blaðið

Ulloq

blaðið - 02.03.2007, Qupperneq 18

blaðið - 02.03.2007, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 2. MARS 2007 blaöi6 menning@bladid.net Sýningin Foss stendur nú yfir á Kjarvalsstöðum. Þar eiga verk listamennirnir Hekla Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, Pat Steir og Rúrí. Skinnskór og súkkulaði I Iðnaðarsafninu á Akureyri er að finna ýmislegt forvitnilegt en á árum áður blómstraði iðnaður í bænum. Þar voru meðal annars framleiddir skinnskór, súkkulaði, húsgögn og málning. Safnið er opið á laugardögum frá 14-16. Kynningar á Ebsco Host Á vegum landsaögangs að gagnasöfnum og rafrænum tíma- ritum verða haldnar kynningar á Ebsco Host gagna- og tímarita- söfnunum sem nýlega eru komin í landsaðgang. Þau eru þar með aðgengileg á öllum nettengdum tölvum á landinu. Þau hafa að geyma yfir 8000 tímarit, 200.000 myndir, orðabók, yfir 100.000 skýrslur af öllu tagi og fleira efni. Kynningar verða í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu kl. 9, mánu- daginn 5. mars, í Skriðu, sal Kennaraháskóla íslands kl. 15, mánudaginn 5. mars, í stofu L201, Háskólanum á Akureyri við Norðurslóð kl. 10, þriðjudaginn 6. mars og í Amtsbókasafninu áAkureyri kl. 13, þriðjudaginn 6. mars. Kynningin í KHf verður send út beint á vef skólans og að því loknu verður hún aðgengileg þar. Allar nánari upplýsingar eru á hvar.is. Veðurfar í ASÍ Guðrún Kristjánsdóttir opnar sýninguna Veðurfar í Ásmundar- sal og Gryfju Listasafns AS( á morgun klukkan 15. Á sýningunni Veðurfar beitir Guðrún öllum þessum aðferðum til að teikna fram umlykjandi mynd, eins konar umhverfi, þar sem áhorfandanum er sökkt inn í veröld veðurskrifaðra forma og hugleiðinga um umhleypinga, birtu og skuggaspil. Guðrún les (landslagið eftir veðurfarinu og fylgist með því hvernig munstur umhleypinga, svo sem snjómynstur í leysingum og skaflar í hlíðum sækja á hug- ann eins og skrift í bók sem við skiljum ekki. Sú skrift verður ekki lesin eins og bók en krefst þó eins konar læsis sem er meira ( ætt við lestur á blindraletri, í sam- þættingu upplifunar og abstrakt- hugsunar. Listasafn ASl er opið alla daga nema mánudagafrá kl. 13.00- 17.00. Aðgangur er ókeypis. að er líf og fjör á íslenska myndlistarmarkaðnum um þessar mundir og verk gömlu meistaranna hafa mörg hver margfaldast í verði á mjög stuttum tíma. Skemmst er að minnast málverksins Hvítasunnudags eftir Jóhannes Kjarval sem seldist á 15,25 milljónir á uppboði í Kaupmannahöfn nú í vikunni. Á sunnudaginn kl. 19.00 efnir Gallerí Fold til listmunauppboðs í Súlnasal Hótels Sögu og þar eru í boði um 130 verk eftir marga af okkar helstu listamönnum „Þetta uppboð er líklega það besta sem við höfum haldið þegar horft er til gæða myndanna sem verið er að bjóða upp. Það eru ansi mörg stór verk í listsögulegu samhengi. Þar ber líklega hæst verk Þorvaldar Skúlasonar frá 1941 „Telpur í boltaleik". Þetta er eitt af lykilverkum Þorvaldar og tvímælalaust eitt hans besta frá þessu tímabili. Þetta tiltekna verk er að koma frá einkaaðila, eldra fólki sem fékk það beint frá listamanninum á sínum tíma og er nú tilbúið til að selja,“ segir Jóhann Hansen hjá Gallerí Fold. Aðspurður segir hann nánast ómögulegt að segja til um hvaða verð fáist fyrir myndina en hún er metin á 3,2-3,5 milljónir. „Ef tveir eru að bítast um hana þá gæti hún farið mjög hátt. Ég spái því að það verði sett einhver met í því sambandi.“ Meðal annarra listamanna sem eiga verk á uppboðinu má nefna Þórarin B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Mugg, Svavar Guðnason, Louisu Matthíasdóttur, Einar Jónsson og Jóhannes Kjarval. „Það er óvenjumikið af góðum verkum eftir þessa helstu listmálara okkar. Til dæmis má nefna eitt lítið og mjög fallegt verk eftir Louisu. Einnig vorum við að fá mynd eftir Gunnlaug Blöndal sem hefur verið í einkaeigu í Bandaríkjunum í áratugi.