blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 43

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 43
blaðið LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 43 Árlegt Stórsveitamaraþon Stórsveitar Reykjavikur Sveifla í Ráðhúsinu Lúðrablástur í Ráðhúsi Stórsveita-1 maraþon verður þreytt í dag. Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni sínu í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag milli kl. 14 og 17. Þetta er í ellefta skipti sem maraþonið er haldið og að vanda býður sveitin til sín yngri stórsveitum úr tónlistar- skólum landsins og leikur hver sveit í um hálftíma. Reynsluboltarnir og gestgjafarnir í Stórsveit Reykjavíkur hefja leikinn á slaginu 14 og fylgja hinar sveitirnar fimm í kjölfarið. Sigurður Flosason saxófónleikari í Stórsveit Reykjavíkur segir að mara- þonið sé haldið til að þjappa þeim krökkum saman sem eru í sveitun- um jafnframt því að efla þessa starf- semi og vekja athygli á henni. „Okkur fannst sniðug hugmynd að tengja saman þessa ungu krakka á mismunandi aldri sem eru í þessum skólaböndum. Það gerum við bæði til þess að þau heyrðu í okkur og hvert öðru og hittu hvert annað,“ segir Sig- urður sem telur það mjög mikilvægt fyrir hljóðfæraleikarana ungu. Allarfínará sinn hátt Stórsveit Reykjavíkur er á öðru plani en hinar sveitirnar enda skip- uð atvinnutónlistarmönnum. Hinar sveitirnar koma frá mismunandi tónlistarskólum og eru hljóðfæra- leikararnir misgamlir og komnir mislangt í sínu námi. „Þær eru allar fínar hver á sinn hátt og hljóðfæraleikararnir eru orðnir mjög góðir í þeim sem eru lengst komnar og svo er efnilegt fólk í þeim öllum. Maður hefur séð fólk fara úr einni sveit upp í þá næstu og svo er það jafnvel komið í okkar raðir nokkrum árum síðar,“ segir Sigurður sem mun án efa hafa auga með ungu hæfileikafólki í dag. Ekki hefðbundnir tónleikar Efnisskrá Stórsveitamaraþonsins verður fjölbreytt að sögn Sigurðar. Miðað við reynslu fyrri ára má búast við fjölmenni í Ráðhúsinu. „Það er náttúrlega mikið af ungu fólki sem er að spila og fullt af að- standendum sem koma með því og svo er þetta bara opið fyrir gesti og gangandi. Þetta er ekki hugsað sem hefðbundnir tónleikar þar sem fólk þarf að sitja í sætinu heldur getur fólk staðið upp og komið og farið þegar það vill enda langar kannski engan til að sitja stanslaust í þrjá klukkutíma,“ segir Sigurður. Dagskrá Stórsveitamaraþons í Ráðhúsi Reykjavíkur: Kl. 14:00 Stórsveit Reykjavíkur, stjórnandi Össur Geirsson Kl. 14:30 Stórsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, stjórnandi Karen Sturlaugsson Kl. 15:00 Stórsveit Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi, stjórnandi Kári Ein- arsson Kl. 15:30 Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri, Stjórnandi Edvard Fred- riksen Kl. 16:00 Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, stjórnandi Stefán Ómar Jakobsson Kl. 16:30 Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, stjórnandi Edvard Fredriksen UM HELGINA Djass í Landnámssetri Tríó Reynis Sigurðssonar flytur djassskotnar útsetningar á lögum eftir innlend og erlend tónskáld í Landnámssetrinu í Borgarnesi á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Auk Reynis sem spilar á víbrafón skipa þeir Jón Páll Bjarnason gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari tríóið. Gleðisveitir á Akureyri Hljómsveitirnar Ljótu hálfvitarnir, Hundur í óskilum og Túpílak- arnir troða upp á Græna hattinum á Ak- ureyri í kvöld. Búast má við gríni og glensi enda sveit- irnar ekki þekktar fyrir annað. Skemmtunin hefst kl. 22 og er miðaverð 1500 krónur. Útgáfugleði Skáta Hljómsveitin Skátar fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar á Barnum í kvöld kl. 20. Hljóm- sveitin mun þó ekki sjálf koma fram heldur munu vinasveitir hennar Jan Mayen og Reykjavík! spila lög hennar í útgáfugleðinni. Aðgangur er ókeypis. Adria-hjólhýsi Gæði, þægindi og sniðugar lausnir einkenna þessi glæsilegu hjóthýsi. Öll með Alde vatns- og miðstöðvarhitun. Mest seldu hjólhýsi á Norðurlöndum. Líttu inn að Fiskislóð 1, sýnum allt það nýjasta ogflottasta í hjólhýsum um helgina. Kynntu þér það sem ei að gerast í þessum efnum og mundu að við tökum gamta vagninn upp í nýjan. Ellingsen Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 Opið mánud.-föstud. 8-18, laugard. 10-16 og sunnud. 12-16 fullt hus œvintýra r'p&l "1 /LL! “ j Í_lJjvC-ÍA^. j C V--| [ ; Í ^ ŒÖlWjífet—i0 w 1} -lí 'Ol 1|| 'ÍfeJ . i w 1 ] . ...iiwfe-. i " ■V-j 11 f§?40 u í~ =U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.