blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 42

blaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 42
"42 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 helain L’J helgin@bladid.net Fyrirlestur um Guðjón Samúelsson Pétur H. Ármannsson arkitekt heldur fyrirlestur um Guðjón Samú- elsson, fyrrum húsameistara ríkisins, og fjölþætt framlag hans til byggingarlistar og skipulagsmála í hátíðarsal Háskóla Islands mánu- daginn 16. apríl kl. 20. blaðiö Irsk gleði Dansvæn gleðitónlist ættuð frá Irlandi mun óma á skemmtistaðnum Nasa í kvöld þar sem hljómsveitin góðkunna Papar slær upp stórdansieik. Gleðin hefst kl. 23 og kostar 1500 krónur inn. UM HELGINA Sjálfbær þróun Brynhildur Davíösdóttir, dósent við Háskóla Islands, heldur er- indi um sjálfbæra þróun í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Islands í sal 132 og hefst kl 14. Allir eru velkomnir. Málefni innflytjenda Ráðstefna um málefni inn- flytjenda í Reykjavík verður haldin ÍTjarnarsal Ráðhúss- ins á mánudag kl. 13:30-16. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Rússneskir dagar Rússnesk sögustund í umsjón Liudmilu Moiseevu verður á Bókasafni Kópavogs í dag kl. 14. Lesnar verða sögur og kvæði og eru allir velkomnir. Sögustundin er haldin í tilefni af rússneskum . dögum. Fjalakötturinn sýnir heimildamyndir Depardon í brennidepli hersla verður lögð á heimildamyndir í dag- skrá Fjalakattarins um helgina og verður kastljósinu sérstak- lega beint að verkum ifranska kvikmynda- gerðarmannsins og Ijósmyndarans Raymond Depardon. Yfirlit yfir feril Depardon verður tekið til sýninga næstu þrjár helgar á vegum Fjalarkattarins í Tjarnar- bíói. Um er að ræða átta myndir, sjö þeirra í fullri lengd og eina stutta, sem hafa verið teknar saman í þrjá dagskrárhluta: Blaðamenn (Le Reporter), Réttlæti (Le Justice) og Bændurnir (Le Monde Paysan). Dagskráin hefst á morgun sunnu- dag kl. 15 með sýningu fyrsta hluta þríleiksins Bændurnir sem kallast Svipmyndir úr sveitinni. í þríleikn- um skrásetur Depardon breytingar í landbúnaði í Frakklandi og tók verkefnið um áratug. Á mánudagskvöld sýnir Fjalakött- urinn síðan tvo af þremur hlutum Blaðamannanna. Fyrsti hlutinn 1974, sneiðmynd úr sveitinni fjallar um kosningaherferð Valéry Giscard d’Estaing árið 1974. Hún verður sýnd kl. 19. Annar hlutinn sem nefn- ist einfaldlega Blaðamenn verður sýndur kl. 21 en í þeirri mynd bein- ir Depardon sjónum að eigin veröld innan veggja Gamma-ljósmynda- stofunnar. Þá verða kínversku myndirnar Kyrrmynd og Dong endursýndar á morgun, sunnudag, kl. 19 (Kyrr- mynd) og 21:15 (Dong). Þær gerast báðar á áhrifasvæði Þriggja gljúfra stíflunnar í Kína. Reykjavík Docu- mentary Workshop stendur síðan fyrir sýningu á heimildamyndinni Pryrechnyy (2006) á sunnudag kl. 17- Nánari upplýsingar um dagskrá Fjalakattarins má nálgast á vefslóð- inni filmfest.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.