blaðið - 16.03.2007, Page 15

blaðið - 16.03.2007, Page 15
blaðið FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007 15 Nog komið „Nú ernóg komið aflögleysu og ég skora á Hafnfirðinga, landeigendur við Þjórsá og aðra landsmenn að samþykkja ekki áformaða stækkun áiversins i Straumsvfk né meiri niðugreidda stóriðju. “ Leyndarmál Landsvirkjunar III í fyrri greinum var upplýst um verðin sem álverin greiða Lands- virkjun og rætt um arðsemi Kára- hnjúkavirkjunar. Lítum loks á fram- leiðslukostnaðinn á rafmagninu. Kostar minna að framleiða rafmagn fyrir stóriðju? Þann mikla verðmun sem er á raf- magni til stóriðju og almennings er engan veginn hægt að réttlæta með minni tilkostnaði við framleiðslu rafmagns til stóriðju. Kostnaðarhlut- fallið fer þó meira eftir aflinu en ork- unni sem hvor aðili þarf. Dreifingar- kostnaður er ef til vill líka eitthvað meiri til almenningsveitna, en hann er ekki svo mikill meðan ekki er gerð krafa um að leggja línurnar í jörð. Rekstrarkostnaður stóriðjuvirkjana er ekkert minni en jafnstórra (í MW) virkjana fyrir almenningsveiturnar en hann verður eins og stofnkostnað- urinn minni á hverja kílóvattstund til stóriðju því virkjunin þarf að vera stærri ef hún á að skaffa jafnmikla orku til almennings. Hvert er kostnaðarverð raforkunnar? Árið 2004 þurfti almenningur 406.1 MW rafafl og 2303,7 GWh raf- orku en stóriðjan 626 MW og 5233.5 GWh. Árlegur nýtingartími almenn- ingsvirkjana var þá 2304 GWh / 406 MW = 5673 h en nýtingartími stóriðj- unnar 5234 GWh / 626 MW = 8360 tímar eða 47% meiri. Þótt ég telji þetta ekki raunhæfan kostnaðarmun, getum við notað hann eða þann 50% verðmun sem Alusuisse fór fram á í upphafi. Allavega er örugglega ekki hallað á stóriðjuna ef hún greiddi nú 2 kr/kWh fyrir þær 5233 GWh sem hún notar og almenningur 3 kr/kWh fyrir sínar 2304 GWh. Við hvaða vexti er þá miðað? Heildarverðið árið 2004 hefði þá verið 15.17 milljarðar, sem er meira en tekjur Landsvirkjunar voru það ár (13,7 milljarðar) en er þó ekki nema rekstrarkostnaðurinn 10,04 millj- arðar að viðbættum 4,3% vöxtum af 119 milljarða króna arðbærri eign Landsvirkjunar. Ekki finnst mér eðli- legt að miða kostnaðarverð við neitt lægra en það. Raunvextir Landsvirkj- unar voru samt lægri eða talsvert minna en ekki neitt árið 2004 en það breytir ekki kostnaðarverðinu. Landsvirkjun græddi þá bara á lán- ardrottnum sínum eða gengi sem hoppar og skoppar og skuldar stóriðj- unni ekkert af þeim peningum. Að selja álveri rafmagn á minna en kostn- aðarverði 2 kr/kWh er lögbrot. Þetta er kostnaðarverð frá virkjunum sem eru afskrifaðar að stórum hluta. Frá nýjum virkjunum er kostnaðarverð a.m.k. 50% hærra. Borgar stóriðjan kostnaðarverð? Samkvæmt upplýsingum álversfor- stjóranna, borgar ný stóriðja innan við helming af kostnaðarverði nýrra virkjana. En orkuverðið er tengt álverðinu sem sveiflast mikið og hækkaði mjög mikið 2005-2006. Það er fræðilegur möguleiki að eldri stór- iðjan væri nú loks að greiða kostnað- arverð ef Landsvirkjun hefði ekki gert við hana verðjöfnunarsamninga sem hún (þ.e. almenningur) hefur þegar tapað milljörðum á og mun jafnvel tapa tug milljarða þegar upp er staðið. Landsvirkjun er alltaf jafn seinheppin í samningum sínum við stóriðjuna. Voru upplýsingar Alcoa í Brasilíu rangar? Fullyrðing forstjóra Alcoa um rafmagnsverð 1,5 cent/kWh, þ.e. helmingi lægra en í Brasilíu, svarar til álverðs upp á 1,304 $/kg en svo lágt var álverðið aldrei á árinu 2005 þegar viðtalið var haft við hann. Á árunum 