blaðið - 14.04.2007, Page 43

blaðið - 14.04.2007, Page 43
blaðið LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 43 Árlegt Stórsveitamaraþon Stórsveitar Reykjavikur Sveifla í Ráðhúsinu Lúðrablástur í Ráðhúsi Stórsveita-1 maraþon verður þreytt í dag. Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu Stórsveitamaraþoni sínu í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag milli kl. 14 og 17. Þetta er í ellefta skipti sem maraþonið er haldið og að vanda býður sveitin til sín yngri stórsveitum úr tónlistar- skólum landsins og leikur hver sveit í um hálftíma. Reynsluboltarnir og gestgjafarnir í Stórsveit Reykjavíkur hefja leikinn á slaginu 14 og fylgja hinar sveitirnar fimm í kjölfarið. Sigurður Flosason saxófónleikari í Stórsveit Reykjavíkur segir að mara- þonið sé haldið til að þjappa þeim krökkum saman sem eru í sveitun- um jafnframt því að efla þessa starf- semi og vekja athygli á henni. „Okkur fannst sniðug hugmynd að tengja saman þessa ungu krakka á mismunandi aldri sem eru í þessum skólaböndum. Það gerum við bæði til þess að þau heyrðu í okkur og hvert öðru og hittu hvert annað,“ segir Sig- urður sem telur það mjög mikilvægt fyrir hljóðfæraleikarana ungu. Allarfínará sinn hátt Stórsveit Reykjavíkur er á öðru plani en hinar sveitirnar enda skip- uð atvinnutónlistarmönnum. Hinar sveitirnar koma frá mismunandi tónlistarskólum og eru hljóðfæra- leikararnir misgamlir og komnir mislangt í sínu námi. „Þær eru allar fínar hver á sinn hátt og hljóðfæraleikararnir eru orðnir mjög góðir í þeim sem eru lengst komnar og svo er efnilegt fólk í þeim öllum. Maður hefur séð fólk fara úr einni sveit upp í þá næstu og svo er það jafnvel komið í okkar raðir nokkrum árum síðar,“ segir Sigurður sem mun án efa hafa auga með ungu hæfileikafólki í dag. Ekki hefðbundnir tónleikar Efnisskrá Stórsveitamaraþonsins verður fjölbreytt að sögn Sigurðar. Miðað við reynslu fyrri ára má búast við fjölmenni í Ráðhúsinu. „Það er náttúrlega mikið af ungu fólki sem er að spila og fullt af að- standendum sem koma með því og svo er þetta bara opið fyrir gesti og gangandi. Þetta er ekki hugsað sem hefðbundnir tónleikar þar sem fólk þarf að sitja í sætinu heldur getur fólk staðið upp og komið og farið þegar það vill enda langar kannski engan til að sitja stanslaust í þrjá klukkutíma,“ segir Sigurður. Dagskrá Stórsveitamaraþons í Ráðhúsi Reykjavíkur: Kl. 14:00 Stórsveit Reykjavíkur, stjórnandi Össur Geirsson Kl. 14:30 Stórsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, stjórnandi Karen Sturlaugsson Kl. 15:00 Stórsveit Tónlistarskólans á Seltjarnarnesi, stjórnandi Kári Ein- arsson Kl. 15:30 Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri, Stjórnandi Edvard Fred- riksen Kl. 16:00 Stórsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, stjórnandi Stefán Ómar Jakobsson Kl. 16:30 Stórsveit Tónlistarskóla FÍH, stjórnandi Edvard Fredriksen UM HELGINA Djass í Landnámssetri Tríó Reynis Sigurðssonar flytur djassskotnar útsetningar á lögum eftir innlend og erlend tónskáld í Landnámssetrinu í Borgarnesi á morgun, sunnudag, kl. 20:30. Auk Reynis sem spilar á víbrafón skipa þeir Jón Páll Bjarnason gítarleikari og Gunnar Hrafnsson bassaleikari tríóið. Gleðisveitir á Akureyri Hljómsveitirnar Ljótu hálfvitarnir, Hundur í óskilum og Túpílak- arnir troða upp á Græna hattinum á Ak- ureyri í kvöld. Búast má við gríni og glensi enda sveit- irnar ekki þekktar fyrir annað. Skemmtunin hefst kl. 22 og er miðaverð 1500 krónur. Útgáfugleði Skáta Hljómsveitin Skátar fagnar útgáfu nýjustu plötu sinnar á Barnum í kvöld kl. 20. Hljóm- sveitin mun þó ekki sjálf koma fram heldur munu vinasveitir hennar Jan Mayen og Reykjavík! spila lög hennar í útgáfugleðinni. Aðgangur er ókeypis. Adria-hjólhýsi Gæði, þægindi og sniðugar lausnir einkenna þessi glæsilegu hjóthýsi. Öll með Alde vatns- og miðstöðvarhitun. Mest seldu hjólhýsi á Norðurlöndum. Líttu inn að Fiskislóð 1, sýnum allt það nýjasta ogflottasta í hjólhýsum um helgina. Kynntu þér það sem ei að gerast í þessum efnum og mundu að við tökum gamta vagninn upp í nýjan. Ellingsen Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 Opið mánud.-föstud. 8-18, laugard. 10-16 og sunnud. 12-16 fullt hus œvintýra r'p&l "1 /LL! “ j Í_lJjvC-ÍA^. j C V--| [ ; Í ^ ŒÖlWjífet—i0 w 1} -lí 'Ol 1|| 'ÍfeJ . i w 1 ] . ...iiwfe-. i " ■V-j 11 f§?40 u í~ =U

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.