blaðið

Ulloq

blaðið - 14.04.2007, Qupperneq 49

blaðið - 14.04.2007, Qupperneq 49
blaðiö LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 49 Meira um Unu Hægt er aö sjá myndbandið sem Una vann fyrir tónlistarmanninn Nico Muhly á heimasíöu Bedroom Community sem gefur út tónlistina meö því aö fara inn á: http://www.bedroomcommunity.net/Site/news/21CA2DB7-29D7-4227-9F06-2F4019CDED1F.html en betra er að horfa á stærri útgáfuna í stað myndbandsins á YouTube. Eins er hægt að sjá önnur verk eftir Unu á www.this.is/una og er um að gera að kíkja inn. Una Lorenzen er grafískur hönnuð- ur sem er við nám í California Ins- titute of the Arts um þessar mundir. Una hefur í nógu að snúast og kann vel við sig úti enda nóg að sjá og gera en hún býr í Valencia sem er aðeins spölkorn frá stórborginni Los Angeles. „Ég er í mastersnámi í Experiment- al Animation í CalArts sem er Cali- fornia Institute of the Arts“ segir Una. „Skólinn er alveg sérstakur en einn af aðalstofnendum skólans var sjálfur Walt Disney og þess vegna er sú deild sem snýr að Character Ani- mation vel þekkt. f deildinni minni er okkur frjálst að nota hverjar þær aðferðir sem mögulegar eru á með- an hin deildin fókuserar á teiknað animation. Myndirnar úr minni deild eru því eins ólíkar og þær eru margar, bæði hvað varðar viðfangs- efni, aðferðir og listræna nálgun en ég vinn mest á tvívíðum fleti“. Klippti hárið af bekkjarsystur Spurð um hvað sé á döfinni seg- ir Una nóg vera að gera. „í janúar vann ég myndband fyrir tónlist- armanninn Nico Muhly frá New York en það vann ég á svokölluðu multiplane-setti. Ég klippti hárið af einni bekkjarsystur minni, með hennar leyfi auðvitað, og hreyfði það undir myndavélinni á glerplöt- um á mismunandi hæðum sem skapar skemmtilega dýpt. Svo not- aði ég líka gluggasprey og útklippt pappírsform. En ég er mjög ánægð með að myndbandið var núna ný- verið valið á árlega sýningu skólans í The Academy of Television Arts and Sciences í Hollywood, það er frábært". Mömmur með botox og sílikon Una segir það hafa tekið sinn tíma að komast inn í allt úti eins og gengur og gerist. „Þetta er ólíkt lífinu heima en í þessum hluta Bandaríkjanna er í raun hrúga af fólki frá ólíkum menningarheim- um og það eru mikil forréttindi að fá að kynnast þessu fólki og þeirra lífi. Meðleigjandi minn er til dæm- is frá Indlandi og margir bekkjar- félaga minna eru frá Asíu og ein bekkjarsystir mín er frá fran og svo er auðvitað mikið af fólki frá Mexíkó hérna. Annars er umhverf- ið hér mjög skemmtilegt en það er merkilegt hversu lítil tengsl eru milli bæjarins og skólans. Þegar maður er komin inn á skólalóðina er maður eiginlega kominn inn í aðra veröld þar sem allt er mor- andi í áhugaverðum viðburðum og fólki en fyrir utan kampusinn er hinn dæmigerði Hollywood-fjöl- skyldu-smábær. Mömmur með botox og sílíkon, glansandi sport- bílar, sjálfvirkir vatnsúðarar og hátalarar faldir í trjárunnum með popptónlist sem glymur allan sól- arhringinn. Sá veruleiki er ekki mjög spennandi. En svo gerir mað- ur sér smám saman grein fyrir því að það er fullt af gullfallegum stöð- um hér í kring, eyðimörkin er ekki langt frá, fallegar strendur, hellar og heitir hverir. Svo eru líka öll stærstu animation-fyrirtækin stað- sett hér syðra sem er ekki verra". The armpit of America Una segist vera búin að ferðast nokkuð um landið. „Ég fór til San Francisco í nokkra daga í mars og það var frábært og allt önnur stemn- ing en í L.A. Mér fannst ég finna fyrir gamla hippavæbinu og er mjög gaman að ganga um öll litlu hverfin með þessum bröttu götum og húsum sem eru alveg eins og dúkkuhús. Svo fór ég til New York um jólin að hjálpa bróður mínum að setja upp sýningu en annars er planið að fara í roadtrip héðan og til Colorado í maí en það er tveggja daga akstur og ég ætla að sjá allavega Grand Canyon og keyra _ hratt í gegnum Las Vegas sem vinur minn kallar the armpit of America". Sveitt samloka á Saugus café Una segist eiga nokkra uppáhalds- staði þarna úti. „Fyrir utan heita pottinn við íbúðina mína á ég marg- ar góðar minningar frá safninu Museum of Jurassic Technology í Culver City sem er í L.A en safnið er stofnað af fyrrverandi Experiment- al Animation-nemanda úr CalArts, Það er frekar erfitt að lýsa því en þar er samansafn af alls kyns fal- legum, áhugaverðum og dularfull-' um hlutum og frásögnum sem eru framsett á sérstakan hátt. Það er því algjör upplifun að vera þarna og svo er yndislegt tea-room á efri hæðinni þar sem allskyns uppákom- ur eiga sér stað. Svo finnst mér Pasadena sem er rétt við L.A mjög aðlaðandi svæði. Ég fer líka reglulega á II Corral í Hollywood að sjá nýjar hljómsveitir koma fram. Svo verð ég að nefna bókabúðina Family í Hollywood sem er frábær og Saug- us café þar sem hægt er að fá góða sveitta samloku en James Dean er sagður hafa setið þar rétt áður en hann lést“. Kemur heim til að faðma fjölskylduna „Núna er ég að vinna mynd sem er eftir sögu sem ég skrifaði sjálf _ og heitir Story of Nothing. Myndin er mestmegnis máluð ramma fyrir ramma með bleki. Annars er ég líka að vinna annað myndband fyrir Be- droom Community sem kemur út í maí en það er unnið aðallega með því að rispa í 35 mm filmu. Svo stendur til að koma heim í sumar til að vinna svo ég geti hald- ið náminu áfram og til að faðma fjöl- skyldu og vini. Stefnan eftir námið er að prófa kannski að vinna hjá fyrirtæki hérna úti til að kynnast bissnessnum. Annars er ég með svo margar hugmyndir að myndum að' ég held að ég endi með að samein- ast góðu fólki og stofna bara eigið íslenskt-amerískt animation-fyrir- tæki og taka svo að mér commercial verkefni til hliðar. En þetta kemur allt saman í ljós seinna ... en í bili bið ég bara að heilsa heim.“ hilda@bladid.net msmsmw& allur pakkinn j: 'V I l J

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.