2001 til 2004 var verðið þó litið hærra og stundum lægra. Þann 8. júni 2006 upplýsti forstjóri Lands- virkjunar að það væru „rangar upp- lýsingar um orkuverð á vef Alcoa” og „ef álframleiðsla væri hafin á Reyðarfirði mundi orkuverðið nálg- ast 3 cent/kWh”. Já, þann dag stóð ál- verðið mjög hátt eða í sem svarar til 2,82 cent/kWh. Hvort upplýsingar á vefnum eða í blaðinu voru rangar eða ekki (eða viljandi villandi) er teygjan- legt, en ekkert í orðum forstjóranna bendir til þess að rafmagnsverðið hér sé ekki rétt metið. . M Efauðlinder se/cf ýr lancjj á Wf kostnaðarverði mm er hún ekki auðlind Umrœðan EinarJúliusson Landsvirkjun upplýsir loks leyndarmálið Þann 15 júní skrifaði stjórnarfor- maður Landsvirkjunar grein í Morg- unblaðið þar sem segir að álverð hafi hæst farið í yfir 3$/kg sem svarar til 3,5 cent/kWh þ.e. hærra en verðið í Brasilíu. Nákvæmlega það verð sem hér er talað um! Raforkuverðið er í hlutfalli við álverðið og leyndarmál þegar álverðið er lágt en ekki þegar ál- verðið er hátt! Viðskiptaleynd er þvf bara fyrirsláttur. Merkilegt að stjórn- arformaðurinnskyldiskýrafráálverð- inu þann eina dag (10. maí 2006) sem það hefur farið yfir 3 $/kg fremur en að upplýsa að meðalálverðið á næstu 65 árum sem Landsvirkjun reiknaði með í arðsemismati sínu er helmingi lægra eða 1,496 $/kg svarandi til 1,72 cent/kWh eða 80 M$ á ári. Með end- urskoðun byggingarkostnaðar virkj- unarinnar úr 1200 M$ í 1800 M$ er þetta víðs fjarri kostnaðarverði og nær ekki botnverði nema rekstrar- kostnaði sé alveg sleppt. Á hvaða verði ætti að selja raforkuna? Ef auðlind er seld úr landi á kostn- aðarverði er hún ekki auðlind. Vitan- lega verður að reikna verð fyrir auð- lindina. Minna en 2 kr/kWh fyrir þær virkjanir sem minnstum nátt- úruspjöllum valda fyndist mér óá- sættanlegt auðlindagjald og jafnvel á þvf verði er öll nýtanleg vatnsorka ekki stærri auðlind en þorskstofn- inn einn var. Þá er kostnaðarverð frá eldri virkjunum til almennings 5 kr/kWh og 4 kr/kWh til stóriðju. Er þá miðað við að álverin noti meng- unarlaus rafskaut fremur en kola- skautin sem þau nota nú og brenna í koltvísýring. Annars kæmi til við- bótar verð fyrir mengunarkvótana. Ég veit ekkert hvað það kostar að ná aftur úr andrúmsloftinu þeim kol- tvísýringi sem álverið dælir í það en býst við því að varanleg rafskaut eins og sum álver hafa notað séu ódýrari. Kannski miklu ódýrari en að breyta öllum bílaflota landsmanna í vetnis- bíla til að spara sömu koltvísýrings- mengun. Álmenningur er vanur enn hærra verði en hann getur ekki nýtt mikið meiri raforku án tillits til verðsins. Og þótt mér finnist eins og Jóhannesi Nordal að stóriðjan ætti að greiða sama verð og aðrir, er óvíst að á næstu árum finnist stórkaupendur á 4 kr/kWh, hvað þá 5 kr/kWh eða meira. Það er skrítið því raforkan kostar þetta úti í heimi og því fer fjarri að framleiða megi rafmagn fyrir 5 kr/kWh úr olíu sem kostar 60 $/tunnu eða á nokkurn raunverulega vistvænan hátt. Er auðlindin kannski einskis virði? Ef ekki er hægt að finna kaupanda sem er tilbúinn til að greiða neitt meira en kostnaðarverð verða íslend- ingar bara að horfast í augu við það að orka íslenskra fallvatna og jarð- hita sé enn einskis virði fram yfir það sem almenningur notar. Hún geti ekkert stuðlað að auknum hag- vexti til langtíma þó að óheyrilega dýr nýting hennar geti stuðlað að tímabundinni þenslu. Jafnvel fremur langvarandi þenslu ef reisa á 3 virkj- anasamstæður af hátt í Kárahnjúka- stærð til viðbótar fyrir