vekja athygli á þessu bréfi heldur fyrst og fremst að tryggja að það væri afstaða ákæruvaldsins að bréfið kæmist milliliðalaust til dómarans i mál- inu. Það var ekki hjá því komist og ekki hægt að láta sem ekkert væri. Þannig að ég tek ekki á mig sök á því að bréfið hafi verið birt í fjölmiðlum, síður en svo því ég vildi helst af öllu að bréfið hefði aldrei verið sent og aldrei komist í hámæli," segir Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, en rætt hefur verið um hvort ástæðan fyrir því að efni bréfsins hafi vakið jafnmikla athygli og raun bar vitni hafi verið sú að saksókn- ari hafi vakið máls á því fyrir dómi. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, segir að hann hafi ekki átt hugmynd- ina að því að boða fund um efni bréfsins. Innihald bréfsins hafi þó verið þess eðlis að ekki hafi annað komið til greina en að vekja athygli málsað-

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.