blaðið - 14.04.2007, Page 42
"42
LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007
helain
L’J
helgin@bladid.net
Fyrirlestur um Guðjón Samúelsson
Pétur H. Ármannsson arkitekt heldur fyrirlestur um Guðjón Samú-
elsson, fyrrum húsameistara ríkisins, og fjölþætt framlag hans til
byggingarlistar og skipulagsmála í hátíðarsal Háskóla Islands mánu-
daginn 16. apríl kl. 20.
blaðiö
Irsk gleði
Dansvæn gleðitónlist ættuð frá Irlandi mun óma á
skemmtistaðnum Nasa í kvöld þar sem hljómsveitin
góðkunna Papar slær upp stórdansieik. Gleðin hefst
kl. 23 og kostar 1500 krónur inn.
UM HELGINA
Sjálfbær þróun
Brynhildur Davíösdóttir, dósent
við Háskóla Islands, heldur er-
indi um sjálfbæra þróun í Öskju,
náttúrufræðahúsi Háskóla
Islands í sal 132 og hefst kl 14.
Allir eru velkomnir.
Málefni innflytjenda
Ráðstefna um málefni inn-
flytjenda í Reykjavík verður
haldin ÍTjarnarsal Ráðhúss-
ins á mánudag kl. 13:30-16.
Ráðstefnan er öllum opin og
aðgangur ókeypis.
Rússneskir dagar
Rússnesk sögustund í umsjón
Liudmilu Moiseevu verður á
Bókasafni Kópavogs í dag kl. 14.
Lesnar verða sögur og kvæði og
eru allir velkomnir. Sögustundin
er haldin í tilefni af rússneskum
. dögum.
Fjalakötturinn sýnir heimildamyndir
Depardon í brennidepli
hersla verður lögð á
heimildamyndir í dag-
skrá Fjalakattarins
um helgina og verður
kastljósinu sérstak-
lega beint að verkum
ifranska kvikmynda-
gerðarmannsins og Ijósmyndarans
Raymond Depardon.
Yfirlit yfir feril Depardon verður
tekið til sýninga næstu þrjár helgar
á vegum Fjalarkattarins í Tjarnar-
bíói. Um er að ræða átta myndir, sjö
þeirra í fullri lengd og eina stutta,
sem hafa verið teknar saman í þrjá
dagskrárhluta: Blaðamenn (Le
Reporter), Réttlæti (Le Justice) og
Bændurnir (Le Monde Paysan).
Dagskráin hefst á morgun sunnu-
dag kl. 15 með sýningu fyrsta hluta
þríleiksins Bændurnir sem kallast
Svipmyndir úr sveitinni. í þríleikn-
um skrásetur Depardon breytingar
í landbúnaði í Frakklandi og tók
verkefnið um áratug.
Á mánudagskvöld sýnir Fjalakött-
urinn síðan tvo af þremur hlutum
Blaðamannanna. Fyrsti hlutinn
1974, sneiðmynd úr sveitinni fjallar
um kosningaherferð Valéry Giscard
d’Estaing árið 1974. Hún verður
sýnd kl. 19. Annar hlutinn sem nefn-
ist einfaldlega Blaðamenn verður
sýndur kl. 21 en í þeirri mynd bein-
ir Depardon sjónum að eigin veröld
innan veggja Gamma-ljósmynda-
stofunnar.
Þá verða kínversku myndirnar
Kyrrmynd og Dong endursýndar
á morgun, sunnudag, kl. 19 (Kyrr-
mynd) og 21:15 (Dong). Þær gerast
báðar á áhrifasvæði Þriggja gljúfra
stíflunnar í Kína. Reykjavík Docu-
mentary Workshop stendur síðan
fyrir sýningu á heimildamyndinni
Pryrechnyy (2006) á sunnudag kl.
17-
Nánari upplýsingar um dagskrá
Fjalakattarins má nálgast á vefslóð-
inni filmfest.is.