blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 27.02.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2007 bla6iö SÁDÍ ARABÍA UTAN ÚR HEIMI Þrír Frakkar skotnir til bana Þrír franskir ríkisborgarar voru skotnir til bana í Sádi-Ar- abíu í gær. Byssumenn réöust á hóp manna í bænum Madain Saleh í norðvesturhluta landsins, en sádiarabísk sjónvarpsstöð segir að margir í hópnum hafi verið píla- grímar á leið til Mekka. ÍRAN Rætt um refsiaðgerðir Fulltrúar sex ríkja funduðu í Lundúnum í Bretlandi i gær um aðgerðir gegn írönum vegna tregðu þeirra til að hætta auðgun úrans og þróun kjarnorku. Frestur (r- ana til að láta af þróun kjarnorku rann út í síðustu viku og ætlar (ransforseti ekki að breyta áætluninni. bbH 1.400 manna liðsauki til Afganistans Des Browne, varnarmálaráðherra Bretlands, tilkynnti breskum þingheimi í gær að 1.400 breskir hermenn verði sendir til Afganistans, til viðbótar við þá 6.300 sem fyrir eru. Yfirmenn hersveita Atlantshafsbandalagsins í Afgan- istan höfðu sagt nauðsyn að stöðva sókn talibana í landinu. Ertu að fá kvef? Zhena's Gypsy Tea gæti hjálpaö Lemon Jasmine, grænt te með lemon myrtle TILBOÐ 20% afsiáttur «'v—f> hjá næsta söluaðila Englatár - www.englatar.is - 551 8686 Heldur liöunum liðugum! ^0AN/0S heilsa haföu það gott Gvatemala: Morðingjar drepnir Fjórir gvatemalskir lögreglu- menn, sem grunaðir eru um að hafa myrt þrjá stjórnmálamenn frá E1 Salvador, voru skotnir til bana í fangelsi í Boqueron, austur af Gvatemalaborg, í gær. Mennirnir fjórir voru myrtir eftir að vopnaðir menn ruddust inn í fangelsið í leit að mönnun- um. Lögreglumennirnir íjórir voru handteknir í síðustu viku eftir að lík stjórnmálamann- anna þriggja auk bílstjóra þeirra fundust í bíl nærri Gvatemalaborg. Náðu kjörþyngd - kíktu inn á metasys.is metasys.is Hollustu Ávaxtabíllinn keyrir til heimila síðdegis á fimmtudögum msendingar heimi? www.avaxtabillinn.is Uppsagnir fangavarða: Ekki rætt við fangaverðina ■ Fangaverðir leita að annarri vinnu ■ Ósannað að þeir hafi sagt upp í hópum ■ Gætu þurft að vinna út sex mánaða uppsagnarfrest Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net „Það er sama staða og fyrir nokkrum vikum siðan. Við fangaverðir erum bara búnir að segja upp. Við höfum ekkert heyrt og engar viðræður hafa farið fram,“ segir Sigurjón Birgisson, formaður Félags fangavarða. Sam- kvæmt Árna Stefáni, formanni SFR, þurfa engar viðræður að fara fram þar sem þeir sögðu upp. Um 85 prósent starfandi fanga- varða hafa sagt upp en margt af því af- leysingafólki sem er á mánaðarsamn- ingum skrifaði undir yfirlýsingu þess efnis að ef fangaverðir gengju út myndu þau einnig hætta. „Menn eru bara róíegir yfir þessu,“ segir Sigurjón. „Fólk er að leita sér að vinnu og ég held að það gangi bara mjög vel hjá flestum. Ég held að flestir geti fari í eitthvað annað.