blaðið


blaðið - 15.03.2007, Qupperneq 16

blaðið - 15.03.2007, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2007 blaðið Gagnrýnandi er maöur sem þekkir veginn en hefur aldrei lært aö aka. KennethTynan Franskar bækur í forgrunni [ Bókabuo Máls og menningar á Laugavegi stendur yfir frönsk bókasýning. Þar er að finna fjölbreytt úrval franskra bóka og allnokkur meistarastykki eru þar á meðal. Þetta eru bækur á frönsku, franskar bækur á ensku og íslenskar þýðingar á frönskum úrvalsverkum. Franskir fánar grýða svo verslun- ina. Bókmenntaunnendur ættu að líta við í Máli og menningu og kynna sér úrvalið. Bókasýn- ingin, sem er vitaskuld sölusýn- ing, stendurtil 18. mars. Metsöluiistinn - íslenskar bækur ^ Viltu vinna milljarð? - kilja Vikas Swarup 2 Skólinn hans Barbapabba AnnetteTison , Skipið - kilja Stefán Máni 4 Sálmabók ' Ýmsir höfundar 5 Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini 6 Aðveraeðasýnast Hörður Bergmann _ Sér grefur gröf - kilja Yrsa Sigurðardóttir 8 llmurinn - kilja Patrick Siiskind 9 HringurTankados Dan Brown 1(j Hreinn og sjónræningjarnir Jón Sveinbjörn Jónsson Listinn er gerður út frá sölu í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar dagana 07.03 -13.03. Metsölulistinn - erlendar bækur The S’thHorseman James Patterson The Thirteenth Tale Diane Setterfield Ðirty Blonde Lisa Scottolíne WhitethornWoods Maeve Binchy Pieteofmy Heart Peter Robinson Montana Sky Nora Roberts TheColdMoon Jeffery Deaver The Alchemist - Gift Edition Paulo Coelho Complete dog 10 Nowyou'reCookingThai Rebo books Listinn er gerður út frá sölu dagana 07.03.07 -13.03.07 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar Erum bílskúrsband ið árlega Spaðaball verður haldið á Nasa næstkomandi föstu- dagskvöld. Meðlimir Spaða eru Gunnar Helgi Kristinsson, Aðalgeir Arason, Guðmundur Pálsson, Magnús Har- aldsson, Guðmundur Ingólfsson, Sigurður G. Valgeirsson og Guð- mundur Andri Thorsson. Sala á miðum á tónleikana er í Tólf tónum við Skólavörðustíg og á nasa.is. „Þetta er gamall kunningjaklúbb- ur sem hittist einu sinni í viku og spilar lög eftir meðlimi hljómsveit- arinnar. Við erum bílskúrsband og viljum helst vera það. En þegar hljómsveitarmeðlimir hafa samið dágóðan slatta af lögum og eru búnir að spila þau allnokkrum sinnum þá verður að fara á næsta stig með það og halda ball. Það er það sem við gerum. Einu sinni á ári skjótumst við út úr híði okkar og höldum hið árlega Spaðaball," segir Guðmundur Andri Thorsson sem er aðalsöngvari Spaða. Þið komið ekki oftfram opinber- lega en þegar það gerist, er það þá ekki gaman? „Jú, okkar finnst það óskaplega gaman því þá fer þetta allt fram á okkar forsendum. Við höldum ballið og fólk kemur til að hlusta á okkur og við ráðum lagavalinu. Við spilum lög eftir okkur og erlend þjóðlög sem við höfum grafið upp og eru ekki þekkt nema meðal vel- unnara og áhangenda sveitarinnar. Ef maður spilar á árshátíð þá þarf maður að spila Bjarnastaðarbeljurn- ar allt kvöldið og við nennum því ekki.“ Tilgangurinn ekki að slá í gegn Þú ert aðalsöngvari hljómsveitar- innar, færðu mikla útrás meðþví að syngja? „Eg hef alltaf haft mikið yndi af söng og alveg frá því ég var krakki hef ég sungið mikið. Ég er ekki góð- ur söngvari en mér finnst bara svo skemmtilegt að syngja og þetta er eini vettvangurinn þar sem mér býðst slíkt. Ég var í kórum hér áður fyrr en það er svo flókið félagslegt atferli að vera í kór og gengur mikið út á samskipti kynjanna og annað sem mér er alveg ofviða.“ Hvað heldurðu að Spaðar verði lengi að, kannski jafn lengi og Rol- lingStones? „Kannski jafn lengi og Buena Vista Social Club, sem er skemmtilegri samlíking því Rolling Stones hefur mér alltaf þótt leiðinleg hljómsveit og bjánaleg. Við höfum ekkert hugs- að út í það hvað við verðum lengi, við hættum þegar við verðum leiðir á þessu. Leikurinn er ekki til þess gerður að slá í gegn. Við erum ekk- ert sérstaklega að sækjast eftir því að höfða til fleiri en við gerum nú þegar. Þetta er alveg prýðilegt eins og það er.“ Ligg yfir textanum Þú ert aðallega þekktur fyrir rit- störf, er von á nýrri skáldsögu fyrir jól? „Já, það kemur bók fyrir jólin. Ég fékk loksins nokkuð góða hugmynd að skáldsögu og er að vinna í henni. Ég ætla eklci að segja meira að svo stöddu.“ Þú ert ekki einn af þeim höfund- um sem senda frá sér bók annað hvert ár. „Nei, ég er ekki mjög afkastamik- ill höfundur. Það er svo margt ann- að sem ég hef gaman af að gera auk þess að skrifa. Ég hef alltaf unnið töluvert með skriftunum og það hef- ur sitt að segja. Þegar ritstörfin eiga í hlut er ég kannski nokkuð lengi að hafa mig að verki og svo hættir mér til að liggja yfir textanum þegar ég er byrjaður á annað borð. Annars lief ég svosem enga skýringu á því af hverju ég er svona afkastalítill. Ætli það sé ekki bara metnaðarleysi?“ Sesar myrtur Á þessum degi árið 44 f. Kr. var Júlíus Sesar myrtur. Vinir og sam- starfsmenn Sesars höfðu snúist gegn honum vegna einræðistilburða hans, en hann hafði sankað að sér embættum og var einvaldur í Róm. Höfuðpaurar samsærisins gegn Ses- ari voru Kassíus og Brútus en Sesar hafði reynst þeim vel, sérstaklega Brútusi. Sesar kallaði öldungaráðið saman 15. mars. Sagt er að spámað- ur hafi varað Sesar sérstaklega við þeim degi. Þegar Sesar settist í sæti sitt í öld- ungaráðinu var ráðist á hann og hann stunginn að minnsta kosti tuttugu og þremur stungum. Þegar Brútus lagði til Sesars sagði Sesar: „Þú líka, barnið mitt“ og hætti að verja sig. I leikriti Williams Shake- speare um Sesar eru andlátsorðin hins vegar: „Og þú líka, Brútus.“

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.