blaðið - 16.03.2007, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaðið
Ti 1 f i n n i n g i n
samviskubit hefur
lengi verið Ragnari
Kjartanssyni
myndlistarmanni
hugleikin og hefur
hann fengist við
hana í verkum sínum í gegnum
tíðina. I gær opnaði Ragnar einmitt
sýningu i galleríi i8 sem ber
yfirskriftina Samviskubit (Guilt
trip). „Þessi sýning er hugleiðing
út frá samviskubiti, þessum þunga
nið sem er eins og rauður þráður í
gegnum lífið,“ segir Ragnar og bætir
við að líkt og eftirsjá sé samviskubit
mjög rómantísk tilfinning.
.Samviskubit er ömurleg tilfinning
en samt eitthvað svo stórkostleg,“
segir hann.
Hluti sýningarinnar er myndband
þar sem Þórhallur Sigurðsson,
betur þekktur sem Laddi, gegnir
aðalhlutverki. Ragnar segir að
verkið sé byggt á kunningsskap
hans og Ladda.
„Við hittumst fyrir þremur
árum og þá fórum við að tala
um myndlist. Hann hafði fylgst
með gjörningunum mínum, það
fannst mér alveg magnað. Hann
sagðist mikið hafa verið að pæla í
gjörningalist gegnum tíðina. Þegar
maður hugsar síðan út í það má sjá
merki þess í heilmiklu af því sem
hann hefur verið að gera. Vel flestir
ungir listamenn í dag eru alla vega
undir áhrifum frá honum. Laddi
og Súm eru alla vega mín skurðgoð,”
segir Ragnar.
Laddi er í hugum flestra þekktur
sem gamanleikari en í verkinu
dregur Ragnar að vissu leyti upp
aðra hlið á honum.
„Hann er þessi goðsögn sem
hann er. Við þekkjum hann sem
gamanleikarann og líka sem þessa
dularfullu persónu. Ég er að vinna
með goðsögnina og dularfulla
einfarann,” segir hann.
Leikhúsið mótaði
myndlistarmanninn
Auk þess að fást við myndlist hefur
Ragnar náð langt á tónlistarsviðinu
til dæmis með hljómsveitunum
Trabant og The Funerals. Þá er
hann úr mikilli leiklistarfjölskyldu
en foreldrar hans eru leikararnir
Kjartan Ragnarsson og Guðrún
Ásmundsdóttir. í myndlistarverkum
hans, einkum gjörningum, má segja
að hann samþætti þessar ólíku
listgreinar. Sjálfur segir Ragnar að
leikhúsið hafi mótað sig mjög sem
myndlistarmann.
„Ég er alinn upp í leikhúsi og þar
sameinast allar listgreinar. 1 dag er
myndlist ekki lengur bara mynd-
list heldur er hún eiginlega orðin
samnefnari yfir allaþætti listarinnar.
Þú getur notast við öll listform
jafnt sem vísindi og vitleysu innan
myndlistarinnar. Ásdís, konan mín,
segir að myndlist sé í rauninni bara
leiklist," segir hann.
Sem dæmi um verk Ragnars
þar sem áhrifa leikhússins gætir
má nefna útskriftarverk hans frá
Listaháskóla Islands árið 2001. 1
verkinu sem heitir Ópera byggði
hann sviðsmynd í rókókóstíl og inni
í henni söng hann óperuaríur án
undirleiks klukkustundum saman.
Það sama má segja um verkið
ókyrrðin mikla sem hann setti upp í
yfirgefna félagsheimilinu Dagsbrún
undir Eyjafjöllum sumarið 2005.
Ragnar segir að bæði þau verk séu í
raun leikhúsinnsetningar.
„Ég er heillaður af gömlu
myndlistarformi sem heitir tableau
vivant (lifandi málverk). Það var
meira að segja stundað á fslandi í
gamla daga. Þá stillir fólk sér upp
í leikmynd og er frosið á meðan
tjaldið er dregið frá. Fólk horfði
á kyrra mynd í leikhúsi. Þetta
myndband sem ég er að gera með
honum Þórhalli er í raun svona
tableau vivant. Þetta myndband er
lifandi málverk,”segir hann.
Verkið ekki til án áhorfanda
Líkt og leiklistin gengur
gjörningalistin mikið út á nánd við
áhorfendur og segir Ragnar að það
sé málið.
„Stundum þegar ég er í þessum
performönsum, til dæmis þegar ég
var í sveitinni gat liðið heill dagur
og það lét enginn sjá sig nema ein
gömul kona sem opnaði hurðina
og lokaði aftur. Það var mómentið.
Verkið verður til þegar áhorfandinn
sér það. Það var til í þessa einu
sekúndu sem hún opnaði hurðina
og svo þegar hún lokaði aftur var
verkið ekki lengur til,“ segir Ragnar.
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvort að nálægð áhorfenda
geti komið niður á einbeitingu
listamannsins. Ragnar segir svo ekki
vera, þvert á móti. „Ég á í rauninni
mjög auðvelt með að einbeita mér
að því sem ég er að gera þegar ég
finn að það eru einhver viðbrögð í
salnum, hvort sem þau eru góð eða
vond,“ segir Ragnar og bætir við að
verstu viðbrögðin séu í raun þegar
fólk sýni verkinu skeytingarleysi.
„Skeytingarleysið er það versta sem
getur komið fyrir hégómlegt fólk
eins og mig,“ segir Ragnar sem telur
hégómleikann mikilvægan.
