blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 29

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 29
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 43 Óskarsverðlaunin voru afhent á sunnudagskvöldið og fylgdust eflaust margir vel með stjörnunum mæta á svæðið enda hægt að velta sér upp úr því út vikuna hver klæddist hverju, hver kom í fylgd með hverjum og af hverju hinir og þessir spjölluðu ekki saman. kvoldsins Penélope Cruz var í glæsilegum þúsund- laga kjól frá Versace I Ijósbleikum lit sem klæddi liana ótrú- Hjartaknúsarinn Bloom Leikarinn og meintur hjartaknúsari Orlando Bloom lét ekki sitt eftir liggja á Óskarsverðlaunahátíðinni og daðraði við dömurnar. Þær sem hann virtist sýna einna mestan áhuga voru leikkonan Penél- ope Cruz og Jamie Winstone en sú fyrrnefnda tók vel í daðrið og sýndi Bloom mikinn áhuga að sögn viðstaddra. Ástkona Önnu Nicole Kona að nafni Sandi Powledge segist hafa verið ástkona Önnu Nicole Smith og að þær hafi átt í ástarsambandi í þrjú ár, en Anna Nicole hafi slitið sam- bandinu rétt áður en hún gift- ist auðkýfingnum J. Howard Marshall. Powledge segir að Anna Nicole hafi átt við fíkniefna- vandamál að stríða þegar þær kynntust og að hún hafi ítrekað reynt að fá hana til þess að hætta en Smith hafi verið svo djúpt sokkin að hún hefði ekki hlustað á hana. „Þegar við fórum út að skemmta okkur bað ég hana alltaf að sleppa því að fá sér einhver efni. Þegar leið á kvöldið sá ég hins vegar alltaf á henni að hún hefði laumast til þess að taka eitthvað inn. Það var mjög sorglegt að horfa upp á þetta og geta ekkert gert.“ í einum kjól Beckham-hjónin voru að sjálf- sögðu meðal gesta á Óskarnum í fyrrakvöld enda fluttust þau búferlum ekki alls fyrir löngu og tilheyra nú þotuliðinu í Holly- wood. Kryddpían átti við mikil vandamál að stríða fyrir hátíðina þar sem hún gat ekki valið á milli fimm kjóla sem henni stóðu til boða. Viktoría ætlaði því að klæðast öllum fimm með því að skipta reglulega um kjól yfir kvöldið en góð- vinkona hennar Katie Holmes sannfærði hana hins vegar um að halda sig við aðeins einn kjól og sagði henni ■I að ef þeir sem væru tilnefndir gætu sætt sig við aðeins einn kjól þá hlyti hún að geta slikt hið sama. Pitt og Jolie mættu ekki Hjónaleysin Brad Pitt oa Angel- ina Jolie mættu ekki á Oskars- verðlaunahátíðina vegna þess að leikkonan var stödd í Afríku þar sem hún fylgdist með stöðu mála í Darfúr. Jolie sem er vel- gjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna var á leiðinni í flótta- mannabúðir við landamæri Sú- dans þar sem hún fékk ekki að fara inn á mesta átakasvæðið. Á meðan Jolie er upptekin við mannúðarstörf sér Pitt um heimilið en parið flutti nýlega til New Orle- ans þar sem þau hafa komið sér fyrir ásamt börn- unum sínum þremur. I \ Forest Whitaker ásamt eiginkonu Fékk verðlaun sem besti leik- ari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á einræðis- herranum Idi Amin. Beyonce Knowles og W Gwyneth Paltrow Skipt- ust á orðum áður en þær \ héldu inn í Kodak-höllina. i i l ____________JOM M i , iif « 1111 Jodie Foster Kynnti tilnefn- ingar í einum flokki kvöldsins. Gael Garcia Bernal og Diego Luna Hittust aftur á Óskarnum en þeir léku saman í kvikmyndinni Y Tu MamaTambien. Helen Mirren Leikkonan fekk verðlaun fyrir túlkun sína á Elísabetu Englandsdrottningu. Hinar dönsku bókahillur komnar aftur Tekk - Kirsuberja - Hlynur Hringið og biðjið um mynda- og verðiista HÚSGAGNAVERSLUN V/HALLARMÚLA - 108 REYKJAVÍK SÍMI 553 8177 & 553-1400 MHI -C á laugardögum Auglýsingasíminn er 510 3744

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.