blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 1
53. tölublaö 3. árgangur
föstudagur
16. mars 2007
■ FÓLK
Kolbrún Bjömsdóttir fór frá Skjá einum
yfir á Stöð 2, síðan á RÚV en nú liggur
leiðin í morgunþátt
Bylgjunnar |síðai6
FRJÁLST, ÓHÁÐ &
■ MATUR
Valgerður Matthiasdóttir sjónvarps
kona segist vera ágætis kokkur og
hefur gaman af því að elda
í góðum félagsskap | sIða22
Árni Finnsson um fimm mánaða tafir á gerð aðrennslisganga Kárahnjúkavirkjunar:
Landsvirkjun borgar
■ Alcoa ætlar að byrja á réttum tíma ■ Samningsstaða Landsvirkjunar sögð veik
Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net
Þrátt fyrir að gerð aðrennslisganga Kárahnjúka-
virkjunar sé fimm mánuðum á eftir áætlun og
enn ekki útséð hvenær verkinu lýkur ætla forsvars-
menn Alcoa Fjarðaáls að gangsetja fyrsta áfanga
álversins á Reyðarfirði í byrjun apríl.
Erna Indriðadóttir, upplýsingafulltrúi Alcoa
Fjarðaáls, ítrekar að Landsvirkjun sé skuldbundin
til að útvega rafmagn fyrir þann áfanga.
Aðspurð segir Erna þó ekki hjá því komist að
velta fyrir sér því fjárhagslega tjóni sem kunni að
verða bregðist forsendur samningsins. Hún vill
ekki gefa upp hversu háar bætur eru tilgreindar í
samkomulagi milli fyrirtækjanna.
Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi Lands-
virkjunar, segir að byggðalínur ættu að geta út-
vegað álverinu rafmagn en þó ekki nægilega mikið
til að keyra álver Alcoa á Reyðarfirði samkvæmt
áætlun.
„Ef göngin tefjast lengur munum við tapa sölu
á raforku og þeir sölu á áli,“ segir Þorsteinn. „Það
eru miklar tekjur í húfi hjá báðum aðilum, þetta
eru stórar upphæðir hjá okkur sem geta hlaupið á
hundruðum milljóna á öfráum vikum.“
Ómar Ragnarsson fréttamaður segir samnings-
stöðu Landsvirkjunar er lúti að skaðabótum afleita.
Samningurinn sé of götóttur. Undir það tekur
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka
íslands. „Impregilo getur borið því við að jarðfræði-
rannsóknum hafi verið áfátt,“ segir hann. „Lands-
virkjun fær reikninginn, það er bara spurning
hvað hann verður hár.“
Þorsteinn útilokar að verið sé að hugsa um dag-
sektir vegna tafanna enda sé ekki gert ráð fyrir
slíku í samningum. Hann telur ólíklegt að nokkur
málsaðili stefni á bótakröfur.
Sjá einnig síðu 4
Fámennt í þingsal Senn líður að þinglokum á Alþingi og bíða tugir mála afgreiðslu. Auðlindaákvæðið setti svip sinn á þingfund í gær. Meira var skrafað á göngum Alþingis heldur en í
þingsal og gáfu fáir þingmenn sér tíma til að hlýða á Rannveigu Guðmundsdóttur. Vorþingi átti samkvæmt áætlun aö Ijúka í gær en nú er Ijóst að þing mun starfa fram á helgi.
» síða 30
Nýtur lífsins í íran
Hanna Björk Valsdóttir er búsett
í fran þar sem hún vinnur fyrir
íranskan leikstjóra og nýtur
lífsins á tehúsum umkringd
mörkuðum, litríku mannlífi og
menningu.
VEÐUR
» síða 2
Áfram él
Vestlæg átt syðra og
áfram él, einkum suð-
vestantil. Hiti 0 til 5
stig, en um frostmark
norðantil.
VIÐTAL
síður24
Fjölhæfur leikarasonur
Ragnar Kjartansson, mynd-
listar- og tónlistarmaður,
segist hafa orðið fyrir miklum
áhrifum frá leikhúsi á uppvaxt-
arárum sínum sem kemur
fram í list hans í dag.
OUarcð
Afgreiðslutími virka daga: 10-18 og lau.: 11-16
Reykjavík sími: 533 3500 - Akureyri sími: 462 3504
Egilsstaðir: sinii: 471 2954