Straumsvik, Húsavík og Helguvik áður en gerð er þjóðarsátt um að hætta að láta almenning niðurgreiða orkuna til nýrrar stóriðju. Auðlindin er að vísu ekki einskis virði en hún er þá lang- mest virði ósnert og ekki í orkuformi. Það er allavega elckert keppikefli fyrir íslendinga að geta auglýst ódýrustu orku í heimi. Og Landsvirkjun vill selja á föstu (næstum óverðtryggðu) verði til 40 ára! Ég mótmæli Ég er hvorki á móti virkjunum, stóriðju né fiskveiðum. Ég er á móti náttúruspjöllum til lands og sjávar og vil að auðlindir séu uppspretta auðs hvort sem hann er í formi feg- urðar eða fjármagns. Ég er á móti því að auðlindum þjóðarinnar sé úthlutað til útvalinna sem frjálsir séu að því að eyðileggja þær. Ég er á móti því að almenningur borgi nátt- úrufórnarkostnaðinn fyrir Lands- virkjun, rafmagnið fyrir álverin, kol- tvísýringskvótana fyrir stóriðjuna, olíuna fyrir útgerðina og fiskveiði- leyfin fyrir kvótagreifana. Ég virði ákvarðanir upplýsts meirihluta en ég er á móti leynimakki og því að logið sé leynt og ljóst að almenningi og al- þingismönnum. Nú er nóg komið af lögleysu og ég skora á Hafnfirðinga, landeigendur við Þjórsá og aðra lands- menn að samþykkja ekki áformaða stækkun álversins í Straumsvík né meiri niðugreidda stóriðju. HEIMILDIR Sigrún Pálsdóttir 2005. Landsvirkjun 1965- 2005. Fyrirtækið og umhverfi þess. Ársskýrslur Landsvirkjunar, arðsemismat og ýmsar upþlýsingar um álframleiöslu, álverð og rafmagnsverð til álvera sem fínna má á veraldarvefnum. Höfundur er eðlisfræðingur. Greinin ersú siðasta af þremur. Vertu í hópi ánægðra viðskiptavina. Komdu við á Max1. Kauptu ný gæðadekk. Frábært verð. Núna. Verð í auglýsingunni eru með afslætti og miðast við 1 stk. - gildir til 22. mars. NEXEN Sumardekk. Fólksbílar 155/70 R13 3.000 kr. 155/80 R13 3.000 kr. 165/70 R13 3.500 kr. 165/80 R13 3.500 kr. 175/70 R13 3.500 kr. 185/70 R14 4.500 kr. Vetrardekk. Fólksbílar Neglanleg 195/65 R15 6.500 kr. 205/55 R16 9.500 kr. Heilsársdekk. Minni jeppar 225/75 R15 235/70 R16 Heilsársdekk 195/70 R15 225/70 R15 195/65 R16 205/65 R16 215/65 R16 225/65 R16 7.800 kr. 8.900 kr. Sendibflar 7.900 kr. 11.200 kr. 9.150 kr. 9.600 kr. 9.900 kr. 12.600 kr. ► PIRELLI Sumardekk. Fólksbflar 175/65 R14 6.500 kr. 185/65 R14 6.900 kr. 185/65 R15 7.500 kr. 195/65 R15 7.900 kr. Sumardekk. Sendibílar 195/70 R15 9.900 kr. 185/75 R16 10.900 kr. TELSTAR TIRE Vetrardekk. Minni jeppar Neglanleg 225/75 R15 9.500 kr. 215/65 R16 10.900 kr. 225/70 R16 10.700 kr. 235/65 R17 13.900 kr. Vetrardekk. Jeppar/Palibílar Neglanleg 275/70 R17 32” 19.900 kr. 235/80 R17 22.500 kr. ► PR0 C0MPTIRE Hjá Maxl mælum við með mikróskurði til aö auka grip í snjó og hálku. Heilsársdekk. Jeppar/Pallbflar 30X9,5 R15 13.900 kr. 31X10,5 R15 13.900 kr. 33X12,5 R15 16.500 kr. 35X12,5 R15 18.200 kr. 315/75 R16 35” 17.900 kr. Heilsársdekk. Minni jeppar 225/75 R15 11.400 kr. Heilsársdekk. Jeppar/Pallbflar 265/75 R16 32” 14.800 kr. 265/70 R17 32” 16.500 kr. 315/70 R17 35” 24.500 kr. 325/60 R18 33” 25.000 kr. 325/65 R18 35” 29.000 kr. Hað- og léttgreiðslur Verð er án nagla og án míkróskuröar. REYKJAVlK - MAX1 BlLAVAKTlN: Opið virka daga kl. 8-18. Laugardaga 9-13 nema í júní, júlí og ágúst. Bíldshöfða 5a. Simar 515 7095 og 515 7096. Bíldshöfða 8. Simar 515 7097 og 515 7098. AKUREYRI - MAX1 BlLAVAKTIN: Trvggvabraut 5. Sími 462 2700. Opið virka daga kl. 8-18 Forðastu óþægindi. Komdu með bilinn til okkar. Skoðaðu: www.max1.is bilavaktin

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.