blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 blaöið folk@bladid.net HVAÐ Er gróðavon í uppboðum Fir^NST á flottum símanúmerum? ÞER? „Það er vissulega eftirsóknan/ert að vera með gott símanúmer en líklegt er að markaösverðmætið hér á landi sé eitthvað lægra." Guðmundur Björnsson, alþjóðamarkaðsfræðingur Farsímanúmeriö 666 6666 var selt á 200 milljónir króna á uppboöi í fursta- dæminu Quatar á þriöjudag. Númerið er það dýrasta í heimi. GSM-áskriftar- númer hjá Símanum kostar 500 krónur og 1000 krónur hjá Vodafone. HEYRST HEFUR Þarf að vakna á nóttunni! LÝÐHEILSUFÉLAG læknanema opnaði bangsaspítala fyrir börn í gær við mikla lukku yngstu kynslóðarinnar. Var ætlunin að fá börnin til þess að kynnast sjúkra- húsum- hverfinu sem getur virkað ógnandi fyrir börn. Þó ber að benda á að hinir verð- andi læknar hafa ekki, svo vitað sé til, rétt- indi til dýra- lækninga KLÁMUMRÆÐAN virðist hafa gegnsýrt fólk á undanförnum vikum. Ungur bloggari virðist hafa sett á sig klámgleraugun þegar hann las úr þessari auglýsingu að enn væru til miðar á Clitt (Snípur). Þó virðist aldur bloggarans hafa meira um málið að segja en þykkt klámgleraugnanna, því hann komst síðar að því að þetta væri „gamlingi af Bylgjukyn- slóðinni“ eins og hann orðaði það, sem héti CliffRi- chards... Nýr þáttastjórnandi á Bylgjunni: Kolbrún Björnsdóttir bókasafnari meö golfbakteríuna EKKERT verður af komu Vin Diesels hingað til lands að sögn fjölmiðla. Stefnt var að upptöku á nýrri kvikmynd, Babylon A.D., á hálendi Islands en sökum deilna leikstjóra og framleiðanda hefur verkefnið verið blásið af. Telja verður skýringuna gilda, hún er a.m.k. trúverðugri en ein skýring úr bloggheimum, þar sem ýjað var að því að fjöldi kvenna hérlendis væri ekki nægur handa þeim báðum, Jude Law og Vin Diesel... Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net Kolbrún Björnsdóttir er kunnug- legt andlit af skjánum. Hún hóf fjöl- miðlaferilinn í Djúpu lauginni fyrir nokkrum árum og var meðstjórn- andi íslands í bítið þar til síðasta sumar á Stöð 2. Hún tekur nú við Sirrí í Bítinu á Bylgjunni og er strax farin að kvíða vinnutímanum. „Þetta verður ansi snemmt! Ég held ég þurfi að vakna um fimm- leytið, vera komin í vinnu klukkan sex og svo byrjar útsendingin sjö. Ég þarf að minnsta kosti að vakna meðan það er enn þá nótt úti!“ Kolbrún er fœdd á Siglufirði. Hún hefur þó lengst af búið á höfuðborgarsvæðinu. „Já, við erum alls staðar þessir Siglfirðingar. Annars flutti ég í Ár- bæinn um fjögurra ára aldur og hef búið í borginni síðan. Ég er reyndar ekki Fylkiskona lengur, því nú bý ég í Kópavogi og sonur minn æfir með Breiðabliki." Kolbrún hefur ekki setið auðum höndum. Auk þess að reka heimili og fjölskyldu er hún að klára nám við Háskóla íslands. „Eftir að ég útskrifaðist frá Versló kláraði ég hárgreiðslunámið. Mig langaði alltaf í stjórnmálafræði en hummaði það alltaf fram af mér. Ég miklaði það fyrir mér að vera með tvö börn og allt það en síðan ákvað ég bara að skella mér og sé alls ekki eftir því. Mér finnst þetta ofsalega gaman og spennandi nám „Mér finnst útvarpið hlý- legri og persónuiegri miðill. Sjónvarpið virkar truflandi á mig bæði sem þátta- stjórnanda og áhorfanda“ sem krefst sjálfstæðrar hugsunar og naflaskoðunar á sjálfum sér.“ Mikil umræða hefur verið um hversu fáar konur koma að pólitík. Er Kolbrún efnilegur álitsgjafi í Silfri Egils? „Fyndið að þú skulir spyrja að þessu því ég var einu sinni að hugsa um þetta og komst að því að ég myndi bara vera með Gull Kollu í staðinn! Annars hef ég, þrátt fyrir sterkar skoðanir á ýmsum mál- efnum, ekki verið flokksbundin. Mér fannst það ekki passa að starfa í fjölmiðlum og vera eyrnamerkt einhverjum einum flokki, enda er það ekki raunin. Ég tel mig til dæmis vera jafnréttissinna þótt ég álíti mig ekki femínista. Orðið fem- ínisti hefur orðið fyrir svo miklum ágangi að það er nánast eyðilagt. Ákveðinn hópur sem kennir sig við femínisma hefur farið út í of miklar öfgar að mér finnst. Valtar yfir karlmenn og predikar kvenna- yfirráð og þess vegna get ég ekki kallað mig femínista í þeim skiln- ingi orðsins." Kolbrún hefur starfað undan- farið á fréttastofu Útvarps sem fréttakona og í síðdegisútvarp- inu á Rás 2. En hvort kann hún betur að meta, útvarpið eða sjónvarpið? „Mér finnst útvarpið hlýlegri og persónulegri miðill. Sjónvarpið virkar truflandi á mig, bæði sem þáttastjórnanda og áhorfanda. Sem þáttastjórnandi þarf maður stöðugt að vera að hugsa um hár- greiðslu og fataval og allt er yfir- borðskenndara. Ég stend sjálfa mig að því sem áhorfanda að missa áhugann á umræðuefninu og veita sviðsmyndinni eða fatavali meiri athygli, án þess að það hafi verið ætlunin. “ Þrátt fyrir að sinna fjölskyldunni, náminu og vinnu, á Kolbrún sér einnig áhugamál. „Ég er með bókasöfnunaráráttu og les mikið. Síðan er ég byrjandi í golfi og í raun er öll fjölskyldan í golfinu líka, sem er mjög gaman. Ég gef auðvitað ekki neitt upp um forgjöf en hún verður orðin góð eftir svona fjögur ár, þú mátt spyrja mig þá!“ sagði Kolbrún að lokum. Su doku 8 3 7 4 1 9 4 7 2 5 4 1 7 6 2 9 5 6 9 3 2 4 8 5 3 9 7 6 8 6 2 8 2 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reítina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Ertu með einhver meðmæli, fyrir utan þessi hérna frá móður þinni? O LaughlngStock Intornational IncÁdist. by Unitod Media. 2004 HERMAN eftir Jim Unger

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.