blaðið - 02.03.2007, Page 22

blaðið - 02.03.2007, Page 22
 matur d y§L$ 'P’PI? Grillmatur vf/ """ Þótt enn sé langt í sumarið er tilvalið að draga grillið fram og fá smá forskot á sæluna. Ilmurinn blaðið matur@bladid.net og bragðið mun minna á sumarið og áður en varir er skapið léttara. Ef gamla góða salatið er orðið bragðlaust má alltaf hressa upp á það með ediki, hnetum, eplum, síld, rækjum eða ýmsu öðru. Möguleikarnir eru óendanlegir enda bragðast flest matvæli vel með salati. María Sigrún er mikil áhugamanneskja um mat Meðvituð um hollustu Ljúffengt og þægilegt Þegar dagurinn hefur veriö anna- samur og heimilisfólkið er lúið er gott að búa til einn auðveldan en Ijúffengan pastarétt. Hvað er þá betra heldur en hefðbundið spa- gettí með tómat- og basilsósu? Pasta með tómat- og basilsósu Fyrir sex ■ 500 g spagettí (ósoðið) ■ 4 niðurskornir tómatar (um það bil 4 bollar) ■ 1 dós af ítalskri pastasósu ■ 1 tsk. þurrkað basil eða 2 tsk. ferskt niðurskorið basil ■ Vá tsk. svartur pipar ■ 1 msk. olía ■ 500 g ferskur aspas, skorinn í u.þ.b. 2 cm bita (um það bil 2 bollar) ■ 1 miðlungskúrbítur, skorinn í helminga og í sneiðar parmesanostur Sjóðið pasta eins og leiðbeiningar á pakka segja til um og látið vatnið leka af því. Blandið tómötum, sósu, basil og pipar í stórum potti, hrærið vel saman og látið sjóða. Minnkið hitann, setjið lok yfir pottinn og leyfið að krauma í 20 mínútur. Takið lokið af og sjóðið í 15-20 mínútur eða þar til sósan hefur þykknað. Hrærið reglulega í sósunni. Hitið upp olíu á pönnu og setjið aspas og kúrbít út í. Steikið grænmetið þar til það er orðið mjúkt. Blandið pastanu við græn- metið og hrærið vel saman. Setjið sósuna ofan á pastað og dreifið parmesanosti ofan á. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd. svanhvit@bladid.net María Sigrún Hilmarsdóttir, frétta- maður hjá Sjónvarpinu, hefur alltaf haft áhuga á eldamennsku og seg- ist lítið nota uppskriftir. „Mamma er eiginlega mín uppskriftabók, ég hringi bara í hana og læri af henni. Mamma leyfði mér að vera með í að elda þegar ég var lítil stelpa og ég fékk því áhuga á mat mjög snemma. Mér finnst sérstaklega gaman að baka og ég baka brauð, kökur, vöffl- ur og allt mögulegt,“ segir Maria Sigrún sem reynir að vera dugleg að elda heima hjá sér. „Ég legg mig fram við að elda heima en þegar maður er á löngum vöktum þá gefst ekki mikill tími til að elda. Þá borða ég oft í hádeginu í mötuneytinu og læt það vera aðalmáltíð dagsins. Þar sem þetta er vaktavinna þá á ég góða frídaga á móti og þá get ég nostrað við eldamennskuna og boðið vinum og fjölskyldu í mat.“ Borða mikið affiski María Sigrún segist vera meðvit- uð um hvað hún borðar og til dæmis borði hún mikið af fiski. „Mér finnst mjög skemmtilegt að matreiða góð- an fisk og hafa gott salat með. Svo finnst mér gaman að setja ávexti í salat en það opnuðust einhverjar nýjar víddir fyrir mér í matargerð egar ég uppgötvaði það. Auk þess em ég oft við á Fylgifiskum og næ í einhvern góðan rétt þar. Ég reyni því að hugsa um hvað ég borða. Mað- ur er það sem maður borðar og ég vil frekar vera gerð úr fiski, grænmeti, „Mér finnst mjög skemmti- iegt að matreiða góðan fisk og hafa gott salat með.