blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 26
26
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
blaðið
Með allt á hreinu Þeir
Snorri og Erlendur vita
hvers virði það er að búa
sig rétt. BlaDiD/Frikki
Rétt viðbrögð s
iklu máli i
Subaru Legacy til reynslu i tvo daga:
Kynnast bílnum betur
Ingvar Helgason, umboðsaðili
Subaru á Islandi, býður nú viðskipta-
vinum sínum upp á tveggja daga
reynsluakstur á Subaru Legacy. Að
sögn Rúnars H. Bridde, sölu- og
markaðsstjóra hjá Ingvari Helga-
syni, er hér um algjöra nýjung að
ræða á íslandi, enda er hefðbund-
inn reynsluakstur hjá bílaumboð-
um aðeins stuttur bíltúr.
„Þetta er I fyrsta skipti sem er boð-
ið upp á tveggja daga reynsluakstur
á Islandi og þetta framtak hefur vak-
ið mikla kátínu,“ segir Rúnar. „Við
teljum afar mikilvægt að fólk fái að
upplifa Subaru í lengri tíma en geng-
ur og gerist. Við ákváðum að gera
eitthvað nýtt og þetta er aðeins ein
leið af mörgum við að koma okkar
bílum á framfæri, fólk fær tækifæri
til að nota bílinn við raunverulegar
aðstæður þess sjálfs."
Rúnar segir ekki ljóst hvort boðið
verður upp á tveggja daga reynslu-
akstur á fleiri bílum í framtíðinni.
„Við ákváðum að prófa þetta og sjá
hvernig það kemur út. í sjálfu sér
er ekkert sem kemur i veg fyrir að
prófa þetta með fleiri bíla ef reynsl-
an verður góð.“
Vagnhöfða 7
110 Reykjavík
Sími: 517 5000
bilar@bladid.net
UR BILSKURNUM
Ahugaverð heimasíða
Heimasíðan youparklikeanasshole.com er nú til sölu á eBay. Á síð-
unni er hægt að prenta út orðsendingar til þeirra sem kunna ekki að
leggja í stæði og birta myndir af þeim hundakúnstum sem viðgang-
ast á bílastæðum um alla veröld. Uppboðinu lýkur á sunnudag.
Saab-bílar 60 ára
Árið 1947 kom sænski flugvélaframleiðandinn Saab öllum á
óvart með því að kynna til sögunnar fyrsta hugmyndabílinn
Saab 92, sem þótti í þá daga framúrstefnulegri en alit
annað. Meðfylgjandi mynd er af 1952 árgerð bílsins.
Dýrasti lúxusbíll sögunnar
Ef þig vantar bíl fyrir 135 milljónir króna (fyrir utan tolla og aðflutningsgjöld að sjálfsögðu)
þarftu bara að bíða til seinni hluta næsta árs. Natalia SLS 2 verður með V16 vél, 60 tölvu-
heilum og „ókeypis" handtösku að verðmæti 800.000 krónur fyrir
dömurnar. _______________
• Vélin er frá Volcano og framleiðir 1.200 hestöfl • Málning
sem skiptir um lit eftir hitastigi er aukabúnaður • Skoðaðu:
www.dimoramotorcar.com
Fimm stjörnu Yaris og Corolla
Toyota Yaris fékk nýlega 35 stig fyrir verndun uillorðinna í árekstrarprófunum Eurp NCAP.
Alls fékk bíllinn 5 stjörnu einkunn í prófinu, rétt eins og Toyota
...JfwfZSmL Corolla fékk nýlega, með 34 stig fyrir verndun fullorðinna.
** — , Alls hafa sex Toyotur fengið 5 stjörnur • Reiknað er með að þeir verði 70%
af öllum seldum Toyota-bflum • Corolla var fyrsti sedan-bíllinn (c-flokki til að
fá þessa einkunn •
Mazda tekur þátt
i pátt
i umhverfisverkefni
Vetnisútgáfa RX-8 tekur nú þátt í umhverfisverkefni í Japan
sem snýst um prófanir á frammistöðu vetnisbíla í köldu veðri.
• Vetnisbílar með hverfihreyflum eru tiltölulega ódýrir I framleiðslu og
geta einnig notað venjulegt bensín • Bensínútgáfa R-8 er seldur hérlend-
is með svokallaðri Wankel-vél.
Lego Chrysler?
