blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 48

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 Konur í fangelsum Fjöldi kvenna í fangelsum í Bandaríkjunum hefur aukist um 138% á síöustu 10 árum og er talið að ástæðan sé helst sú aö hagur kvenna þar í landi hefur versnað töluvert á undanförnum áratug. 1 Brasilíu líkt og annars staðar í heiminum er fjöldi kvenfanga mun færri heldur en fjöldi karlfanga en aðeins um 4% fanga í landinu eru konur. Lengi hefur verið talað um illa meðferð fanga í Suður-Ameríku þar sem fangelsin eru oftar en ekki yfirfull og í hrikalegu ástandi. Kvenfangelsin eru litlu skárri þar sem fang- arnir sæta oft illri meðferð og fá hvorki lækn- is- né lögfræðiþjónustu. Klefarnir eru búnir litlu sem engu nema kannski skítugri dýnu og slitnu teppi og víða er salernið einungis gat í gólfinu. Slæmur aðbúnaður Stærstur hluti kvenna í fangelsum í Brasilíu hefur fengið dóm vegna fíkniefnabrota en oft er um að ræða aðeins smávægileg afbrot ólíkt því sem tíðkast meðal karlfanga sem eru lík- legri til þess að sitja inni vegna ofbeldisverka. Fangelsið í Sao Paulo hýsir flesta kvenkyns fanga en það er eins og gefur að skilja mun smærra í sniðum en fangelsi þar sem karlar eru vistaðir. í Sao Paulo eru fjórar álmur og var húsið byggt til þess að hýsa um 2500 konur en er fjöldi fanga nú þegar kominn yfir 4000 og eru því oftast tvær eða fleiri í einstaklings- klefum. I þessu fangelsi er talin versta vistin ef tekið er mið af aðstæðum sem fangarnir búa við. Fangelsið er staðsett á svæði sem kallast Crackolandia vegna mikillar eiturlyfjaneyslu og sölu en stór hluti fanganna eru forfallnir fíkniefnaneytendur eða vændiskonur. í klefunum er nánast engin birta og er rétt að sólarljósið nái að lýsa upp gangana. Fangaverð- irnir skipta sér lítið sem ekkert af konunum og jafnvel þó að sumir fanganna séu barnshaf- andi og kvarti undan verkjum er lítið sem ekk- ert gert til þess að útvega þeim læknisaðstoð. Skortur á læknisþjónustu Þrátt fyrir þá staðreynd að kvenfangar þarfn- ist oftar læknisaðstoðar en karlfangar er algjör skortur á læknisþjónustu. í kvenfangelsinu í Joao Pessoa er engin heilsugæsla til staðar og eina heilbrigðisþjónustan felst í heimsókn hjúkrunarkonu sem kemur á svæðið þrisvar sinnum í viku. HIV er alvarlegt vandamál innan veggja fangelsanna en rannsóknir sýna fram á mun hærrri tíðni HIV smits meðal kvenfanga en karla. í fangelsinu í Sao Paulo eru að minnsta kosti 20% fanganna eyðnismitaðar en margar smitast vegna þess að þær hafa notað mengað- ar nálar. Andlegt ofbeldi Líkamlegt ofbeldi tíðkast síður meðal kven- fanga en meira ber á andlegu ofbeldi og hótun- um af ýmsu tagi. Þó er ástandið verra í sumum fangelsum en öðrum en. í Natal fangelsinu í Rio Grande de Norte er meira um líkamlegt of- beldi en gengur og gerist og hópur kvenna ræð- ur ríkjum með barsmíðum og manndrápum. Ofbeldi af hálfu fangavarða er fátítt. Fangar hafa þó greint frá árásum karlkyns fangavarða þar sem þeim er misþyrmt í svokölluðum pynt- ingarklefum vegna lítilla brota. Konur í fangelsum greina hins vegar oftar frá andlegu ofbeldi, sérstaklega af hendi karl- kyns fangavarða sem kalla þær niðurlægjandi nöfnum. Stór hluti fanganna á fjölskyldu og finnst mjög mikilvægt að halda sambandi við börn sín á meðan á vistuninni stendur og flestar ótt- ast mjög að missa forræði yfir börnunum eða að maki þeirra yfirgefi þær á meðan þær sitja inni. í Suður Ameríku á kona sem brotið hefur að sér oft ekki viðreisnar von þar sem hún er talin hafa kallað mikla skömm yfir fjölskyldu sína. Fæstar fá fjölskylduna í heimsókn og þurfa að sætta sig við að vita ekki hvað þeirra bíður eftir að refsivistinni er lokið. Fátækt helsta ástæðan Ástandið er ekki einungis slæmt í Suður Ameríku því í Bandaríkjunum hefur fjöldi kvenkynsfanga aukist umtalsvert á undan- förnum árum. Nú eru yfir 90.000 konur í fang- elsum landsins en stærstur hluti þeirra situr inni vegna efnahagsbrota. Fátækt er yfirleitt ástæða þess að konur leiðast út í glæpi en 80% kvenfanga í Bandaríkjunum eru með tekjur sem eru innan við 150.000 krónur á ári og 92% þeirra hafa tekjur undir 650.000 á ári. Þær sem sitja inni vegna ofbeldisverka hafa oftast verið að verja sig eða börn sín fyrir mi- syndismönnum en í Ríkisfangelsinu í Kaliforn- íu sitja 600 konur sem fengu dóma fyrir að koma ofbeldisfullum eiginmönnum fyrir katt- arnef í sjálfsvörn. Svo virðist vera sem það sé verri glæpur að myrða karl en konu í Bandaríkjunum en kon- ur fá að meðaltali tvisvar sinnum þyngri dóma fyrir að myrða eiginmenn en menn sem myrða konur sínar. Um 90% kvenna í bandarískum fangelsum eru einstæðar mæður og fjölmargar missa forræðið yfir börnum sínum en talið er að um 167.000 börn eigi mæður sem sitja inni fyrir misalvarlega dóma. HALLA FEKK 43 SKEYTI, FLEST AF ÖLLUM í BEKKNUM Heillaskeyti á fermingardaginn er persónuleg teið tit aó tjá vináttu og væntumþykju. Sendu skeyti - faróu inn á www.postur.is eóa hringdu í síma 1446. Einfalt og skemmtilegt!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.