blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 22
22
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2007
mat
matur@bladid.net
blaðiö
Ut með skyndibitann
Sleppið skyndibitanum og kaupið hollustu í staðinn. Oft er
talað um að ávextir og grænmeti sé dýrt en með vikulegum
innkaupaferðum og góðu skipulagi er hægt að lágmarka
kostnaðinn.
Allt er gott í hófi og það sama á við um súkkulaði og aðra
óhollustu. Það er því í góðu lagi að fá sér eins og eitt lítið
súkkulaði á dag. Til að friða samviskuna má svo fara í stutt-
an göngutúr að kvöldi.
H
V-V. i
**£«&'*&'* * i
*C ' * v Vl v
r tjif
m
Ágætis kokkur „Ég held ég sé ágætis kokk-
ur þegar ég tek mig til og mér finnst ofboös-
lega skemmtilegt aö elda góðan mat."
Vala Matt hefur eldað frá því hún var ung stúlka enda elst sex systkina
Eldamennskan
BlaÖiÖ/Eyþór
í blóð borin
Hráfæði í
daglegu lífi
Rithöfundurinn Kate Wood er
stödd á íslandi um þessar mundir
og heldur tvo fyrirlestra um hráfæöi
um næstu helgi. Á laugardeginum
verður fyrirlestur um hráfæði og
hvernig skal gera hráfæði að prak-
tískum hluta daglegs lífs. Á sunnu-
daginn mun Kate halda fyrirlestur
um súkkulaði sem hún segir vera
ofurfæði, enda næringarmikið og
fullt af vítamínum, steinefnum, and-
oxunarefnum og fleira. Kate Wood
er mjög framarlega í hráfæðismat-
argerð í Bretlandi og hefur gefið
út bækur með heitinu Eat Smart,
Eat Raw. Auk þess hefur hún rekið
,Raw-kaffihús“ í Brighton auk þess
að selja ýmsar tegundir af svoköll-
uðum ofurmat.
Eðlilegra en hefðbundinn matur
Sjálf hefur Kate Wood verið á
hráfæði síðan 1993 ásamt sinni fjöl-
skyldu og segja má að hráfæði sé
orðið henni eðlilegra en hefðbund-
inn eldaður matur. Hún á því ekki í
erfðleikum með að leiða Islendinga
í sannleikann um hvernig hægt
er að matbúa einfaldan og hollan
fjölskyldumat. Fyrirlesturinn verður
í Bratta í Kennaraháskóla íslands,
verð fyrir annan daginn er 3000
krónur en verð fyrir báða dagana
er 5000 krónur. Nánari upplýsingar
má finna á www.lifandi.net.
Ljúffengt
kjúklingasalat
• 1 soðin kjúklingabringa, köld og
niðurskorin
• 2 handfylli af ferskri steinselju
• 1 msk. ólífuolía
• safi úr Ví sítrónu
• 1 tsk. Maldon-sjávarsalt
• 50 g ristaðar möndlur
Blandaðu saman steinseljunni og
kjúklingnum með höndunum í skál
eða á stórum diski. Dreifðu olíunni
yfir og hristu salatið saman með
höndunum. Kreistu sítrónusafann
og dreifðu saltinu yfir salatið. Settu
megnið af möndlunum í salatið og
hristu það til. Restin af möndlunum
fer ofan á salatið.
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu Guðmundsd.
svanhvit@bladid.net
Valgerður Matthíasdóttir sjón-
varpskona, betur þekkt sem Vala
Matt, segist hafa sérstaklega gam-
an af því að elda góðan mat þeg-
ar fleiri elda saman. „Ég held að
ég sé ágætis kokkur þegar ég tek
mig til og mér finnst ofboðslega
skemmtilegt að elda góðan mat.
Við systkinin komum stundum
saman og gerum eitthvað sérstakt
í eldhúsunum okkar og það er al-
gjört ævintýri. Þá erum við eins
og stór, ítölsk, hávær og mjög
skemmtileg fjölskylda. Því miður
gerum við þetta ekki nógu oft en
þegar það gerist er það ótrúlega
skemmtilegt. Við komum þá með
ýmislegt sitt úr hvorri áttinni og
mamma er yfirkokkurinn en hún
er snillingur í eldhúsinu. Ég held
að eldamennskan og brennandi
áhugi á eldamennsku sé svolítið í
blóðinu.“
Ekki of flóknar uppskriftir
Vala segir að þrátt fyrir að hafa
brennandi áhuga á eldamennsku
hafi hún ekki gefið sér mikinn
tíma til að elda undanfarin ár
vegna anna í vinnu. „Ég er að spá
í að bæta úr því en mér finnst voða-
lega gott að vera ekki með of flókn-
ar uppskriftir sem hefur kannski
líka mótast af þessari miklu vinnu
undanfarin ár. Ef það er einfalt,
fljótlegt en samt rosalega gott þá
finnst mér það best. Ég fylgi lítið
uppskriftum en finnst gott að vita
hvað á.að vera í réttinum og svo
set ég minn persónulega stíl á þær,“
segir Vala sem hefur eldað frá því
hún var ung stúlka. „Ég er elst af
sex systkinum og var mjög fljótt
farin að aðstoða mömmu í eldhús-
inu. Ég var líka mjög dugleg að elda
þegar ég var í námi í Danmörku en
þar var ég í alls kyns tilraunastarf-
semi. Það var draumur að versla í
matinn þar samanborið við Island.
Núna finnst mér við aftur á móti
„Við systkinin komum
stundupi saman og gentm
eitthvað sérstakt í eldhús-
unum okkar og það er .
algjört ævintýri. Þá erum
við eins og stór, ítölsk, há-
vær og mjög skemmtileg
fjölskylda."
ekki geta kvartað hér heima enda
hefur orðið algjör bylting í vöruúr-
vali í verslunum.“
Borða bara íslenskan fisk
Aðspurð hver sé uppáhaldsmatur-
inn segir Vala að sér detti alltaf hum-
ar og fiskisúpa fyrst í hug. „Ég veit
ekki af hverju það er en það kemur
alltaf fyrst upp í hugann. Humar er
það besta sem ég veit og ég nærist
á að fá mér regluíega fiskisúpu. Mér
finnst fiskur æðislega góður. Ég er
til vandræða því ég get eiginlega
ekki borðað fisk nema á íslandi og
mér finnst fiskur á veitingastöðum
í útlöndum óspennandi. Svo elska
ég ítalskan og indverskan mat og
mér finnst indversk krydd æðisleg,"
segir Vala sem er meira en tilbúin
til að deila uppáhaldsréttinum sín-
um með lesendum Blaðsins. „Mér
finnst æðislegt að grilla humarinn
með hvítlaukssmjöri eða hvítlauk
og olíu. Best er að grilla hann á úti-
grilli en veturinn er orðinn svo mild-
ur að það er hægt að gera það meira
og minna allt árið. Með humrinum
hef ég eitthvert grænt salat og sem-
olina-brauð sem ég fæ hjá Jóa Fel en
það er ítalskt, þétt og æðislega gott
brauð. Ég set það aðeins í brauðrist-
ina, léttrista það eða set það á grillið
í stuttan tíma. Svo er gott að setja
pínulítið af góðri olíu á það, skera
hvítlauksbát og nudda sárinu á hvít-
lauknum vel í olíuna á brauðinu og
dreifa svo Maldon-salti yfir. Ég myl
saltið yfir brauðið og þetta er algjört
sælgæti.“
Er þetta ekki helgin til að
dekra við sig og sína?