blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 10

blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 blaðið UTAN ÚR HEIMI Uday og Qusay jarðsettir hjá pabba Lík Uday og Qusay, sona Saddams Husseins, fyrrum Ir- aksforseta, hafa verið flutt og jarðsett nærri gröf föður síns í heimaborg Husseins, Tíkrit. Synirnir drápust eftir langan skotbardaga við bandaríska hermenn í írösku borginni Mosul í lok júlímánaðar árið 2003. INDLAND Fimmtíu lögreglumenn drepnir Um fimmtíu lögreglumenn létust í stórfelldri árás maóista á Indlandi á miðvikudagskvöldið. Ma- óistarnir segjast berjast í þágu fátækra bænda og hafa nú náð tökum á tíu af sextán héruðum indverska ríkisins Chhattisgarh. Ný þjóðstjórn kynnt Haniyeh, forsætisráðherra Palestínumanna, kynnti nýja stjórn landsins í gær, eftir margra mánaða deilur milli Hamas- og Fatah-hreyfing- anna. Ráöherrar innanrikis-, utanríkis- og fjár- mála koma úr röðum utan hreyfinganna tveggja. Blýmagn í neysluvatni aó Keldum: Bíða enn eftir niðurstöðunum „Þetta truflaði okkar starfsemi nokkuð þar sem grípa þurfti til að- gerðaráætlunar. Við bíðum enn eftir endanlegum niðurstöðum varðandi blýmagnið en höldum að þetta sé í lagi núna,“ segir Sigurður Ingvars- son,forstöðumaðurTilraunastöðvar- innar að Keldum. Hættulega mikið blýmagn mældist í neysluvatni Til- raunastöðvarinnar að Keldum. Tekin voru samanburðar- sýni og rannsókn á þeim leiddi í ljós margfalt meira blý- magn í neysluvatni tilraunastöðvarinnar. Blýeitrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fólk. Gerð var neyslukönnun á vatni meðal starfsfólks og i kjölfarið voru teknar blóðprufur. Aðspurður segir Sigurður að beðið sé eftir niðurstöðum úr blóðprufum sem sendar voru út til að greina blýmagn í blóði starfsfólks. „Nið- urstöður úr blýmæl- ingu eru ekki komnar en við höfum engar áhyggjur af þessu. Við höfum enn aðkeypt vatn hér en hellum upp á kaffi með kranavatn- inu,“ segir Sigurður. " Hættúiegt blýmaon i, L I Blaöið 17. februar i sss? Ert þú að flytja innanlands? Mundu að tilkynna um breytt heimilisfang þitt og altra fjötskyldumeðlima á postur.is eða næsta pósthúsi. Einnig þarf að tilkynna um breytt heimilisfang til Hagstofu ístands. viðskiptabanka og allra sem senda þér bréf. Pósturinn sér ekki um slíkar titkynningar. Áframsending er í boði fyrir þá sem ftytja innanlands. Almennar bréfasendingar sem stílaðar eru á gamla heimilis- fangið eru þá áframsendar á nýja heimilisfangið. Biðpóstur er í boði fyrir þá sem eru ekki heima hjá sér tímabundið. Pósturinn þinn áframsendirá umbeðið pósthús þar sem þú getur nálgast hann þegar þér hentar. Sækja þarf um ofangreinda þjónustu á postur.is eða næsta pósthúsi. Áframsendingargjald fyrir þrjá mánuði er 990 kr. og mánaðargjald fyrir biðpóst er 580 kr. Að sjálfsögðu er hægt að tilkynna um flutning án þess að greiða þjónustugjatd en þá mun áframsending ekki taka gildi og endursenda verður þau bréf sem berast á gamla heimilisfangið. Þjónustuver | slmi 580 12001 postur@postur.ís | www.postur.is Hæstiréttur íslands: Svipt forsjá sona sinna ■ Úr og í meðferð frá sextán ára aldri Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heida@bladid.net Kona á 24. aldursári var svipt forsjá tveggja sona sinna sem fæddir eru 2003 og 2005 í Hæstarétti í gær. Var þar með dómur Héraðsdóms Reykja- víkur frá júní 2006 staðfestur. Sextán ára gömul var móðirin fyrst vistuð á meðferðarheimili vegna hegðunarvanda og misnotk- unar fíkniefna. Hún fór meðal ann- ars sex sinnum í meðferð hjá Byrg- inu frá miðju ári 2002 þangað til í febrúar 2004. Félagsmálaráð Kópavogs fór að hafa afskipti af móðurinni og eldri syni hennar í ársbyrjun 2004. Hafði þeim þá borist tilkynning frá barna- deild Landspítalans í lok janúar um hugsanlega fíkniefnaneyslu hennar. Drengurinn lá þá á deildinni eftir að hafa undirgengist hjartaaðgerð. Móðirin kom þangað í annarlegu ástandi og var vísað út af sjúkrahús- inu ásamt unnusta sinum. Eftir að mál móðurinnar var komið inn á borð hjá félagsmálaráði Kópavogs tók við tímabil meðferðar og endurhæfingar þar sem hún hélt sig frá áfengi og öðrum vímuefnum. I byrjun febrúar var hún innrituð á Vog en útskrifaði sig sjálf á sjöunda degi meðferðar. Frá 2001 innritaði hún sig fjórum sinnum þangað en útskrifaði sig í öll skiptin án sam- ráðs við starfsfólk. I byrjun ágúst 2004 var gerður samningur við hana um þátttöku í Grettistaki sem er endurhæfing fyrir áfengis- og vímuefnasjúka sem hafa lokið með- ferð og vilja ná bata. Málin þróuðust þannig að félags- málaráð hætti afskiptum sínum af henni í byrjun desember 2004. Þegar yngri sonur hennar fædd- ist í janúar 2005 fór hins vegar að halla undan fæti hjá henni og hún byrjaði aftur í neyslu. Sálfræð- ingur sem fenginn var til að meta hæfni móðurinnar árið áður hafði einmitt haft áhyggjur af því að hún myndi hugsanlega hefja aftur vímuefnaneyslu þegar henni fynd- ist sér ekki lengur ógnað af hálfu barnaverndaryfirvalda. Jón H.B. Snorrason bar vitni í Baugsmálinu: Engin pólitísk afskipti Jón H.B. Snorrason sagði í vitna- leiðslu í Baugsmálinu í gær að hvorki ráðherrar né aðrir stjórnmálamenn hafi reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins. Hafi svo verið hafi hann ekki kært sig um slík afskipti af mál- inu. Jón var yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra þegar rannsóknin á Baugi fór fram. Verjendur Baugsmanna hafa gagn- rýnt rannsókn lögreglu og haldið þvi fram að einungis þau gögn sem bentu til sektar hafi verið tekin til rannsóknar. Litið hafi veri fram hjá þeim gögnum sem varpað gætu ljósi á málið og bent til sýknu. Jón tók fyrir það og benti á að ítrekað hafi verið dregin fram gögn sem leiddu í ljós sakleysi sakborninga. Hafi verið hætt við fjölmarga ákæruliði vegna þessa. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar, spurði Jón af hverju Jón Gerald Sullenberger hefði ekki verið ákærður í fyrsta hluta málsins þrátt fyrir að hafa viður- kennt að gefa út tilhæfulausan reikn- ing til Baugs. Svaraði Jón því til að ekki hafi þótt líklegt að Jón Gerald yrði sakfelldur vegna þessa. Jón Ger- ald er einn þriggja ákærðu i þessum hluta Baugsmálsins.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.