blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 33
blaðið
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 33
Nýlega kærðu átta
prestar þjóð-
kirkjunnar Hjört
Magna Jóhanns-
son fríkirkjuprest
til siðanefndar
Prestafélagsins
vegna ummæla hans um þjóðkirkj-
una. Hjörtur Magni er meðal ann-
ars kærður fyrir að segja að hver sú
stofnun sem teldi sig hafa höndlað
sannleikann yrði um leið stórhættu-
leg ef ekki bara djöfulleg. Hann er
einnig kærður fyrir að segja að ef
kirkjan færi að láta dýrka sig í stað
Guðs væri hún að brjóta fyrsta boð-
orðið. Hjörtur Magni er kærður
fyrir fleiri orð sem prestarnir eru
ósáttir við.
„Mér finnst þetta fáránlegt,“ segir
Hjörtur Magni. „Reyndar er kæran
ekki ljós, þar eru alls kyns atriði
tínd til, svo sem afstaða mín til
samkynhneigðra og að ég tali ekki
nógu vinalega og elskulega til koll-
ega minna. Eg hef alls ekkert verið
að tjá mig um kollega mína, hvorki
í predikunum, ræðum né í riti. Ég
hef hins vegar gagnrýnt hina evang-
elísku-lúthersku þjóðkirkju og þá
stofnanaumgjörð sem er í landinu.
Það á að vera skylda hvaða prests
sem er, sem þjónar í lúthersku kirkj-
unni, að vera gagnrýninn. Ég á mér
hugsjón og drauma um framtíð og
umgjörð kristinnar trúar í landinu.
Ég vil að sú umgjörð mótist af nú-
tíma tíðaranda og vilja og sannfær-
ingu meirihluta þjóðarinnar og sé í
anda lýðræðis og jafnræðis.
Það er dapurlegt að við skulum
búa við ríkiskirkju. Ég tel að ríkis-
kirkjan hamli trúarlífi fólks enda
hefur komið í ljós að meirihluti
þjóðarinnar getur ekki skrifað
undir grunnkenningar hennar.
Meirihluti þjóðarinnar vill að-
skilnað ríkis og kirkju og meiri-
hluti þjóðarinnar er hlynntur því
að samkynhneigðir fái að ganga
í hjónaband meðan kirkjan sem
stofnun er því mótfallin. Það er alls
konar trúarleg gerjun í landinu sem
ríkiskirkjan hefur hafnað. Mér sýn-
ist að þjóðkirkjan sé sífellt að færa
sig nær bókstafstrúarmönnum í af-
stöðu sinni til ýmissa málefna og
það er hættulegt.
Ríkisprestar eru á ríkislaunum.
Við sem tilheyrum þeim stóra hópi
sem er utan þjóðkirkju greiðum
þessum prestum laun og svo hafna
sumir þeirra fólki, kæra, dæma og
útskúfa til hægri og vinstri. Margir
landsmenn hafa hugsað sem svo að
þeir þoli að það sé til ríkiskirkja á
meðan hún er víðsýn og opin og
þjóni öllum og sé eins konar ör-
yggisnet. En sú forsenda er brostin
þegar þjóðkirkjuprestar neita að
þjónusta evangelísk-lútherskt fólk
vegna þess að þeim líkar ekki við
kirkjusöfnuðinn sem fólkið til-
heyrir og afstaða biskups til slíks
er óljós. “
Nú er biskup íslands höfuð
þjóðkirkjunnar. Hvert er viðhorf
þitt til hans og hans starfa?
„Hann virðist vera mjög reiður
þessa dagana. Hann hefur skrifað
bréf til hægri og vinstri þar sem
reiði hans brýst út. Hann svarar
ekki sumum þeim erindum sem
eru send til hans. Mér finnst það
dapurlegt en ég óska honum alls
góðs.“
Að slá eign sinni á Guð
Það hvarflar að manni að það
sé ekki bara þessi ákveðnu um-
mæli í sjónvarpþœtti sem hafi
kallað á kœruna, það sé kannski
eitthvað meira sem kraumiþarna
undir. Hvað er það?
„Fríkirkjan er dæmigerð íslensk
grasrótarhreyfing. Hún hefur átt
erfið tímabil en undanfarin ár hefur
hún vaxið og dafnað og er orðin
einn stærsti söfnuður landsins.
Við teljum núna um 7500 manns
og erum stærri en Dómkirkjusöfn-
uðurinn, mun stærri en Hallgríms-
kirkjusöfnuðurinn, reyndar stærri
en flestir söfnuðir í kringum okkur.
