blaðið - 16.03.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaöiA
INNLENT
OVEÐUR AREYKJANESI
Fimm gámar í sjó
Flugmenn Landhelgisgæslunnar komu í gær auga
á tvo af fimm gámum sem fóru í sjó er Kársnes,
skip Atlantsskipa, lenti í brotsjó klukkan hálf sjö á
þriðjudagskvöldið. Gámarnirfóru í sjóinn um 1,5 mílur
vestur af Garðskaga.
RÍKISSJÓÐUR
Lánshæfismat lækkar
Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfismat
ríkissjóðs í erlendri og innlendri mynt úr AA- og AAA í A+
og AA. Einnig var lánshæfiseinkunnin fyrir skammtímaskuld-
bindingar í erlendri mynt lækkuð í F1 úr F1+ og landsein-
kunnin lækkuð í AA- úr AA.
AFLI SKIPA i FEBRÚAR
Dró úr veiöi
Heildaraflinn var minni nú í febrúar en á sama tíma í
fyrra. Samkvæmt Hagstofunni var hann rúmum fimm
prósentum minni. Alls voru veidd tæplega þrjú hundruð
þúsund tonn í febrúar. Ýsuaflinn jókst frá því í fyrra og
aukning varð í uppsjávarafla en annar afli dróst saman.
íslendingur í haldi í Bremen:
Situr enn inni
Fíkniefnalögreglan hefur frá
því í október á síðasta ári unnið að
rannsókn á máli er varðar tilraun
til innflutnings á um 14 kílóum af
hassi og 200 grömmum af kóka-
íni. Einn íslenskur karlmaður á
þrítugsaldri, sem situr í haldi í
Bremen vegna rannsóknar á öðru
fíkniefnamáli, var eftirlýstur er-
lendis vegna gruns um aðild að
málinu. Þá hafa fjórir sætt gæslu-
varðaldi hér á landi vegna málsins.
Þeim hefur öllum verið sleppt.
Málið er nú á lokastigi og verður
sent til ríkissaksóknara til ákæru-
meðferðar á næstunni.
Tunguvegur í Mosfellsbæ:
í umhverfismat
Mosfellsbær hefur ákveðið að
setja hinn nýja Tunguveg í um-
hverfismat þrátt fy rir að Skipulags-
stofnun og Umhverfisstofnun hafi
lýst því yfir að þess þurfi ekki.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segist
reikna með því að íbúar verði
almennt ánægðir með þessa
ákvörðun bæjarráðs. Þrátt fyrir
að lægi á veginum sagði hún rétt
að fara varlega og láta árnar njóta
vafans.
Tunguvegi er ætlað að tengja
nýtt ibúðahverfi í Leirvogstungu
við skóla og aðra þjónustu í Mos-
fellsbæ, og tryggja örugga umferð
barna til og frá íþróttasvæðinu að
Tungubökkum. Vegurinn mun
liggja yfir Varmá og Köldukvísl
þar sem þær renna til sjávar.
Kynferðisbrot á Guðmund í Byrginu:
Trúverðug vitni
Kærur sjö kvenna um kynferð-
isbrot á hendur Guðmundi í Byrg-
inu virðast eiga við rök að styðjast.
Þetta segir Ólafur Helgi Kjartans-
son, sýslumaður á Selfossi, en emb-
ætti hans rannsakar kærurnar.
„Eins og er, miðað við vitnaleiðslur
og gögn, virðast kærurnar eiga við
rök að styðjast."
Ólafur Helgi segir rannsókn-
ina langt komna og eru líkur á
að henni ljúki í þessum mánuði.
Enn hefur Guðmundur ekki lagt
fram kæru vegna nauðgunar líkt
og hann hafði boðað. „Málið er í
fullum gangi,“ segir Ólafur Helgi.
Meint fjársvik forsvarsmanna
dvalarheimilisins Byrgisins eru
svo til rannsóknar hjá ríkislögreglu-
stjóra eftir að Ríkisendurskoðun
lagði fram formlega kæru. Eignir
fyrirtækisins Úrim og túmmím
ehf., í eigu Guðmundar Jónssonar,
fyrrverandi forstöðumanns Byrg-
isins, og Jóns Arnars Einarssonar,
fyrrverandi aðstoðarforstöðu-
manns Byrgisins, hafa verið kyrr-
settar á meðan rannsókn málsins
stendur yfir. Um er að ræða fimm
sumarhúsalóðir og eitt sumarhús.
