blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaðiö
Arcade Fire og
Muse á Hróarskeldu
Hljómsveitimar Arcade Fire og
Muse hafa staðfest komu sína á
Hróarskeldu-hátíðina í Danmörku
í sumar. Hátíðin fer fram dagana
5. til 8. júlí.
Muse gaf út sína fjórðu breið-
skífu, Black Holes And Revelati-
ons, í fyrra. Sveitin þykir frábær á
sviði, en Islendingar muna margir
eftir mögnuðum tónleikum þre-
menninganna í Laugardalshöll í
desember árið 2003.
Arcade Fire hefur hlotið nánast
einróma lof gagnrýnenda fyrir sína
aðra breiðskífu, Neon Bibie, sem
kom út fyrir skömmu. Sveitin hefur
notið vaxandi vinsælda frá því
hún gaf út sína fyrstu breiðskífu,
Funeral, árið 2004 og er talin ein
fremsta indí-sveit heims.
Meðal sveita sem nýlega stað-
festu komu sína á Hróarskeldu í
ár eru rappararnir í Beastie Boys,
hinir bandarísku Killers og Svíarnir
í Peter, Björn and John sem einnig
eru væntanlegirtil íslands í mars.
Þá munu Björk, Red Hot Chili
Peppers, Slayer, Klaxons og
steingervingarnir í The Who einnig
koma fram á hátíðinni í sumar.
Miðasala hafin á líkið
Miðasala er hafin á
tónleika bandarísku
dauðarokkssveitarinnar
Cannibal Corpse
sem treður upp á
tvennum tónleikum
á Nasa dagana 30.
júní og 1. júlí.
Miðasala fer fram á Midi.is og
í verslun Skífunnar og BT um allt
land. Upphitun verður í höndum
Mínus og Changer á fyrri
tónleikunum og Forgarðs
Helvíts, Momentum og
Severed Crotch á þeim
seinni.
Ást, kynlíf
Bloc Party er hljómsveit sem
hefur rosalega mikið að segja. Á
Weekend in the City fjallar sveitin á
sinn hátt um ýmislegt sem er ungu
fólki hugleikið í dag, svo sem dóp,
ást, kynlíf, kynþáttafordóma og
fylgifiska frægðarinnar.
Skífan hangir saman sem
heildstætt verk og fjallar um helgi
í London og hefst á laginu Song
For Clay (Disappear Here). „Ég
reyni að vera hetja í nútímaheimi“
eru fyrstu orð skífunnar. [ laginu
er sungið um grunnhyggnina sem
fylgir því að vera frægur og hvernig
foreldrar þeirra strituðu fyrir ekki
neitt. Söngvarinn efast um kosti
þessa lífs og heldur því reyndar
áfram út plötuna. Hann virðist
hvorki hafa fundið ást né hamingju
en er staðráðinn í að breyta lífi sínu.
Weekend in the City er mjög
persónuleg plata, svo persónuleg
að Morrissey sjálfur bað þá um að
skrúfa aðeins niður í tilfinningunum
og angistinni. Þetta er alls ekki
ókostur því söngurinn er einlægur,
hann er ekki að Ijúga.
Bloc Party gaf út hina frábæru
Silent Alarm árið 2005 sem kom
sveitinni á kortið sem einni af
fremstu rokksveitum Breta. Skífan
og dóp
atli@bladid.net
þótti hrá og kraftmikil, en melódísk
í senn. Á Weekend in the City
skrúfar sveitin örlítið niður í kraft-
inum og leyfir melódíunni að njóta
sín betur. Trommurnar eru komnar
aftar, söngurinn framar og allur
hljómur hefur verið slípaður.
Hljómur Bloc Party á Weekend
in the City er stærri, útpældari og
betri. Lög eins Hunting For Witc-
hes, The Prayer og Where is Home
eru meðal þeirra bestu sem sveitin
hefur gefið út og sanna að henni
hefur tekist að kveða niður fortíðar-
drauginn sem hamlar svo mörgum
sveitum að gefa út góða skífu eftir
þá fyrstu.
Deicide
The Stench oí Redemptíon
„Frábær gítaríeikur
ogsöngur."
- ERR
Laddi
Hver er sinnar kæfu smiður
★ ★★★☆
„Lögin standast
tímans tönn."
- AFB
Arcade Fire
Neon Bible
„ Magnaðar útsetningar,
frábær plata."
