blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 24
Skeytin inn Inter Milan heldur fjórtán stiga forystu sinni í ítölsku deildinni eítir leiki helgarinnar. Fimm mörk frá fimm leikmönnum voru yfr- ið nóg til að slá Catania út af laginu. 2-5, og góð- ur heimasigur Roma 3-0 á Reggina breytti engu um stöðu þessara tveggja efstu liða. Martin Jol, þjálfari Totten- ham, missti sig yfir frammi- stöðu Dimitar Berbatov um helgina. Sagðist hann aldrei hafa séð þvílíkan einleik frá sóknar- manni en Berbatov fyllti skarð Rob- bie Keane sem var rekinn af velli í stórsigri Tottenham á Bolt- on, 4-1. Kom Berbatov að öllum mörkunum þó hann skoraði aðeins eitt sjálfur. að voru örlögin sem höguðu því þannig að John Arne Ri- ise og Craig Bellamy skoruðu mörk Liverpool gegn Barc- elona í síðustu viloi. Það ’ telurRiisesjálfurenþrátt ^ fyrir barsmíðar af hálfú Bellamy vill Norðmað- unnn sjá velska framheijann áfram í hinni rauðu treyju liðsins næstu árin. Raddir gerast háværari sem gefa til kynna að hegðun Bellamy sé óafsakanleg og hann muni ekki spila með liðinu eftir þessa leiktíð burtséð frá árangri hans á vellinum. abi Alonso er sáttur í Bítla- borginni Liverpool og hefúr ngan áhuga á að fara heim til Spánar. Barcelona er reiðubúið að punga út tveimur milljörð- um króna fyrir miðjumanninn en þrátt fyrir að faðir kappans hafi gert þar garðinn frægan áður virðist sú hugmynd ekkiheillaenn sem komið er. Fr r rakkinn Claude Makelele hjá Chelsea ætlar að ljúka ferl- inum með blúsurunum blá- klæddu. Þessi þungavigtarmaður sem hefur verið ómissandi hjá þeim félög- um sem hann spilar fyrir segist eiga eitt til tvö ár eftir í tankinum og Chelsea nýtur krafta hans á meðan. anchester United hefur boðið Real Madrid rúman milljarð fyrir Maham- adou Diarra. Diarra sem var lykilmaður með Lyon hefúr fengið fátækifæri með spænska liðinu þrátt fyrir misjafnt gengi og sér AlexFerguson hann sem fyrsta flokks eðalmann í stað Paul Scholes. NordicPhotos/AFP Stórtap West Ham um helgina: Enn eitt ævintýriö endar illa Friðindakort 1 fotboltanum: Ronaldinho á „Við getum raunverulega keypt Ronaldinho, fái og noti allar átta milljónir aðdáenda liðsins kortið,“ sagði Adriano Galletti, einn for- svarsmanna AC Milan, fyrir helgi þegar félagið kynnti nýtt kredit- kort til sögunnar. Carta Viva Milan heitir það en með notkun þess fá aðdáendur alls kyns gylliboð frá klúbbnum. Fást miðar á leiki, varningur ýmiss konar og annað það sem söluvæn- legt er á sérkjörum fyrir korthafa. Á móti greiða handhafar himin- háa vexti sem renna ljúflega beint í hirslur félagsins í stað kortafyr- irtækja. Bætist Milan í hóp fjöl- margra knattspyrnuliða sem bjóða sín eigin greiðslukort enda fátt sem einstaklingar sýna meiri hollustu en knattspyrnuliðum sínum og á því verður að sjálfsögðu að græða. Strangt til tekið er ekkert sem kemur í veg fyrir að Ronaldinho sé keyptur frá spænsku meistur- unum. Hann er með lágmarkskl- ásúlu í samningi sínum eins og allir leikmenn Barcelona. 1 tilviki Brasilíumannsins er upphæðin talin vera ellefu milljarðar króna raögreiöslum en Barca getur alltaf jafnað og toppað þá upphæð berist boð og leikmaðurinn sjálfur verður að vilja það. Ólíklegt má telja að Ronaldinho hafi áhuga á að fara og stjórn Barca fengi bágt fyrir ef þeir leyfðu það. Galletti gerir sér grein fyrir því að svona ganga kaupin á eyrinni spænsku ekki fyrir sig enda vænt- anlega markaðssetning að láta slíkt út úr sér. Uppskar hann enda hlátur hjá forráðamönnum Barca þegar viðbragða þeirra var leitað. er enda fékk Alan Pardew slíka stuðningsyfirlýsingu nokkrum dögum áður en hann var látinn hreinsa skrifstofu sína fyrir jólin. Alan Curbishley sjálfur virtist liti á þekju eftir leikinn og segja enskir fjölmiðlar hann dauðsjá eftir að hafa tekið starfið að sér. Hafði hann engar skýringar á gengi síns liðs og segir það kannski meira en mörg orð að