blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 16.03.2007, Blaðsíða 21
Listapósturinn 3. tbl. • 12. órgangur • 16. mars 2007 • 133 tbl. fró upphafi Þjóðargersemar á flandri í elsta galleríi Danmerkur, GI Strand, stendur nú yfir sýningin Lavaland - Hraun. Þar er teflt saman landslagsmálverkum meistara Kjarvals og verkum Ólafs Elíassonar. Á sýningunni eru um það bil 30 af helstu meistaraverkum Kjarvals og þar á meðal er „Fjallamjólkin". Eins og í verkum Kjarvals er íslensk náttúra í öndvegi í verkum Ólafs. Hann sýnir einkum stórar ijósmyndaserí- ur og skúlptúra sem kallast á við hraunið í verk- um Kjarvals. Ólafur Elíasson hefur á síðustu árum náð að hasla sér völl á alþjóðlegum listamarkaði og staðið að ótrúlegum listviðburðum í sýning- arsölum eins og Tate Modern í London, þar sem hann setti upp verkið „The Weather Proj- ect“ í Túrbínusalnum. Hann hefur verið settur á stall með mönnum eins og Damien Hirts og jafnvel Picasso. Afar gaman er að skoða verk þessara tveggja listamanna saman og sjá nálgun þeirra að náttúru fslands. G1 Strand galleríið er í húsi sem byggt var 1750 að Gammel Strand 48 í Kaupmannahöfn en galleríið sjálft var stofnað 1825. Sýning- arrýmið er á tveimur haeðum og nauðsynlegt að fara upp þrönga stiga til að skoða listaverkin og því gæti verið erfitt að koma þeim út ef eitthvað fseri úrskeiðis. Það er varla haegt að ímynda sér tapið fýrir íslendinga ef eldur kæmi upp í gall- eríinu. Það er rétt að taka það fram að starfs- menn Listasafns fslands tóku húsnæðið út og töldu það uppfýlla öll öryggisskilyrði. Beint samband er frá galleríinu til slökkviliðsins og fullkomið öryggiskerfi á staðnum. Stóra spurn- ingin er auðvitað hvort eigi yfir höfuð að lána helstu myndlistargersemar þjóðarinnar úr landi. Þótt allrar varkárni sé gætt, getur ávallt eitthvað komið fýrir. Þarna er stór hluti af albestu og þekktustu verkum Jóhannesar S. Kjarval fluttur yfir hafið og ef verkin glatast eða eyðileggjast yrði um algjörlega óbætanlegt tjón að rseða. Það er líka spurning af hverju svo mörg af albestu verkum Kjarvals eru sett í sömu körfú en þarna eru verk á borð við „Skógarhöllina“ og „Reg- insund“ fýrir utan áðurnenda „Fjallamjólk". En um Ieið og við förum að gera ríkari kröfur á varðveislu þessara verka annars staðar verðum við líka að gera sömu kröfur til íslensku safn- anna. Staðreyndin er sú að svo illa er búið um Iistaverk hér heima að þau geta auðveldlega brunnið eða orðið fýrir vatnstjóni - eins og dæmin sanna. Flutningur á þessum þjóðargersemum er áhættusamur en flogið var með öll verkin til Kölnar í Þýskalandi og þaðan ekið með þau í flutningabíl til Kaupmannahafnar. Að vísu fýlgdi starfsmaður safnsins verkunum. Kannski ætti að senda slíka sýningu f tvennu Iagi til að lágmarka áhættuna á tjóni. Einnig má velta fýrir sér hvort það eigi yfirhöfuð að senda slík verk úr landi. Er þessi hugmynd ekki dálítið galin? Þótt Munið vaxtalausu lánin til listaverkakaupa verkin séu eflaust vel vátryggð, þá eru þau al- gjörlega óbætanleg. Hefði ekki mátt velja verk sem eru ekki eins gífúrlega mikilvæg? Erlendis vakna oft upp spurningar hvort lána eigi verk milli safna. Sé það gert er oftast um ríkislistasöfn að ræða en ekki litla