- AFB
Interpol klárar nýju plötuna
Hljómsveitin Interpol leggur nú
lokahönd á sína nýjustu breiðskífu,
sem áætlað er að komi út 5. júní næst-
komandi og verður sú fyrsta sem sveit-
in gefur út hjá útgáfurisanum Capitol.
Skífan er unnin í samstarfi við
upptökustjórann Rich Costey, sem er
frægur fyrir vinnu sína með bresku
sveitinni Muse. „Nýja platan er mun
kröftugri en forverarnir,“ sagði Dani-
el Kessler í samtali við tónlistartíma-
ritið NME. „Við notuðum hljómborð
frá byrjun sem er eitthvað sem við
höfum aldrei gert. Hljómborðið varð
fimmti meðlimurinn og gaf miklu
betri áferð og áhugaverð hljóð. Við
höfum pottþétt þróast og vaxið.“
Kessler segir plötuna ekki fá nafn
fyrr en hún sé tilbúin. Sögusagnir
voru komnar á kreik um nafnið Mo-
deration en Kessler vísar því á bug.
„Moderation? í alvöru? Það hljómar
hræðilega," sagði Kessler. „Við ákveð-
um nafnið í næstu viku býst ég við.“
Ný breiðskífa Interpol er hennar
þriðja, en áður hefur hún gefið út
Turn On the Bright Lights og Antics.
atli@bladid.net
Lay Low spilar í næstu viku ásamt myndarlegum mönnum:
B, ~w- ef-
m
„Þeir sem hafa bara séð mig eina,
endilega komið á lónleikana því
ég er í miklu meira stuði þegar ég
er með hljómsveit,“ segir Lovísa
Elísabet Sigrúnardóttir, eða Lay
Low. Hún keinur fram ásamt
hljómsveit sinni The Handsome
Fellows á Nasa fimmtudaginn 22.
maí. Forsala cr liafin á Midi.is og
kostar aðeins 450 krónur á tónleik-
ana. „Það er niiklu skemmtilegra
að spila með hljómsveit, þess
vegna verðum við miklu skemmti-
legri á Nasa. Ég verð alveg brjáluð
á sviðinu," segir Lovísa og hlær.
Til Frakklands og Noregs
Lay Low hefur ferðast víða
ásaint hljómsveit sinni það sem
af er ári. í janúar kom hún frarn
á Midem-tónlistarráðstefnunni í
Frakklandi og í fcbrúar kom htin
fram á Bydarm-tónlistarhátíð-
inni íNoregi.
„Eerðalögin hafa gengið voða
vel og þetta er búið að vera rosal-
ega skemmtilegt," segir Lovísa.
Norskir fjölmiðlar fóru fögrum
orðum um tónleika I.ay Low á By:
larrn og birtust heilsíðuumfjall-
anir i dagblöðum hátíðarinnar.
„Það gekk svakalega vel í Noregi
og við fengurn undirtektir sem
voru franiar öllum vonum.“
Lovísa segir nokkur boð um
tónleikahald erlendis hafi boðist
í kjölfarið. „Okkur var til dæmis
boðið á hátíðina The Great Esc-
ape í kjölfar tónleika á By:larm,“
segir Lovísa.
Kári Sturluson, umboðsmað-
ur Lay Low, segir hátíðina vera
þá öflugustu sinnar tegundar i
Bretlandi. „Lay Low er ein fárra
sent er boðið að spila tvisvar á
hátíðinni svo að sem flestir hafi
tök á því að sjá hana,“ segir Kári.
„Hún er sem sagt svona nett head-
line á hátíðinni ásamt nokkrum
öðrum.“ Hljómsveitirnarjakob-
.....
Bladtö/I'rikl.i |
ínarína og CSS koma einnig fram
á hátíðinni, en sú siðarncfnda
hefur gert allt vitlaust á dansgólf-
um heimsins undanfarið.
Ekki bara í útlöndum
Lovísa neitar því að lnin ætli
alfarið að einbeita sér að tónleika-
haldi erlendis hér eftir. „Það er á
dagskránni að ferðast meira um
ísland," segir hún. „Ég er ekkert
að skipuleggja að taka yfir útlönd,
bara ef það býðst, stekkur maður
til. Gaman að fá fría ferð út.“
Aðspurð hvort hún sé byrjuð
að semja efni á nýja plötu segist
hún vera að skoða það. „Ég er
aðeins farin að reyna að komast
aftur í gírinn," segir hún. „Er
einnig að skoða að vinna tónlist
fyrir leikhús, en það er ekki búið
að ganga frá því, cn það er mjög
spennandi."
atli@bladid.net