„Hégómleikinn er drifkraftur.
Langar mann ekki alltaf til að verða
eins og Einar Jónsson og eignast
sínar Sigurhæðir?“ spyr hann.
„f kvikmyndinni Wall Street spyr
Michael Douglas hvar mannkyn
væri án græðgi. Hvað værum við
listamennirnir þá án hégómans?“
segir Ragnar.
Eins konar veruleikaflótti
í sumum gjörninga sinna
hefur Ragnar sungið og spilað
klukkutímum saman og liggur því
beint við að spyrja hvort að það
reyni ekki talsvert á hann líkamlega
og jafnvel andlega. Ragnar segir að
sú sé ekki raunin.
„Það er miklu minni áreynsla
að vera í einhverju lala-landi en
að takast á við tilveruna. Þetta er
i rauninni eins og einhvers konar
veruleikaflótti. Það er gott að geta
sokkið inn í einhvern heim sem
maður býr sér til. Þegar ég var
strákur lék ég mér mikið einn og
oft lék ég dauðann kóng. Heilu
dagana lá ég á stofugólfinu í
stígvélum með handklæði, prik og
lék dauðan kóng. Ég ímyndaði mér
líf kóngsins og umhverfi meðan
ég lá þarna. Það má segja að ég sé
fæddur gjörningalistamaður," segir
Ragnar hlæjandi.
Ragnar var aðeins tíu ára þegar
hann steig á fjalir leikhúss í fyrsta
skipti.
„Ég var svo heppinn að fá að leika
í Landi míns föður sem Kjartan
faðir minn setti upp. Þar má segja
að ég hafi fengið mitt sjálfstraust.
Ég var ekkert góður í skóla, ekkert
góður í íþróttum og eiginlega ekki
góður í neinu en ég fékksjálfstraust
í gegnum þetta,“ segir Ragnar.
Þrátt fyrir að hafa alist upp í
leikhúsinu segir Ragnar það ekki
hafi verið inni í myndinni að nema
leiklist.
„Það var aldrei spurning um
að fara í annað en myndlist.
Vegna þess að í myndlist geturðu
náttúrlega búið til þinn heim án
þess að þurfa að „pródúsera“ mjög
mikið. Maður þarf ekki að stóla á
fullt af fólki til að geta gert hlutina
heldur er maður algerlega sinn
eigin herra og getur gert það sem
maður vill,“ segir hann.
Undir áhrifum frá eiginkonunni
Þó að Ragnar kjósi að vera eigin
herra í myndlistinni er hann síður
en svo frábitinn samstarfi við
annað skapandi fólk. Meðal annars
hefur hann unnið með Ásdísi Sif
Gunnarsdóttur, eiginkonu sinni,
sem einnig er myndlistarmaður.
„Við eigum mjög margt
sameiginlegt en um leið mjög margt
ólíkt. Það gengur bara vel að vinna
saman. Hún hefur alltaf verið mér
mjög mikil inspírasjón. Löngu áður
en við rugluðum saman reitum
var ég undir miklum áhrifum frá
henni sem myndlistarmanni,” segir
hann.
Ragnar segir að hann fái sitt
egókikk í myndlistinni en þegar
hann spilar í hljómsveit fær hann
allt annað kikk.
„Það er svo ótrúlega gaman að
spila rokk og ról, koma fram og
hitta vini sína og þá gleymir maður
öllum komplexum í smástund. Það
er þetta rokk og ról algleymi sem er
svo frábært," segir hann.
Ragnar hefur verið farsæll
bæði sem tónlistarmaður og
myndlistarmaður hér á landi á
undanförnum árum. í fjölmiðlum
er gjarnan mikið talað um þegar
ungir íslenskir tónlistarmenn hasla
sér völl á erlendri grund en minna
fer fyrir fréttum af velgengni ungra
íslenskra myndlistarmanna. Það
er því freistandi að spyrja hann
hvernig þetta blasi við honum sem
sé með fótinn í báðum heimum.
Ragnar er ekki sérlega hrifinn af
þeirri umfjöllun sem oft skapist í
kringum hljómsveitir sem haldi
utan til tónleikahalds.
„Það þarf alltaf að segja frá
því ef þær eru að fara að spila
einhvers staðar í útlöndum þó
að tónlistarmennirnir sjálfir séu
ekkert að koma því á framfæri. Það
er eins og þetta sé einhvers konar
gæðastimpill ogtilmarksumaðþað
sé í lagi með tónlistarmennina. Ég
held að þetta sé mjög vandræðalegt
fyrir flestar hljómsveitir. Þær
eru kannski að fara að spila á
einhverjum pöbbum á Englandi og
eru spurðar að því hvort nú eigi að
fara að meika það,“ segir Ragnar og
hlær.
Hann bendir jafnframt á að ekki
skapist sams konar stemning í
tengslumviðsýningarhaldíslenskra
myndlistarmanna erlendis.
„Þegar maður heldur
myndlistarsýningu er ekkert verið
að taka fram ef maður er líka með
sýningu einhvers staðar úti,“ segir
Ragnar og bendir á að þegar öllu sé
á botninn hvolft skipti listin sem
slik mestu máli en ekki hið svo
kallaða meikbrölt.
„Fólk á ekki að miða gæðin við
meikið," segir Ragnar Kjartansson
að lokum.
einar.jonsson@bladid.net
Fæddur
gjörningalistamaður
Ragnar Kjartansson samþættir ólíkar listgreinar