Og enn af sorgarsögu Chrysler. DaimlerChrysler hefur
tilkynnt að samsteypan muni skipta um nafn eigi síðar en
31. mars 2008, enda lítt spennandi að minna stöðugt á
tengingu við ófarsælt fyrirtæki sem verður selt fljótlega út úr
samsteypunni.
Nýjasti mögulegi kaupandinn er Blackstone Group-fjárfesting-
arfélagið sem á til dæmis Madame Tussaud’s-vaxmyndasöfn-
in, Sea Life-vatnagarðana og ráðandi hlut í Lego og Legolandi.
VJ. ^
Lada loksins komin á 21. öldina
Fæstir hafa líklega trúað því að þeim entist ævin til að sjá Lödu sem líkist, tja, bíl. Eftir að
hafa stoltir sýnt Lödu 1200 og Lödu Sport á bílasýningum fram til þessa mættu Rússarnir
öllum að óvörum með splunkunýjan Lada C til Genfar
sem er bara hreint ekki svo óálitlegur.
• „C“ stendur fyrir Coupé og Concept (einn stafur fyrir tvö orð
- Rússarnir kunna þetta) • Til stendur að framleiða fleiri nýjar
Lödur á sömu grunnplötu • Hönnunarfyrlrtækið Magna Interna-
tional á stóran þátt i hönnun „C“ • Vélar i boði verða 2,0 og 1,6
litra benslnvélar
Landsins mesta úrual
af hjöruliðum og
drifskaftsuörum
Jafnuægisstillingar
FlJALLABÍLÁR 110 Reykjavík
Stál og stansar ehf. Sími: 517 5000
[FcD/A\® ÍS D [S111111
Eftir Einar Elí Magnússon
einareli@bladid.net
Vetrarferðir um hálendið eru vinsæl-
ar bæði hjá jeppa- og vélsleðafólki og
sífellt bætist í þann hóp sem sækir til
fjallaumhelgar.
Blaðið fékk tvo reynda björgun-
arsveitarmenn til að skýra frá nauð-
synlegum búnaði og varúðarráð-
stöfunum fyrir lesendur, þá Erlend
Höskuldsson, formann bílahóps í
Björgunarsveitinni Ársæli, og Snorra
Halldórsson úr sleðaflokki Hjálpar-
sveitar skáta í Kópavogi.
Aukafatnaður og nesti
„Til að jeppar séu tilbúnir í vetrarferð-
ir þurfa dekk auðvitað að vera í lagi og
svo er fjarskiptabúnaður algjört lyk-
ilatriði. Það er lágmark að vera með
NMT-síma og VHF-talstöð. Svo ætti
staðalbúnaður í slíkum bílum að inni-
halda dráttartaug, skóflur og álkarl,
jafnvel dráttarspil og snjóakkeri líka,“
segir Erlendur og bætir við að auka-
nesti og klæðnaður fyrir farþegana sé
ekki siður mikilvægur.
„Ég miða alltaf við það í helgarferð
að vera með nesti fyrir einn sólar-
hring til viðbótar og hafa mikið af hlýj-
um og góðum aukafatnaði.“
Snorri tekur í sama streng og segir
tíðkast hjá sinni sveit að vera til dæmis
með auka ullarnærföt í vatnsheldum
umbúðum í bakpokanum í sleðaferð-
um. „Þar erum við líka með aukamat,
sokka, húfu, vettlinga, aukatalstöð og
GPS-handtæki þvi bæði talstöðvar og
GPS-tæki á sleðum geta bilað.
Við erum líka með „bívak“ poka
eða álpoka sem hlífa manni fyrir
veðri og svo eru snjóflóðaýlar algjört
skylduverkfæri á hverjum manni eins
og nýleg tilfelli sanna. Þrátt fyrir að
vera með skóflu á vélsleðanum erum
við með aðra í bakpokanum til vara
og í töskum á sleðunum eru þær olíur
sem þeir þurfa og dráttarlínur.“
Ekki halda áfram fótgangandi
Þeir félagar eru sammála um að
það sé lykilatriði að skilja ekki við tæk-
in ef eitthvað kemur upp á. „Ef þú ert
ekki öruggur um hvar þú ert eða færi
og veður er vont, þá er um að gera að
stoppa og bíða veðrið af sér í bílnum.
Númer eitt, tvö og þrjú er að halda til í
bílnum,“ segir Erlendur.
