blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 18

blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 18
18 FOSTUDAGUR 16. MARS 2007 blaðið kolbrun@bladid.net Betra er að tíu sekir sleppi en að einn saklaus líði. Afmælisborn dagsms BERNARDO BERTOLUCCI LEIKSTJÓRI, 1940 JERRY LEWIS LEIKARI, 1926 William Blackstone Listaskáldið Tamra-hlíðarkórinn syngur lög við kvæði Jónasar Hallgrímssonar í Listasafni íslands á sunnudag. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar og Páll Valsson Páll Valsson rithöfundur kynnir Ijóðin og spjallar um Jónas á milli laga. Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Tríó Reykjavík- ur í Hafnarborg Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg sunnudaginn 18. mars klukkan 20. MeðlimirTríós Reykjavíkur eru þau Peter Máté píanóleikari, Guðný Guðmunds,- dóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Tríóið hefur farið í tónleikaferðir til Danmerkur, Þýskalands, Finnlands, Prag og London og einnig leikið í hinu nýja tónlistar- húsi Grænlendinga. Hljóðritanir með leik tríósins hafa verið leiknar víða á evrópskum út- varpsstöðvum. Tríó Reykjavíkur var valið kammerhópur Reykja- víkur árið 2007. Dr.Hauschka Náttúrulegar snyrtivörur Rósakrem fyrir þurra og viðkvæma húð IWUuWlllUI Rok OíyCrwm Dr.M».mhtu Rojc Day Crear» Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber hjálpa til við að varðveita rakann í húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og veitir henni sérstaka vernd. Rósakremið inniheldur einungis hrein náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar lækningajurtir. Það er án allra kemiskra rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á einnig við um allar aðrar vörur frá Dr.Hauschka. dreifing: Útsölustaöir: Yggdrasill Skólavöröustíg 16, Frœlö Fjaröarkaup, Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maöur Lifandi, Lyf og Heilsa Kringlunni og Heilsuhorniö Akureyri. Fyrir ofan tilfinningarnar radualekórLangholts- kirkju og Caput-hóp- urinn halda tónleika í Langholtskirkju sunnudaginn 18. mars klukkan 17. Á efnisskrá eru verk eftir rússneska tónskáldið Sof- ia Gubadulina og frumflutt verður verk Elínar Gunnlaugsdóttur sam- ið fyrir Caput og Gradualekórinn við texta Matthíasar Johannessen úr Sálmum á atómöld. Stjórnendur eru Guðni Fransson og Jón Stefáns- son. Jörðin er fegursta tréð Það er unglingakór, Gradualekór Langholtskirkju, ásamt ellefu hljóð- færaleikurum Caput-hópsins sem frumflytur verk Elínar. „Þetta er verk við ljóð númer 15 úr Sálmum á atómöld eftir Matthías Johann- essen,“ segir Elín. „Fyrir þremur árum samdi ég sjö lög við ljóð úr Sálmum á atómöld. Skömmu síðar var ég beðin um að halda fyrirlest- ur um þessa tónsmíð. Þá fletti ég aftur í gegnum ljóðabókina, rakst á þetta ljóð og var hissa á því að hafa ekki notað það. Síðan hefur þetta ljóð fylgt mér, en það er svona: Jörðin er fegursta tréð ígarði þinum, en þótt gamalt fólk segi að við séum gerð íþinni mynd hefur sú hugsun hvarflað að mér aö við séum ormarnir í iaufinu." Ertu hrifin af Ijóðum Matthías- ar? „Já, ég er það en hef ekki lesið hann frá a til ö. Ég hef alltaf ver- ið hrifin af Sálmum á atómöld, kannski af þvi ég las þá bók á mót- unarárunum, sem unglingur. Mér finnst Matthías tala við Guð eins og pabba sinn. Ég hef mikið verið að útsetja sálma eftir eldri sálma- höfunda þar sem þeir bugta sig og beygja fyrir Guði og iðrast enda- laust. Kannski þess vegna finnst mér þessi nýja sýn skemmtileg og sennilega er hún 20. aldar sýnin á Guð.“ Nota fáa tóna Er mikið um að konur séu að semja? „Ég fékk nokkuð mikla athygli í byrjun af þvi ég er kona en núna held ég, sem betur fer, að það þyki ekkert tiltökumál að konur séu tónskáld. Meirihluti tónskálda hér á landi eru þó karlmenn. Ég var sjötta konan til að komast í tón- skáldafélagið og það hafa kannski bæst þrjár til fjórar við síðan þá.“ Hvað einkennir tónlistþína? „Ég held að ég sé klassísk í mér. Ég hugsa mikið um jafnvægi og það má segja að ég noti fáa tóna. Mér finnst að tónlist eigi að vekja tilfinningar. .Einn tónsmíðakenn- ari minn sagði að maður mætti aldrei tjá sjálfan sig algjörlega í tónlistinni og ég held að það sé rétt. Maður má ekki vera alveg á útopnu, ég held að úr slíku verði aldrei góð list, hvorki í tónlist né öðrum listgreinum. I listsköpun þarf maður á vissan hátt að setja sig fyrir ofan tilfinningarnar um leið og maður kemur eigin hugar- heimi á framfæri.“ Meistaraverk gefið út Á þessum degi árið 1850 kom út skáldsagan The Scarlet Letter. Bók- in er meistaraverk bandaríska rit- höfundarins Nathaniel Hawthorne. Skáldsagan gerist á 17. öld og þar seg- ir frá Hester Prynne sem drýgir hór, fæðir barn og er fordæmd af samfé- laginu en neitar að gefa upp nafn föð- urins. Skáldsagan telst til ldassískra verka i bandarískum bókmenntum og hefur margoft verið kvikmynduð. Hawthorne fæddist árið 1804 í Salem Massachusetts en fæðingar- heimili hans er nú orðið að safni. Hann þótti einkar hlédrægur mað- ur, ekki gefinn fyrir sviðsljós. Hann naut virðingar margra bókmennta- manna og meðal vina hans var Her- man Melville sem tileinkaði honum hina miklu skáldsögu Moby Dick. Hawthorne lést í New Hampshire árið 1864.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.