blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 19

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 19
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRUAR 2007 menning@bladid.net Ein sýning eftir af Isntericu Paris Hilton og Tyra Banks kynna fyrir okkur (smericu í samnefndu leikverki The Happy Theater. Einungis ein sýning er eftir og verður hún næstkomandi fimmtudag, 1. mars. Mæting er í Kramhúsinu við Bergstaðastræti klukkan 20.30 og miðasala er í síma 551-0343. Incubus í höllinni Bandaríska rokkhljómsveitin leikur í Laugar- dalshöll næstkomandi laugardagskvöld, þann 3. mars, en sveitin þykir með bestu tónleikasveit- um Bandaríkjanna. Mínus sér um upphitun. Rokkópera í fyrrum félagsmiðstöð Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Leikfélag Hveragerðis fagnar urn þessar mundir 6o ára starfsafmæli sínu og af því tilefni frumsýndi fé- lagið rokkóperuna Jesus Christ Sup- erstar um helgina við mjög góðar undirtektir sýningargesta. „Leikfélagið var stofnað þann 28. febrúar 1947 og hefur verið mjög öfl- ugt allar götur síðan,“ segir María Kristjánsdóttir, formaðurleikfélags- ins. „Árlega eru sett upp eitt eða tvö leikrit og að þessu sinni koma um 30 manns að sýningunni með ein- um eða öðrum hætti.“ Leikstjórar verksins eru Jón Ingi Hákonarson og Laufey Brá Jónsdóttir og með aðalhlutverk fara Hafsteinn Þór Auðunsson sem leikur Jesú, Þorgils Óttar Vil- berg Baldursson sem leikur Júdas og Halldóra Rut Bjarnadóttir sem leikur Maríu Magdalenu. „Þar sem þetta er áhugaleikfélag eru allir leikararnir áhugaleikarar,“ útskýrir María. „Nokkrir af ungu leikurunum hafa verið að tala um það síðustu árin að setja upp Jesus Christ Superstar en við höfum allt- af slegið þá hugmynd út af borð- inu vegna þess að við töldum það of íburðarmikið leikverk fyrir okk- ur. Við eigum lítið húsnæði sem kallast Völundur og er við Austur- mörk 23, en þar var áður félagsmið- stöð. Margir telja þetta húsnæði ómögulegt fyrir uppsetningu á rokkóperu en þótt ótrúlegt sé hef- ur okkur tekist þetta. Til dæmis hefur Björn, ljósamaðurinn okkar, gert kraftaverk í lýsingum í saln- um og svo hafa leikstjórarnir nátt- úrlega skilað sínu hlutverki með mikilli prýði.“ Aðspurð segist hún ekki vita ná- kvæmlega hversu lengi verkið verði sýnt, það fari eftir áhuga og viðtök- um fólks. Miðað við viðtökurnar á frumsýningunni sé hún vongóð um áframhaldið. Menningarlíf í Hveragerði er að sögn Maríu afar blómlegt. „Fyrir utan leikfélagið eru hér söngsveit og kirkjukór svo dæmi sé tekið auk þess sem mikið af öflugu, ungu tón- listarfólki úr bænurn hefur vakið mikla athygli fyrir klassískan flutn- ing. Ég myndi líka segja að Hvera- gerðisbær og fyrirtækin í bænum séu til fyrirmyndar hvað varðar stuðning við menningaruppákom- ur á borð við þessa uppfærslu okkar á rokkóperunni Jesus Christ Sup- erstar. Án þeirra hjálpar hefði þessi sýning aldrei orðið að veruleika,“ segir hún að lokum. Örleikrit ungs fólks Febrúar er mánuður unga fólks- ins hjá Borgarleikhúsinu og af því tilefni er efnt til örleikritunarsam- keppni fyrir ungt fólk. Skorað er á fólk undir 25 ára aldri og náms- menn að prófa að nota leikhúsið sem vettvang til að tjá skoðanir, tilfinningar og/eða hugsanir sínar. Skiladagur verkanna er 7. mars milli klukkan 13 og 17 og verður höfundum boðið upp á kaffi, djús og með því í forsal leikhússins þar sem tekið verður á móti hug- myndum, og hyggst dómnefnd sitja við lestur allan daginn, þar sem valið verður úr verkunum samdægurs. Verkin mega ekki vera lengri en 5000 slög og þeim skal skilað í fjórum eintökum merktum höf- undi, aldri, skóla, heimilisfangi og síma. Ellert á skálda- spírukvöldi Ellert B. Schram hyggst lesa upp úr nýjustu bók sinni „Á undan minni samtíð“ á sjötugasta og níunda skáldaspírukvöldinu á þriðju hæð í Pennanum við Aust- urstræti í kvöld. Eftir að höfundur hefur lesið upp úr bókinni gefst gestum kostur á að spjalla við hann um lífshlaup hans og þær blikur sem eru á lofti í íslenskum stjórnmálum nú um stundir. Aðgangur er ókeypis og hægt verður að fylgjast með lestrinum og spjallinu og gæða sér um leið á veitingum. Bjarni töframaður er einn grin- aranna sem hyggjast troða upp á undanúrslitakvöldi keppninnar Fyndnasti maður íslands 2007. Sá fyndnasti snýr aftur Keppnin Fyndnasti maður ís- lands verður haldin aftur í ár en hún hefur ekki verið haldin frá árinu 2003 og hafa húmoristar því þurft að bíða lengi eftir þessu tæki- færi. Undanúrslitakvöldin verða haldin næstu fjögur fimmtudags- kvöld og munu 4 keppendur koma fram í hvert skipti ásamt lands- þekktum grínistum og fyndnum trúbadorum. Radíusbræður verða kynnar og meðal uppistandara sem koma fram eru Bjarni töframaður, Auð- unn Blöndal, Úlfar Linnet, Sveinn Waage, Eyvindur Karlsson og Birgir Búason. Miðasala er hafin á midi.is og er miðaverðið 1000 krónur í forsölu en 1500 krónur við dyrnar. Fjölmargir hafa skráð sig til keppni um titilinn fyndnasti mað- ur fslands 2007 og mætt í áheyrn- arprufur. Búið er að velja 16 efni- lega grínara sem keppa í fjórum undanúrslitakeppnum og stefnir í hörkuspennandi keppni. FJORAR STJÖRNUR AF FIMM. ELfSABET BREKKAN/DV MIÐ 28.FEB OG SUN 18.MARS borgarleikhus.is Sími miftasolu 568 8000 BO RG ARLE I KHIJSIÐ l

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.