sýningarsali þótt virtir séu. Lykilverk eru afarsjaldan lánuð. Við megum ekki leyfa okkur það að hlaupa til og lána slík verk einungis vegna þess að frægir listamenn óska eftir því. Eins og áður hefúr verið sagt er sýningin sem slík mjög áhugaverð og ljóst að langur tími get- ur liðið þar til tækifæri gefst til að sjá þessi verk. Ég hvet alla þá sem leið eiga um Kaupmanna- höfn að fara að sjá sýninguna og tel reyndar að það sé fullkomlega þess virði að gera sér ferð til Danmerkur til þess. JH Næsta uppboS verSur haldiS 29. apríl Næsta uppboð Gallerís Foldar verður haldið á Hótel Sögu 29. apn'l kl. 19. Tekið er á móti verkum á uppboðið í Gallen'i Fold við Rauðarárstíg og leitum við sérstaklega eftir verkum eftir Asgn'm Jónsson, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson, Kristínu Jónsdóttur og Þorvald Skúlason. BOÐSKORT Abba sýnir í Galleríi Fold Laugardaginn 17. mars kl. 15.00 opnar ASalbjörg Þórðardóttir málverkasýningu í Baksal Gallen's Foldar vió Rauðarárstíg. Sýningin stendur til 1. apríl. Aðalbjörg útskrifaðist sem BSc. í líffræði frá Háskóla Islands 1979. Hún stundaði nám við MHÍ 1981-1983, Konstskolan Halsingborg 1984-1986 og lauk námi í grafískri hönnun frá MHI 1988. Hún hefur starfað við hönnun, mynd- skreytingar og auglýsingagerð frá 1988, hérlendis og í Svíþjóð. Undanfarin ár hefur Aðalbjörg snúið sér æ meira að málverkinu. A þessari sýningu eru málverk af svönum í ýmsum myndum og myndbreytingum. Verkin sýna svani sem náttúrufyrirbrigði, svani í mannslíki og svani sem táknmyndir Ijóss og birtu. Sýningin ber yfirskriftina Hamskipti og er fyrsta málverkasýning Aðalbjargar. Hallur Karl Hinriksson sýnir í Galleríi Fold Laugardaginn 17. mars kl. 15.00 opnar Hallur Karl Hinriksson málverkasýningu í Hliðarsal Gallerís Foldar við Rauðarárstíg. Sýningin stendur til 1. apríl. Hallur Karl Hinriksson er 25 ára gamall myndlistarmaður frá Selfossi. Að loknu for- námi við Myndlistarskóla Reykjavíkur nam hann myndlist við Ecole de Beaux Arts de Quimper f Frakklandi og hlaut þar DNSAP Diplómu árið 2005, að þriggja ára námi loknu. I námi sínu kaus Hallur Karl fyrst að ein- beita sér að málverkinu en fór brátt yfir í teikningu og grafík. Að námi loknu hefur hann tekið til við málun á ný og fyrsta einka- sýning hans var haldin í Oðinshúsi á Eyrar- bakka í september 2006. I framhaldi þeirr- ar sýningar hélt hann til Vestmannaeyja og hélt þar sýningu á verkum unnum þar í októ- ber 2006. Verkin sem Hallur Karl sýnir nú í Galleríi Fold eru flest unnin í ár. Allir velkomnir á opnun sýninganna Opið er í Galleríi Fold virka daga frá kl. 10-1 8, laugardaga frá kl. 1 1-16 og sunnudaga frá kl. 14-16. Listapósturinn ■ Útgefandi: Gallerí Fold, listmunasala ■ Rauóarárstíg 14, 105 Reykjavík ■ Sími: 551 0400 ■ fax: 551 0660 • Netfang: fold@myndlist.is ■ í Kringlunni, 103 Reykjavík ■ Sími: 568 0400 ■ Netfang: foldkringlan@myndlist.is ■ Heimasíða Gallerís Foldar og Listapóstsins er: www.myndlist.is • Ritstjóri: Tryggvi P. Friðriksson ■ Ábyrgðarmaður: Elínbjört Jónsdóttir • Umsjón heimasíðu: Jóhann Á. Hansen ■ Upplag: 95.000 prentuð eintök fylgja Blaðinu og 2400 rafræn eintök, send ókeypis til áskrifenda.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.