“ segir Jóhann. Verðið fer hækkandi Jóhann segir eftirspurnina eftir verkum gömlu meistaranna hafi margfaldast síðustu tvö ár. „Þessi aukna eftirspurn hefur leitt það af sér að fleiri eru tilbúnir til þess að selja. Verðið hefur hækkað og þá er fólk tilbúið til að selja. Þar af leiðandi koma betri verk inn á uppboðin. Þetta er sama þróun og er að eiga sér stað í Bandaríkjum og Danmörku. Verðið er að hækka mikið þótt þær upphæðir séu á allt öðrum skala úti í heimi en hér.“ Áföllin sem íslenskur myndlistarmarkaður varð Bitist um gömlu meistarana fyrir í kjölfar svokallaðs málverkafölsunarmáls eru flestum enn í fersku minni en Jóhann segir augljóst að áhrif þeirra áfalla séu nú nánast horfin. „Ég held að það sé alveg ljóst að markaðurinn sé búinn að jafna sig eftir þetta. Við Háskólann á Bifröst var tekin saman listaverkavísitala og það sýndi sig að árið 2005 fór hún beint upp á við og sú þróun hélt áfram 2006. Verk hafa verið að fara á háu verði, til dæmis fór verk hjá okkur eftir Ásgrím Jónsson á yfir 6 milljónir og svo hefur fengist mjög hátt verð fyrir Þorvald Skúlason og svo auðvitað Kjarval. Einnig má nefna verk eftir Mugg, en í þvi tilfelli er skýringin líklega sú að það eru mjög fá verk eftir hann sem koma í sölu. Við seldum til dæmis pínulitla mynd eftir hann á 1,5 milljónir á síðasta uppboði." Guðmudur frá Miðdal vinsæll Allskonar fólk gerir sér ferð á listmunauppboð Gallerís Foldar, bæði áhugafólk sem vill fylgjast með og einnig fólk sem staðráðið er að fjárfesta í verkum. „Þetta hefur verið fastur kjarni af fólki sem sækir uppboðin okkar en upp á síðkastið höfum við verið að sjá ný andlit og yngra fólk. Þetta tengist auðvitað aukinni velmegun í þjóðfélaginu og yngra fólkið er smám saman að taka við. íslensku söfnin senda líka sína fulltrúa en eins og fram hefur komið í umfjöllun undanfarinna daga þá hafa þau úr ákaflega litlum fjármunum að spila og eru ekki í aðstöðu til að keppa við einkaaðila um verk.“ Um tuttugu leirverk eftir Guðmund frá Miðdal verða boðin upp á sunnudaginn en þau hafa margfaldast í verði á mjög stuttum tíma. Jóhann segist ekki hafa áttað sig á því hvað skýri þá auknu eftirspurn. „Fálkinn hans hefur notið mikilla vinsælda en á síðasta uppboði okkar fór hann á um 400.000 sem er fjórum sinnum meira en hann fór á fyrir um einu og hálfu ári. 1 kjölfarið fylltust allar hirslur hjá okkur af munum eftir Guðmund og á sunnudaginn verða tuttugu munir eftir hann boðnir upp, þar á meðal fálki og önnur Telpur í boltaleik Búist er við að þetta verk Þorvaldar fari á mjög háu veröi. tegund af fálka sem ekki hefur sést áður á uppboði. Þetta eru hlutir sem margir settu í ruslið fyrir tveimur árum.“ Verkin sem boðin verða upp eru til sýnis í Gallerí Fold við Rauðarárstíg í dag, föstudag, frá klukkan 10-18, laugardag 11-17 °g sunnudag 12-17. Vefsíða Gallerís Foldar er www. myndlist.is. www.europcar.is Upplifðu \ wHw / Kynntu þértilboð okkar á bílaleigubílum * ** 1 ' i f -<*r * V V V \ wa. V O* J Pantaðu bílinn hjá Europcar áður en þú leggur af stað Við erum i 170 löndum. Upplýsingar og bókanir í síma: 565 3800 europcar@europcar.is - Europcar ÞÚ LEIGIR MEIRA EN BARA BÍL. Þekking á undirdjúpunum Viðurkenning Hagþenkis 2007 var veitt í vikunni. Að þessu sinni var bókin íslensk- ir fiskar eftir Gunnar Jónsson, Jónbjörn Pálsson og Jón Baldur Hlíðberg útnefnd til verðlaun- anna. I umsögn dómnefndar um verkið segir: „Bókinf...] er unnin af fágætri alúð og vand- virkni. Ekkert skyldar fiskifræð- inga á Hafrannsóknastofnun til að gera meira en að afla vísinda- legrar þekkingar á undirdjúpun- um og skrifa fræðilegar greinar- gerðir og skýrslur, en höfundar bókarinnar hafa gert betur og færa nú vísindasamfélaginu og öllum almenningi víðtæka þekk- ingu sína á fiskum, sem lifa eða fundist hafa í sjónum umhverf- is landið, með þeim hætti að að- dáun vekur."

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.