blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
blaöiA
Sterk staða Sarkozy
■ Kona á raunhæfa möguleika á kosningu ■ Valdamikiö embætti
-,V
%: S
Æm.
Frakkar ganga að kjör-
borðinu í fyrri umferð
forsetakosninga lands-
ins sunnudaginn 22.
apríl næstkomandi.
Tólf frambjóðendur
sækjast eftir að taka
við embættinu af
Jacques Chirac sem
lætur brátt af emb-
ætti eftir tólf ára
valdatíð. Skoðana-
kannanir benda
allar til þess að
Nicolas Sarkozy,
fyrrum innanríkis-
ráðherra, muni hafa
sigur í fyrri umferð
kosninganna, en þeir
tveir frambjóðendur
sem hljóta flest at-
kvæði í fyrri
umferðinni
munu svo etja
kappi í þeirri síð-
ari þann 6. maf.
Skoðanakannanir
sýna Segolene Royal,
forsetaefni sósíalista,
og miðjumanninn
Francois Bayrou koma
áhælaSarkozy. Þjóðern-
issinninn Jean-Marie
Le Pen mælist fjórði, en
aðrir frambjóðendur
með mun færri atkvæði.
Atli Isleifsson
skrifarum
frönsku forseta-
kosningamar
Fréttaljós
atlii(d>bladid.net
Þegar Frakkar eru spurðir um hvort
þeir myndu kjósa Sarkozy eða Royal
í síðari umferð kosninganna hefur
Sarkozy öruggt forskot, en Bayrou
myndi hafa betur ef valið stæði milli
hans og Sarkozy. Mikla athygli vekur
hins vegar að hlutfall óákveðinna
er mjög hátt, eða um fjörutíu af
hundraði.
Formleg kosningabarátta hófst
í byrjun vikunnar, þó að hún hafi
í raun staðið yfir um margra mán-
aða skeið. Síðustu vikurnar er fjöl-
miðlum skylt að tryggja öllum tólf
frambjóðendunum jafnmikinn tíma
til að koma stefnumálum sínum á
framfæri. Reglurnar hafa sætt mik-
illi gagnrýni, enda liggur fyrir að
Sarkozy, Royal, Bayrou og Le Pen
eiga ein raunhæfa möguleika á að
komast í síðari umferð kosninganna.
Ólíkt því sem tíðkast í flestum
öðrum ríkjum álfunnar þá er forseta-
embættið í Frakklandi valdamesta
embætti stjórnkerfisins. Frakklands-
forseti skipar forsætisráðherra lands-
ins, getur leyst upp þingið og náðað
sakfellda einstaklinga. Þá er hann
æðsti yfirmaður Frakklandshers og
ræður þar með yfir öflugu kjarnorku-
vopnabúri landsins.
Verði hinn 52 ára Sarkozy kjörinn
forseti yrði hann sá yngsti til að taka
við embættinu frá því að Valéry Gis-
card d’Estaing var kjörinn árið 1974,
þá 48 ára gamall. Þrátt fyrir tiltölu-
lega ungan aldur hefur
Sarkozy mikla reynslu
af stjórnmálum. Hann
var borgarstjóri í ní-
tján ár áður en hann
tók við ráðherraemb-
ætti árið 2002. And-
stæðingar hans gagn-
rýndu hann harðlega
fyrir að sitja óþarf-
lega lengi í hinu mjög
svo áberandi embætti
ráðherra innanríkis-
mála og þannig misnota
aðstöðu sína í kosninga-
baráttunni. Sarkozy lét af
ráðherraembættinu í lok síð
asta mánaðar.
Forsetakosningarnar
óvenjulegar fyrir þær sakir að
þær eru hinar fyrstu í Frakk-
landi þar sem kona á raunhæfan
möguleika á því að ná kosningu.
Skoðanakannanir hafa þó undan-
farið bent til þess að stuðningur við
Royal hafi minnkað nokkuð. And-
ifi®§8í®l§
stæðingar hennar hafa bent á að
hana skorti reynslu, auk þess sem
ýmis klaufaleg ummæli hennar
varðandi utanríkismál Frakka
hafa skaðað trúverðugleika hennar.
Þannig var hún mikið gagnrýnd
fyrir ummæli sín um sjálfstæðisvið-
leitni Quebec-héraðs í Kanada.
SEGOLENE ROYAL
■ Fædd áriö 1953 í Afríkuríkinu Senegal.
■ Sótti menntun til ENA-háskólans (Ecole
nationale d'administration).
■ Er í sambandi meö Francois Hollende,
formanni Sósíalistaflokksins, og eiga þau
fjögur börn saman.
■ Varö ráögjafi Francois Mitterand Frakk-
landsforseta árið 1980.
■ Kjörin þingmaður Deux-Sevres-kjördæm-
is áriö 1988.
■ Umhverfisráðherra 1992-93.
■ Forsætisráðherra Poitou-Charentes-hér-
aös frá árinu 2004.
■ Útnefnd forsetaefni Sósíalistaflokksins á
flokksþingi í nóvember 2006.
■ Hefur kynnt stefnu sina með hundrað
atriðum sem hún ætlar að hrinda í fram-
kvæmd nái hún kjöri.
■ Vill hækka lágmarkslaun, hækka ellilífeyri
og er með fleiri sósíalískar áherslur.
1 Vill draga úr kjarnorkunotkun Frakka.
SKOÐANAKÖNNUN IPS0S
■ Nicolas Sarkozy 30%
■ Segolene Royal 23,5%
Francois Bayrou 19%
■ Jean-Marie Le Pen 13,5%
Aðrir 14%
FRAKKLANDSFORSETAR
Charles de Gaulle
Georges Pompidou
Valéry Giscard d’Estaing
Francois Mitterand
Jacques Chirac
1959-69
1969-74
1974-81
1981-95
1995-2007
AÐRIR FRAMBJÓÐENDUR
Francois Bayrou
UDF
Jean-Marie Le Pen
Front National
Oliver Besancenot
Róttækir kommúnistar
Marie-George Buffet
Franski kommúnistaflokkurinn
Gerard Schivardi
Verkamannaflokkurinn
José Bové
Berst gegn alþjóðavæðingu
Dominique Voynet
Græningjar
Philippe de Villiers
Frakklandshreyfingin
Frédéric Nohous
Veiðar, fisveiðar, náttúra og hefð
Arlette Laguiller
Barátta verkamanna
NICOLAS SARK0ZY
■ Fæddur 1955.
■ Sonur ungversks innflytjenda, en móðir
hans var frönsk.
■ Lögfræðingur frá Parísarháskóla.
■ Giftur Ceciliu og á með henni eitt barn. Á
tvö börn til viðbótar úr fyrra hjónabandi.
■ Borgarstjóri Neuilly frá 1983 til 2002.
■ Lenti upp á kant við Chirac, þegar hann
studdi andstæðing Chiracs, Edouard Ballad-
ur, sem forsetaefni UMP fyrir forsetakosn-
ingarnarárið 1995.
■ Innanrikisráðherra 2002-2004, fjár-
málaráðherra 2004 og innanríkisráðherra
2004-2007.
■ Útnefndur forsetaefni franskra hægri-
manna, UMP, á flokksþingi í janúar 2007.
■ Hefur vakið athygli fyrir að harða stefnu i
innflytjendamálum.
■ Hefur lýst yfir andstöðu við inngöngu
Tyrklands í Evrópusambandið.
■ Vill lækka tekjuskatt og auka sveigjan-
leika á vinnumarkaði.