„Það er eins með sleðana," segir
Snorri. „Það er auðveldara að rekja för
eftir sleða en mann og auðveldara að
finna þá. í fyrra lentum við í útkalli
þar sem sleðarnir fundust en það tók
þrjá tíma til viðbótar að finna menn-
ina því þeir höfðu haldið áfram fót-
gangandi. Svo er hægt að nota sleðana
sem skjól í vondu veðri, með þvi að
setja þá á hliðina."
Fjallareglurnar 9
Farðu ekki í langferð án þjálfunar.
Láttu vita hvenær og hvaðan þið
haldið af stað og hvenær þið áætlið að
koma til baka.
Taktu mið af veðri og veðurútliti.
Hlustaðu á reynt fjallafólk.
Vertu viðbúin(n) slæmu veðri og
óhöþpum, jafnvel í stuttum ferðum.
Hafðu alltaf kort og áttavita og jafn-
vel hæðarmæli með í ferðum.
Feröastu ekki ein(n) þíns liðs.
Snúðu við í tæka tíð - það er engin
skömm að fara til baka.
Sparaðu kraftana og leitaðu skjóls
(tæka tíð.
„Fólk ætti alltaf að skilja eftir leiðar-
lýsingar þegar það fer á fjöll og reyna
að halda sig við þær,“ segir Erlendur.
„Ef ferðaáætlunin breytist þarf að hafa
samband til byggða og tilkynna um
breytinguna. Þetta getur skipt mjög
miklu máli.“
Mikilvægt að treysta félögunum
„Maður ætti aldrei að ferðast
eintækja, hvorki á sleða né jeppa,“
segir Snorri. „Ef eitthvað er að veðri
reyna menn að ferðast í þéttum hópi
og verða ekki viðskila hver við annan.
Þá þarftu að treysta félögum þínum til
að halda hópinn. I lengri vélsleðaferð-
um erum við oft með einn fremstan
sem ákveður svolítið leiðina, og svo er
einn aftastur sem fylgist með ferðum
allra hinna og hinkrar eftir þeim sem
taka útúrdúra. Þannig er alltaf vitað
um alla og enginn hverfur úr hópn-
um án þess að það uppgötvist strax.“
„Áður en lagt er af stað verður fólk
svo að fylgjast með veðurspám og
alls ekki vefengja þær. Auðvitað geta
þær brugðist til beggja átta en maður
gengur aldrei út frá því. Ef spáin er
vond fyrir föstudag hinkra ég bara til
laugardags og met stöðuna þá. Fólk
verður að fara varlega og passa upp á
öryggið," segir Erlendur og Snorri tek-
ur undir orð hans en bætir við: „Ég vil
samt ekki vera að kenna veðrinu um
ef eitthvað kemur upp á. Það er ekki
hægt að fara fram á að fólk fari ekki af
stað bara þótt það sé eitthvað aðeins
að veðri. Það gengur bara ekki. Því
er enn mikilvægara að vera vel búinn,
það getur líka brostið á vont veður hve-
nær sem er.“
Teljum ekki kostnaðinn eftir okkur
Éftir stóra leit verður oft mikil
umræða 1 fjölmiðlum um kostnað
björgunarsveita. í leit um síðustu
helgi varð til dæmis nokkurt tjón á
tækjum en Snorri segir fáránlegt að
setja það í samhengi við leitina. „Við
gefum okkur út fyrir að stökkva frá
vinnu hvenær sem er og þó að tæki
skemmist hjá okkur þá getur það líka
gerst hjá öllum öðrum. Við gerum ráð
fyrir þessu og skrifum það ekkert á
einhverja sérstaka leit.
Fólk á engan veginn að spá í hvað
þetta kostar og það er algjörlega fá-
ránlegt að fólk sé eitthvað að reyna
að verðleggja leitirnar, því við gerum
það ekki.
Þessi umræða verður til þess að
fólk hikar við að leita þeirrar hjálpar
sem það á möguleika á vegna þess að
það heldur að það þurfi að borga fyrir
hana. Það gerist hinsvegar aldrei.“
„Fólk á ekki að hika við að kalla á
aðstoð ef það þarf aðstoð, hvort sem
það er til kunningja eða björgunar-
sveita. Alveg sama hvort þú ert á bíl,
sleða eða öðru. Umræða um kostnað
eða réttmæti útkalla á ekki að eiga sér
stað,“ bætir Erlendur við að lokum.
Vefsíöur:
www.vedur.is
www.vegagerdin.is
www.belgingur.is