annar af tveimur leikmönnum liðsins sem stóðu sig með prýði í leiknum var Argentínumaðurinn Carlos Teves. Sá hefur vart komist í sextán manna hóp liðsins síðan hann gekk til liðs við Hamrana í haust. Annar leikmaður sem West Ham gat ekki notað til nokkurs er landi hans Javier Mascherano en Rafa Benítez, stjóri Liverpool, eyðir nú frítíma sínum í að dá- sama þann kappa við hvern sem heyra vill. Þrátt fyrir að hafa keypt all- nokkra leikmenn í janúar er ekk- ert sem bendir til að neisti sá er kom West Ham í bikarúrslit og í níunda sæti deildarinnar á síð- ustu leiktíð sé að kvikna á ný. Ævintýri Eggerts Magnússonar hjá West Ham United er að verða að martröð eftir leik liðsins um helgina. 4-0 tap fyrir botnkand- ídötunum í Charlton þýðir að félagið er komið kyrfilega með annan fótinn í fyrstu deildina á næstu leiktíð. Eggert sá ástæðu til að ítreka fullan stuðning sinn og stjórnar West Ham við Alan Curbishley þjálfara nokkrum minútum eftir leik Charlton og West Ham nánast eins og tilkynning þess efnis hafi verið tilbúin fyrir leik. Deila má um hversu áreiðanlegt það plagg enson hætti leik á móti eftir níu t^tir vegna getuleysis fyrir fimm árum: móti eftir níu ■_______ í raðir jra st ur viösnúningur Fimmti besti kylfingurinn^ Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Sveifla Henrik Stenson fyrir fimm árum var með þeim hætti að hann átti í erfiðleikum með að hitta jörðina með höggum sínum. Skot hans fóru til vinstri, hægri, upp og niður eða í allar áttir nema eftir þeim brautum sem hann spilaði. í dag er hann mest umtalaðasti kylf- ingur Evrópu og vann sitt fyrsta stórmót í Bandaríkjunum um helg- ina þegar hann sigraði á Accent- ure-mótinu í holukeppni en mótið er eitt hinna stærstu. Saga Svíans er merkileg því hann var næstum kominn að því að hætta atvinnuspilamennsku á sínum tíma. Frægt er þegar hann hætti leik eftir aðeins níu holur fyrsta daginn á Opna evrópska mót- inu i K-klúbbnum á írlandi aðeins tveimur mánuðum eftir að hann vann Benson og Hedges-mótið á Belfry. Á tíundu braut í holli með Miguel Angel Jiminez og Sandy Lyle þurfti Stenson fjögur upphafshögg áður en hann var viss um að finna boltann sinn og bað félaga sína neyð- arlega að halda áfram án sín. Síðan þá hefur hann gengist undir stifa þjálfun, breytt sveiflu sinni og hugsun og er í dag sá Evrópumaður, ásamt David Howell, sem mestar vonir eru bundnar við en þeir tveir munu leiða sveit Evrópu í næstu Ryder-bikarkeppni sem einmitt fer fram í K-klúbbnum írska. HEIMSLISTINN I GOLFI Punktar Mót 1. Tiger Woods 19.11 42 2. Jim Furyk 8.64 55 3. Phil Mickelson 7.59 43 4. Adam Scott 6.97 50 5. Henrik Stenson 6.72 52 6. Ernie Els 6.70 48 7. Geoff Ogilvy 5.74 51 8. Retief Goosen 5.61 62 9. Vijay Singh 5.41 63 10. Luke Donald 5.32 51 Sigur Stenson í Accenture-mót- inu náðist þó Stenson léki ekki ýkja vel lokahringinn. Það gerði and- stæðingur hans, Ástralinn Geoff Ogilvy, sem hafði titil að verja ekki heldur og því fór sem fór. Sigurinn færir Svíanum tæpar 90 milljónir króna en kannski er fimmta sætið á heimslista kylfinga meira um vert fyrir hann en hærra hefur enginn landi hans komist áður. Stenson vann einnig Dubai Desert Classic um daginn aukþess sem hann setti niður púttið sem tryggði Evrópusigur í síðustu Ry- der-keppni og hefur Svíinn þvi náð undra- v e r ð u m á r a n g r i síðustu sex mánuði eða svo. PENINGALISTINN Á PGA-MÓTARÖÐINNI Þjóðerni Upphæð á árinu 1. Charles Howell Bandaríkin 141 milljón 2. Phil Mickelson Bandaríkin 111 milljónir 3. Vijay Singh Fídjieyjar 104 milljónir 4. Adam Baddeley Ástralía 94 mflljónfr 5. John Rollins Bandarikin 93 milljónir 6. Henrik Stenson Svíþjóð 89 milljónir 7. Tiger Woods Bandaríkin 70 milljónir 8. Geoff Ogilvy Ástralía 68 milljónir 9. Paul Goydos Bandaríkin 67 milljónir 10. Trevor Immelman S-Afríka 67 milljónir

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.