“ ávöxtum og hnetum heldur en feitu kjötfarsi og brúnni sósu,“ segir Mar- ía Sigrún og hlær. „Ég reyni að hafa það í huga þegar ég vel matinn." Matareitrun á Ibiza Aðspurð hver sé skrýtnasti mat- urinn sem hún hefur bragðað segir María Sigrún að það hafi verið í út- skriftarferð sinni á Ibiza árið 1998. „Ætli það sé ekki vonda ostran sem ég fékk matareitrun út af en ég hef ekki bragðað ostru síðan. Ég var veik í marga daga, lenti á spítala á Ibiza og var svo send heim. Ég er svolítið brennd af því og er hrædd við hráan fisk, fer varlega í að borða sushi og svo framvegissegir María Sigrún sem lætur fylgja með ljúffenga upp- skrift að laxi og salati. Grillaður soja- og hun- angsmarineraður lax fyrir 6 ■ 900 g laxaflak með roðinu Marinering: ■ 3 dl þunn sölt sojasósa (þessi venjulega) ■ 3 msk. ostrusósa ■ 11/2 msk. hunang ■ 3/4 tsk. saxað chili ■ 11/2 rif hvítlaukur, smátt saxaður ■ 11/2 msk. þykk sæt sojasósa ■ hvítur pipar. Beinhreinsið laxinn og skafið roðið. Skerið í 6 jöfn stykki, leggið í fat með háum kanti. Blandið sam- an öllu í marineringuna og hellið yfir laxinn og látið marinerast í 6 klst. Grillið laxinn (best í álbakka) með roðið niður þar til það er mátu- lega brúnt og stökkt. Berið fram t.d. með: ■ Heilum beikonvöfðum sveppum sem þræða má á trépinna og grilla með. Salatið hennar Maríu ■ 1 poki klettasalat ■ 1 rauð paprika, skorin í bita ■ 1 klasi rauð vínber, steinlaus skorin í tvennt ■ 1/2 kantalópmelóna, skorin í stóra teninga ■ 1/2 gullostur, skorinn i teninga ■ 1 poki cashew-hnetur ■ 3 vorlauksstilkar, skornir í litla bita ■ Mango balsamico og græn ólífuolía. Má líka nota venjulegt balsamedik Kr. 123.876.- HVlT HÁ6LANS j|s| ORMSSON SMÁRALIND • Sími 530 2907 / 530 29C NYTT FALLEGT, VANDAÐ, ÓDÝRT ogTlL Á LAGER-NÚNA SETTU ÞAÐ SAMAN Mf ORMSSON LÁN: Mánaöarleg jöfn afborgun (48 mánuöi :Kr. 5.858.- AEG AEG HEIMILISTÆKI ÁTILBOÐSVERÐI ÞEGAR KEYPTAR ERU „SETTUÞAÐ SAMAN" INNRÉTTINGAR EH csm ÁRVIRKINN, SELFOSSI • Sími 480 1160 AKUREYRI • Sími 461 5003 Blaðlaukssalat með kúskús ■ 200 gr. kúskús ■ safi úr 2 sítrónum ■ 50 ml ólífuolía ■ 100-125 ml soðið heitt vatn ■ 1 blaðlaukur, skorinn í þykkar sneiðar ■ 1 rauðlaukur, niðurskorinn ■ 2 handfyllir af smátt skorinni steinselju ■ handfylli af smátt skorinni myntu ■ salt ■ pipar ■ 100 g fetaostur Setjið kúskús í stóra skál og bætið sítrónusafa og ólífuolíu við. Hellið heitu vatninu yfir, hrærið og setjið plastfilmu yfir skálina. Látið standa í 10 mínútur. Sjóðið blaðlaukinn f saltvatni þar til hann er orðinn mjúkur. Sigtið laukinn og bætir honum við kúskús ásamt lauknum, steinselju og myntu. Hrærið og kryddið með salti og pipar. Bætið fetaosti við og berið á borð.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.