FOSSBERG
SERVERSLUN
FAGMANNSINS
Hanski í hæsta gæðaflokki verð: 795 kr.
• Microtan / Nylon, Polyester
• Franskur rennilás
• Endurskinsrendur
• Sérlega mjúkur og sterkur
Fellur frábærlega vel að hendi
Má þvo á 40° hita
Sérlega gott grip í bleytu
Efni sem andar (Breathable)
Alhliða gæða vinnuhanski Stærðir: 6,7,8,9,10 og 11
Pakkn.6/60 Fingralipur sterkur og þjáll
Sími 5757 600 • Fax 5757 605 • Dugguvogi 6 • 104 Reykjavík
íossberg@fossberg.is • www.fossberg.is
Geta tvöfaldað laun sín
blaði
Tafir vegna sekta? Upplýsingafulltrúi Landsvirkjun-
ar útilokar að dagsektum verði beitt vegna tafa við
gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar. Verkið er
nú þegar mörgum mánuðum á eftir áætlun og staða
Landsvirkjunar gagnvart töfum er gagnrýnd.
Mynd/Steinunn Áummdsdöttir
Blaðið 14. mars 2007
Efasemdir um kröfurétt Landsvirkjunar vegna tafa:
Hundruð milljóna í
húfi á fáum vikum
Ekki verið að tala um dagsektir ■ Landsvirkjun fær reikninginn
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
Nú þegar er gerð aðrennslisganga
Kárahnjúkavirkjunar fimm mán-
uðum á eftir áætlun og enn ekki
útséð hvenær verkinu lýkur. Al-
mennum starfsmönnum Impregilo
og yfirmönnum þeirra bjóðast ríku-
legir bónusar ef þeim tekst að klára
göngin fyrir 28. maí. Starfsmenn-
irnir geta nærri tvöfaldað laun sín
fram að verklokum en yfirmenn-
irnir eiga það á hættu að dregið
verði af bónusum þeirra vegna
slysa eða slælegrar frammistöðu
starfsmanna.
Áætlaður heildarkostnaður Kára-
hnjúkavirkjunar er um hundrað
milljarðar ícróna. Til stóð að hleypa
vatni á aðrennslisgöngin í byrjun
febrúar en nú er ljóst að það verður
aldrei fyrr en í fyrsta lagi í október.
Beðið eftir reikningi
Árni Finnsson, formaður Náttúr-
uverndarsamtaka íslands, bendir
á að borun aðrennslisganga hafi
átt að vera lokið miklu fyrr en nú
er talað um. Hann telur ólíklegt að
Landsvirkjun eigi nokkurn kröfu-
rétt vegna tafa. „Impregilo er nú
þegar þónokkuð á eftir og er að erf-
iða við að ná nýjasta markinu sem
sett var. Þetta hentar fyrirtækinu ör-
ugglega ekkert illa þar sem þeir ná
að smyrja ofan á verðið vegna þess
hversu erfitt verkið hefur reynst,“
segir Árni. „Þeir geta borið því við
að jarðfræðirannsóknum hafi verið
áfátt. Ég á ekki von á því að Lands-
virkjun geti gert kröfu á þá vegna
tafa. Landsvirkjun fær reikninginn,
það er bara spurning hvað hann
verður hár.“
Óttast ekki átök
Þorsteinn Hilmarsson, upplýs-
ingafulltrúi Landsvirkjunar, stað-
festir að verkið sé fimm mánuðum
á eftir áætlun. Hann segir tafirnar
tilkomnar vegna ófyrirsjáanlegra
aðstæðna og bendir á að byggðar-
línan ætti að geta útvegað rafmagn
eitthvað inn á sumarið.
„Við erum sífellt í samráði við
Impregilo í þessu stóra verki. Á
verktímanum hafa samningar verið
reglulega endurnýjaðir og viðaukar
gerðir í tengslum við breytingar.