Það ætti að vera fagnaðarefni fyrir
hvern kristinn mann að frjáls gras-
„Hættan sem steðjar að kristinni kirkju erflóttinn inn í
bókstafshyggjuna. Menn vilja kasta eign sinni á Guð al-
máttugan, setja hann í brjóstvasann, jafnvel rassvasann,
og setjast ofan á hann."
rótarkristni vaxi og dafni í upplýstu
samfélagi. Svo virðist hins vegar
sem þjóðkirkjuprestar og forsvars-
menn þjóðkirkjunnar líti á þennan
vöxt sem ógurlega ógn, eitthvað
sem verði að berjast gegn, kæra og
bæla. Það er dapurlegt.“
Einn prestanna sem kœrir þig
hefur sagt að þú sért að upphefja
sjálfan þig. Getur verið að þín
persóna fari í taugarnar á ein-
hverjum þeirra presta sem kærðu
Þ'gJ
„Ég forðast að segja „ég“ í predik-
unum en hjá því verður ekki alltaf
komist. Sumir prestar virðast nota
það orð oftar en nafn Guðs. Ég er
breyskur maður, örugglega mein-
gallaður en ég er ekki að upphefja
sjálfan mig. Ég hef gagnrýnt stofn-
anakirkjuna og ég held að það sé
það sem fari í taugarnar á þeim
sem ákváðu að kæra mig.
Ég bjó í Jerúsalem á sínum
tíma, var þar hátt á þriðja ár við
nám í háskóla og við sænska guð-
fræðistofnun. í Jerúsalem er gríð-
arleg trúarleg fjölmenning. Þetta
er átakasvæði og þar er barist og
trúarbrögðin eiga sinn þátt í því.
Þetta er líka mjög heillandi svæði,
sérstaklega gamla borgin sem er
rík af gjörólíkum trúarhefðum en
þó skyldum. Dvölin þarna víkkaði
sjóndeildarhring minn og dýpkaði
trú mína. Ég sá alla þá sem voru
komnir til borgarinnar til að pred-
ika um hinn eina sanna Guð sem
þeir þekktu og segja öðrum frá
þeim Guði sem þeir höfðu fundið
og jafnvel búið til. En allir hinir
voru líka með sinn eigin albesta
Guð. Úr slíku verður aldrei samfé-
lag þar sem eiga sér stað samræður.
Þetta voru bara einræður hvers og
eins úti í sínu horni. En um leið og
mér var þetta ljóst gat ég ekki annað
en fyllst auðmýkt gagnvart þeirri
fjölbreytilegu mannlífsflóru sem
þarna var að finna og öðlaðist visst
umburðarlyndi og víðsýni gagnvart
hefð og siðum annarra. Veistu hvar
Guð er að finna í Jerúsalem?"
Nei.
„Guð er ekki að finna í einni trúar-
hefð. Guð er yfir trúarbrögð hafin.
Ég er sammála því sem Desmond
Tutu biskup sagði eitt sinn: „Guð er
ekki kristinn“. Guð getur ekki verið
kristinn því gyðingar eru líka hans
fólk og múslimar eru sömuleiðis
hans fólk og búddistar og hindúar
eru einnig börn Guðs. Kannski eru
það kenningar eins og þessar, sem
ég aðhyllist og boða, sem mönnum
mislíkar svo mjög.
Ég trúi því hiklaust að Guð,
hvaða nafni sem menn vilja kalla
hann, opinberist innan margra trú-
arhefða. Alls staðar þar sem unnið
er í nafni fölskvalauss kærleika
- þar er Guð að finna. Og alls staðar
þar sem unnið er í neikvæðni og
niðurrifi og ótta, sama undir hvaða
Láttu drauminn raetast
frábœr fermingartilboö á
rúmum & svefnsófum
Karolin
tungusvefnsófi
Karolin 3ja sæta svefnsófi
Doris 1 20 x 200cm
verð. 39.900,-áður 61.600,-
Suprima
90x200cm v/33.280,- áður 41.000,-
1 20x200cm v/ 42.400,- áður 53.000.1
1 40x200cm V/ 49.360,- áður b i 700.
E lecta 120x200 V/ 59.980 áður 67.300
5 svæða pokagormadýna og botn
Opið virka daga 10 til 18
laugadaga 11 til 16
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090
HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIG I HUSGAGNAVAl, HÖFN S: 478 2535