blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
blaðiö
Pro-Gastro 8, eru GÓÐAR FRÉTTIR
fyrir meltinguna og þarmaflóruna!
7 hylki 2svar á dag fyrir máltíð og
minnst eitt glas af vatni er gott ráð
til losna við flest meltingaróþægindi.
Fjölbreytt úrval af sundbolum
og bikini frá ANITA
Stærðir 38-50.
Ö
UníqueBodyWear
Laugaveg 80
Sími 5611330
Fáanlegt I flestum apótekum, heilsu-
búðum, Hagkaup og Fjarðarkaup.
lííTata
HUSGAGNfiVERSLUN
Reykjauíkuruegi 66 Hafnarfirði sími 5654100
Listgyðjan spjölluð?
Það var frumsýning í Lista-
safni Reykjavíkur í gær.
Nú, já? Og hvað var
verið að sýna? Var að
byrja ný sýning á verkum Georgs
Guðna? Eða var þetta leiksýning?
Kannski gjörningur?
Ónei - ekki var það gjörningur
í neinum hefðbundnum skilningi.
Og heldur ekki leiksýning og ekki
myndlistarsýning eða neitt list-
rænt yfirleitt. Þótt atburðurinn
héti „frumsýning“ og færi fram í
listasafni.
Það var bara verið að kynna
vörumerki.
Að þvo af sér svarta fortíð
Olíufyrirtækið sem hingað til
hefur kennt sig við Esso var að
skipta um nafn. Vildi ekki lengur
láta bendla sig við olíusamráðið al-
ræmda. Vonast til að fólk gleymi
tengslum fyrirtækisins við þá
sorgarsögu þegar komið er nýtt
vörumerki. Þessu lýstu forráða-
menn fyrirtækisins hreinskilnis-
lega yfir. Það virtist nokkuð blyðg-
unarlaus tilraun til að þvo af sér
svarta fortíð en forráðamennirnir
hafa sér til afsökunar að þeir eru
nýir. Því félagið hefur skipt um
eigendur síðan Öskjuhlíðarfund-
irnir voru og hétu. Þess vegna má
fyrirgefa þeim nýju að vilja byrja
með hreint borð og nýtt nafn.
Ekki síst af því þeir leggja
þunga áherslu á að fyrirtækið sé
nú alls ekki lengur fyrst og fremst
í olíuviðskiptum.
Allt má þetta annars einu gilda.
Ég skal trúa forráðamönnum
Esso (eða hvað fyrirtækið heitir
núna) fyrir þvi að þótt ég hafi
nú keyrt bíl í rétt 20 ár og farið
á bensínstöðvar oftar en tölu
verður á komið, þá hef ég aldrei
gert nokkurn einasta greinar-
mun á því hvaða olíufyrirtæki
rekur hvaða bensínstöð. Þótt það
ætti að drepa mig, þá gæti ég ekki
rifjað upp hvaða fyrirtækið rekur
bensínstöðina á Skúlagötu - þó
ég hafi milljón sinnum tekið þar
bensín.
Bensínstöðvar eru bara bensín-
stöðvar og það hefur ekki breyst
þótt sumar þeirra séu farnar að
selja sérbökuð vínarbrauð.
Hvað á að líða kaup-
skaparfyrirtækjum?
Nú ber ég fulla virðingu fyrir
því að auðvitað skiptir fyrirtæki
miklu hvernig þau kynna sig, og
þótt mér hafi gengið illa að greina
milli bensínstöðva gegnum tíð-
ina, þá hef ég ekkert nema gott
um það að segja að Esso verði
leyst af hólmi af nýju vörumerki.
Gangi þeim bara allt í haginn!
En að kalla þetta „frumsýn-
ingu“ og láta hana fara fram í
Listasafni Reykjavíkur? Var ekki
eitthvað vægast sagt tilgerðarlegt
við það? Nú er ég kannski bara
gamaldags - en á að líða kaupskap-
arfyrirtækjum það að setja sitt PR
fram eins og um listviðburð sé að
ræða?
Jafnvel þótt skil milli lista og
menningar annars vegar og bissn-
iss hins vegar hafi kannski orðið
ógreinilegri upp á síðkastið.
Er verið að sýna Skugga-Svein?
Og það er ekki bara stórkapítal-
isminn sem farinn er að kássast
upp á listir og menningu. Pól-
itíkin líka. Eða hvað á að kalla
bakgrunninn á landsfundi Sjálf-
stæðisflokksins annað en leik-
mynd, komin beina leið ofan af
leiksviði?
Leikmyndin virkar reyndar
pínulítið gamaldags - hún er svo-
lítið eins og það sé verið að sýna
Skugga-Svein í félagsheimili úti á
landi um miðja 20. öld.
Tilgangur leikmyndarinnar er
augljós - reyndar svo augljós að
það er eiginlega óskammfeilið.
Sjálfstæðisflokkurinn, þessi blást-
olti stóriðjuflokkur - hann er allt
í einu orðinn grænn!
Híhí, snerum á ykkur - við
erum líkagræn!!
Þótt ég fari um dimman dai
En kannski er leikmynd Sjálf-
stæðisflokksins enn útspekúler-
Csso
"Tilgangui leikmyndar-
innar er augíjós - reynd-
ar svo augljósnð það er
eiginlega óskammfeiliö.
Sjálfstœöisflokkurinn,
þessi blástolti stóriðju-
flokkur - hann er allt í
einu oröinn grœnn!"
aðri en svo. Það eru nefnilega
einkennilega dimmir skuggar á
þessu Skugga-Sveins landslagi.
Er það bara tilviljun? Eða á þetta
jafnframt því að telja manni trú
um að Sjálfstæðisflokkurinn sé
grænn um leið að vekja manni
svolítinn ugg? Framtíðin þrátt
fyrir allt svolítið óviss? Og best
að taka enga sénsa? Á maður sem
sagt að hugsa þegar maður horfir
á skuggana í landslaginu:
„ Jafnvel þótt ég fari um dimman
dal óttast ég ekkert illt, þvi þú ert
hjá mér, sproti þinn og stafur
hugga mig.“
Þetta er úr Davíðssálmum.
Davíð er náttúrlega farinn. En
þarna stendur Geir Haarde guðs-
blessunarlega á sviðinu. Og hann
mun passa okkur!
Pólitík? Eða Iistviðburður?
Og er þá ekki soldið farið að
spjalla blessaða listgyðjuna?