Fram til þessa er allt upp gert og við
óttumst ekki átök við verklok,“ segir
Þorsteinn. „Sem verkkaupi höfum
við borið kostnað af ófyrirséðum at-
vikum en höldum alveg kostnaðar-
áætlun. Impregilo þarf nú að skila
á réttum tíma, ef ekki þurfum við
að sjá hvað við getum gert því þá
snýst þetta um tekjutap hjá okkur
og Alcoa.“
Halda áætlun
Erna Indriðadóttir, upplýsinga-
fulltrúi Alcoa Fjarðaráls, segir
áætlun fyrirtækisins standa og að
fyrsti áfangi álversins á Reyðafirði
verði settur í gang í byrjun apríl.
Hún ítrekar að Landsvirkjun sé skul-
bundin til að útvega rafmagn fyrir
þann áfanga og vill ekki gefa upp
hversu háar bætur eru tilgreindar
í samkomulaginu. Aðspurð segist
hún þó ekki hjá því komist að velta
fyrir sér því fjárhagslega tjóni sem
kunni að verða, ef forsendur samn-
ingsins bregðast. „Við erum með
samning við Landsvirkjun og við
munum fara af stað á tilsettum
tíma. Á meðan staðið er við orkuöfl-
unina þá höfum við lítið um málið
að segja og höldum okkar áætlun,"
segir Erna.
Töluvert tekjutap
Aðspurður telur Þorsteinn
ákveðinn flöskuháls blasa við því
að byggðalínan nægi ekki til að
keyra álver Alcoa á Reyðafirði upp
samkvæmt áætlun. „Líklega mun
Alcoa þurfa að keyra álverið hægar
upp en til stóð. Ef göngin tefjast len-
gur munum við tapa sölu á raforku
og þeir sölu á áli,“ segir Þorsteinn.
„Það eru miklar tekjur í húfi hjá
báðum aðilum, þetta eru stórar up-
phæðir hjá okkur sem geta hlaupið
á hundruðum milljóna á öfráum
vikum Samkomulag okkar við
Impregilo snýr að því að þeir ljúki
verkinu á ákveðnum tíma. Ef þetta
fer einhvern veginn öðruvísi þá þarf
að semja um það.“
Samningsstaða
Landsvirkjunar
gagnvart töfum
<*** er alveg afleit
K:
Úmar Ragnarsson,
fréttamaöur
Wð óttumst ekki
átök vlð verklok
Þorsteinn Hilmarsson,
upplýsingafulltrúi
Landsvirkjunar
Vandræðin rétt að byrja
Ómar Ragnarsson fréttamaður
hefur áhyggjur af því að Lands-
virkjun sé ekki i nægjanlega góðri
aðstöðu hvað bætur varðar. „Þetta
er mjög einfalt og nú að rætast það
sem ég hef varað við. Verkið var mun
flóknara en Impregilo óraði fyrir og
nú eru vandræðin sem framundan
eru rétt að byrja. Samningsstaða
Landsvirkjunar gagnvart töfum er
alveg afleit," segir Omar.
Þorsteinn útilokar að verið sé að
hugsa um dagsektir vegna tafanna
enda sé ekki gert ráð fyrir slíku í
samningum. Hann telur ólíklegt að
nokkur málsaðili stefni á bótakrö-
fur. „Ég held að enginn sé í dagsekta-
eða kröfuhugleiðingum heldur eru
það hagsmunir allra að ljúka verki,“
segir Þorsteinn.
í hlutverki þess litla
Aðspurður telur Ómar sam-
komulagið milli Landsvirkjunar
og Impregilo vera of götótt til að
tryggja Landsvirkjun gegn töfum.
Hann segir forsendur samningsins
alltof veikar. „Landsvirkjun ákvað
meðvitað að bora ekkert i misgeng-
iskaflann og kanna verkið betur
fyrirfram. Þessi kafli hefur reynst
fyrirtækinu einna verstur og hugs-
anagangurinn er ólýsanlegur,“ segir
Ómar. „Ef kemur til átaka milli
Impregilo og Landsvirkjunar þá
lendir Landsvirkjun i áður óþekktu
hlutverki. Þá verður fyrirtækið ekki
lengur í hlutverki þess sterka heldur
snýst dæmið alfarið við.“