blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 32

blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 blaöiö OFMETIÐ Klám í tískumyndum Nennum ekki að útskýra það nánar út af allri umræðunni sem á undan er gengin en það eru þarfari mál á dag- skrá en að finna ímyndað þarnaklám í ódýrum auglýsingaþæklingum Fermingargreiðsla Það er ekkert eins draugalegt og stí- flakkaðir slöngulokkar og þlómvöndur í unglingshári. Það er miklu fallegra að vera bara með eðlilegt hár á ferming- ardaginn. Það er yfirleitt hárgreiðslan sem veldur því að fermingarmyndin endar ofan í skúffu. Sumir geta aldrei horfst í augu viö túþeruðu lokkana sem þeir létu plata sig í að þera á ferming- ardaginn. Flugfreyjustarfið Hvað er málið með þriggja manna dómnefnd og greindarpróf sem jafn- ast á við það sem notað er til að velja fólk í starf hjá Nasa? Þetta er að sjálfsögðu ábyrgöarfullt starf og flugfreyjur og þjónar (slenskra flugfélaga eru landinu til mikils sóma en það getur ekki verið svona ógeðslega merkilegt. VANMETIÐ Krónur Sumir meira að segja henda þeim. Það er samt þannig að ef maður sparar þær og passar upp á krónurnar sínar verða þær senn að hundrað krónum og jafnvel þúsund krónum. Að vera vinalegur og kurteis og brosa Það má alveg vera vinalegur við ókunn- uga og bjóða góðan daginn og brosa og þess háttar. A A Við íslendingar erum allt .. W W of feimnir við að vera . vinalegir hver við annan. Slöþpum aðeins af í því að þykjast vera kúl og bjóðum næst góðan daginn þegar við förum í Bónus. Að spara páskaeggin Nú er svo komið að nammi- édeildir búðanna eru fullar af páskaeggjum og lítil páskaegg númer 1 eru markaðs- sett eins og hvert annað nammi sem sjálfsagt er að japla á vikurnar fram að páskum. Orðlaus finnst þetta ekki góð hugmynd og segir að páskaegg eigi bara að borða á páskadagsmorgun. Þau verða þá miklu betri og meira spes. Skoðanaskiptin í Skoðanaskiptunum mætast að þessu sinni þau Heiðar er kannski betur þekkt sem Mr. Silla. Draumastaður Sillu vera ofurhughreystir mætti hann velja sér ofurhæfileika. Austmann útvarpsmaður og Sigurlaug Gísladóttir sem er Múmíndalurinn í Finnlandi en Heiðar myndi helst vilja fAST FOOb FOR - m Wmmmi Nafn: Heiðar Austmann Aldur: 30 ára á morgun Hjúskaparstaða: I sambandi Starf/menntun:Dagskrár- gerðarmaður á Fm 95.7 og tónlistarstjóri á PoppTv Bók: Ætli það sé ekki bara Skyndibiti fyrir sálina. Þetta er bók sem er góð þegar maður stendur á krossgötum í lífinu. Kvikmynd: Þær eru svo margar í uppáhaldi og Braveheart er til dæmis ein þeirra. Skemmtistaður: Ég er óttalegur flakkari en þar sem ég er að vinna á Sólon segi ég bara Sólon. Staður í veröldinni:Mig langar ótrúlega mikið að fara til Jamaika eða Kúbu eða jafnvel í Karíbahafið en svo finnst mér alltaf jafngaman að fara til Köben. Fyrirmyndir: Foreldrar og systkini, gott og heiðvirt fólk sem er mjög gott að eiga sem fyrirmyndir. Draumurinn: Þegar ég var yngri langaði mig alltaf að vinna sem hótelstjóri í einhverju sólarlandi. Nú hefur það breyst og draumurinn er að eiga falleg og heilbrigð börn, góða konu og fjölskyldu. Hamingjan felst í: Að vera sáttur viö sjálfan sig og það sem þú átt. Ekki alltaf að horfa á hlutina eins og grasið sé grænna hinum megin. fsland er: Besta heimili sem þú getur eignast. Maður finnur það þegar maður hefur verið erlendis að það er hvergi betra að vera en hér. Ofurhæfileiki: Að geta alltaf sagt rétta hluti til aö láta fólki líða betur. Vera ofurhug- hreystir. Uppáhaldstími dagsins: Milli 2 og 6 á virkum dögum því að þá er þátturinn minn i loftinu á Fm 95.7. Hundur eða köttur: Ég er hundamaður og er núna að bíða eftir að flytja í stærri íbúö til að geta fengið mér hund. Bjór eða vín: Bjór held ég bara. Inni eða úti: Bæði inni og úti, fer eftir veðri. Hægt eða hratt: Ég vil hafa mikiö að gera í kringum mig og helst aldrei dauðan tíma. Cameron Diaz eða Penelope Gruz: Cameron Diaz. Örugglega gaman að vera með henni, hún er hress og sæt með hlýlegt bros. Hvernig gamalmenni ætlarðu að verða? Ég ætla að vera hressi afinn og börnum mínum stoð og stytta. Vera ástfanginn af konu minni og vonandi verð ég ógeðslega ríkur af því að ég er búinn að borga svo lengi í viðbótarlífeyrissparnað. Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim til að búa í, hvernig væri hann þá? Ég myndi byrja á því að losa mig við George Bush úr forsetastóli og þá væri ég kominn langleiðina í að skapa betri heim. Svo myndi ég herða dóma í kynferðisbrotamálum á (slandi. Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrð? Ætli það sé ekki bara að tryggja framtíð barnanna minna, fara í fallhlífarstökk af því að ég er ógeðslega lofthræddur og svo myndi ég vilja fara til Ástralíu. Nafn: Sigurlaug Gísladóttir Aldur: 22 ára Hjúskaparstaða: Single og fab. Starf/menntun: Myndlistar- nemi í Listaháskóla Islands og tónlistarkona Bók: Þær eru svo margar en ég held ég verði að segja Meistarinn og Margaríta eftir Búlgakov. Kvikmynd: Ég verð eiginlega að nefna frekar leikstjóra og þá eru það aðallega tveir, Miasaki og Michelle Gondri. Skemmtistaður: Ég fer oftast á Sirkus, Boston og Angelos. Staður í veröldinni: Ef ég ætti aö velja einhvern stað til að heimsækja þá myndi ég helst vilja heimsækja Múmíndalinn í Finnlandi. Fyrirmyndir: Þær eru nokkrar en það eru kannski helst vinirnir og fjölskyldan. Draumurinn: Hvar ertu lífið sem ég þrái... oh oh eilífðin. Hamingjan felst í: Trausti. fsland er: Land þitt, því aldrei skalt gleyma. Ofurhæfileiki: Ég vildi helst geta flogið. Mér finnst of mikil ábyrgð felast í því að ferðast um tímann eða gera eitthvað slíkt. Því fylgir lika of mikil ábyrgð að geta lesið hugsanir. Uppáhaldstími dagsins: Ég er mikill nátthrafn, finnst til dæmis gott að vinna á næt- urnar. Tónlist er: Tónlist er nú eiginlega bara lífið fyrir mér. Hundur eða köttur: Köttur, ég á samt ekki kött en ég á í einum. Bjór eða vín: Bjór. Inni eða úti: Jafnt, en kannski aðeins meira inni. Hægt eða hratt: Mér finnst gott að þetta komi í skömmtum. Johnny Depp eða Brad Pitt: Hvorugur þeirra, ég segi frekar Kieran Culkin. Hvernig gamalmenni ætlarðu að verða? Ég ætla að taka mér ömmur mínar til fyrirmyndar og aldrei að verða of gömul til þess að læra eitthvað nýtt. Svo ætla ég að reyna að gera mitt besta til þess að vera gleði- gjafi fyrir ástvini. Ef þú fengir að skapa þér fullkominn heim til að búa i, hvernig væri hann þá? Hinn fullkomni heimur væri fuliur ísskápur af túnfisksamlokum og appelsíni og það væru fleiri klukkustundir í deginum. Þrír hlutir sem þig langar að gera áður en þú deyrö? Það þrennt sem mig myndi langa til þess að gera áður en ég dey er að læra að fara í handahlaup, svo myndi ég vilja fara í fallhlífarstökk og jafnvel eyða eins og einum degi með kóalabirni. Snyrtibuddan Það er Halla Ólafsdóttir dansari sem að þessu sinni segir frá innihaldi snyrtibuddunnar sinnar. Snyrtivörur eru Höllu kannski ekki efst í huga og hún er yfirleitt glöð þegar hún á gott make og góðan maskara. Halla er hins vegar með hugann allan við dansinn þessa dagana og með mörg verkefni í gangi. Hún vinnur að undirbúningi fyrir Reykja- vík Dance Festival sem haidið verður í september og síðan er hún að undir- búa verkefni með dansleik- húshópnum Flutningafé- laginu sem unnið verður á Vopnafirði í sumar. Hvaða snyrtivöru verðurðu alltaf að eiga? Helenu Rubinstein make, maskara og augnskugga í ýmsum jarðlitum, aðallega til að halda mér niðri á jörðinni en þó með smá glimmeri til að gera skemmtilegt. Hvað ertu alltaf með á þér í snyrtibuddunni? Ég gleymi henni mjög oft heima og þaðtruflar mig ekki neitt. Hvað notarðu þegar þú ferð út á lífið? Þá dekki ég augun aðeins meira og við sérstöktækifæri set ég á mig varalit, auðvitað rauðan. Hvað langar þig i? Sknyrtivörur eru ekki partur af draumum minum og ég er glöð þegar ég á undirstöðuna, make og maskara. Það nýjasta í snyrtibuddunni? Ég man það ekki og þarf kannski að fara að fylla á. Ilmvatnið þitt? Euphoria frá Calvin Klein. Ég átti mjög erfitt með að finna mér ilmvatnið mitt og það var kona í frihöfninni sem sagði að þetta væri fullkomin lykt fyrir mig. Ég trúði henni og er mjög sátt við þetta ilmvatn. Fegrunarráð? Þvo andlitið á hverju kvöldi, fyrst með heitu vatni og síðan með isköldu, þá verður húðin ferskari.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.