“ Hægt er að framlengja uppsagnar- frest fangavarða um þrjá mánuði tak- ist að sanna að um hópuppsagnir hafi verið að ræða, samkvæmt Árna Stef- áni Jónssyni, formanni stéttarfélags- ins SFR. Uppsagnir fangavarðanna taka gildi 30. apríl næstkomandi. Árni Stefán segir að í lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna frá 1986 sé ákvæði þess efnis að hægt sé að lengja uppsagnarfrest ef um hópuppsagnir er að ræða. „Fangaverðir sögðu upp einstaklingar og þeir halda því fram að ekki hafi verið um hópuppsagnir að ræða heldur hafi þeir einfald- lega verið að gefast sem segirÁrni Stefán. „Svo að éghefengar aðrar forsendur en þær að þetta hafi ekki verið hópuppsagnir. Hins vegar hefur það verið dregið í efa.“ Samkvæmt Árna Stefáni er það í höndum stjórnvalda að sýna það og sanna að um hópuppsagnir sé að ræða. „Ef ríkið segir að svo sé þá er það þannig. Þá þarf stéttarfélagið eða viðkomandi hópur að afsanna það og hann getur væntanlega farið í mál út af því til að fá úr því skorið hvort þetta sé á rökum reist.“ Samkvæmt Valtý Sigurðssyni, forstjóra Fangelsismálastofnunar ríkisins, þarf að vera búið að taka ákvörðun um hvort nýta eigi sér ákvæðið fyrir miðjan mars næst- komandi. „Þaðhefurekkertverið íjallað um þetta innan stofnun- arinnar eða á milli ráðuneytis og stofnunar. Við verðum bara að skoða málin náttúrlega og velta því fyrir okkur. Ég býst við því að ráðuney tið sé að gera það líka.“ IIIIIII Um 85 prosent starfandi fangavarða hafa sagt upp Fangaveröir gætu " þurft að vinna þremur mánuðum lengur. Dýr viðgerð Heildarkostnaður vegna viðgerðar á fyrsta forseta- bíl lýöveldisins er kominn langt fram úráætlun. Mynd/ÁrniSæberg \ Viðgerð á forsetabílnum: Kostar 26 „Við munumstanda við okkar orð og bíllinn verður settur á uppboð í lok vikunnar. Ég er ekki sáttur við móttilboðið sem borist hefur enda var ég búinn að slaka heilmikið til. Reikningurinn frá mér stendur og mér finnst að þeir eigi að klára málið,“ segir Sævar Pétursson bifvélavirki. Fyrsti forsetabíll lýðveldisins stendur enn inni á gólfi hjá Bílrétt- inga- og sprautuverkstæði Sævars sem sá um að koma bílnum í upp- runalegt form. Reikningur Sævars er upp á sextán milljónir en mót- tilboðið hljóðar upp á tæpar tólf milljónir. Baldvin Hafsteinsson, lög- milljónir maður Bílgreinasambandsins, segir verkið komið langt fram úr heimildum þar sem heildarkostn- aðurinn sé orðinn tuttugu og sex milljónir. „Ég er búinn að bjóða allt sem ég hef á milli handanna. Að mínu mati ættu hinir tveir að- ilarnir að teygja sig aðeins lengra og það sama á við um Sævar,“ segir Baldvin. „Lagt var af stað með að kostn- aðurinn yrði ekki meiri en tíu milljónir og Sævar var með það á hreinu. Miðað við hversu hár kostnaðurinn er orðinn þá er eðli- legt að menn takist á um þetta en við vonumst til þess að ekki þurfi að koma til uppboðs.“ Vogaperri: Rannsókn enn í gangi Karlmaður á þrítugsaldri situr í gæsluvarðhaldi til 26. mars grunaður um kynferðislega áreitni gegn ungum stúlkum í Vogahverfi. Sjö stúlkur hafa komið fram og er maðurinn grunaður um að hafa gengið lengst fram gegn tveimur fimm ára stúlkum. Beðið er eftir niður- stöðum úr rannsókn á DNA- sýnum sem tekin voru og það er svo ríkissaksóknara að ákveða næstu skref. „Viðkomandi er grunaður um að hafa snert stúlkurnar á óviðeigandi hátt. Rannsóknin er enn í fullum gangi og málið verður svo sent til ríkissaksókn- ara,“ segir Björgvin Björgvins- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn höfuðborgarlögreglunnar.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.